Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts

Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.

Skúli Eggert Þórðarson
Skúli Eggert Þórðarson
Auglýsing

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­end­ur­skoð­andi ræddi skýrslu emb­ætt­is­ins um Íslands­póst á fundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis í morg­un. Einnig voru við­staddir full­trúar fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins, sem og stjórn Íslands­pósts.

Skúli Egg­ert segir í sam­tali við Kjarn­ann að lagðar hafi verið fyrir emb­ættið spurn­ingar er varða fjár­hags­leg mál­efni Íslands­pósts, meðal ann­ars hvernig lána­fyr­ir­greiðsla, sem gerð var á sínum tíma af hálfu rík­is­ins, horfir við og hvort fjár­hagur félags­ins muni breyt­ast eftir lán­ið. Jafn­framt hvort þörf sé á slíkri aðstoð aftur og hver fram­tíð­ar­sýn félags­ins sé.

Rekstur félags­ins breyst á und­an­förnum árum

Enn fremur var, að sögn Skúla Egg­erts, farið yfir á fund­inum hvernig rekstur Íslands­pósts hefði breyst á und­an­förnum árum en þar mætti meðal ann­ars minn­ast á minnk­andi póst­magn á borð við bréfa­send­ing­ar. Pakka­send­ingar erlendis frá hefðu aftur á móti auk­ist og væri gjald fyrir þær bundið alþjóða­samn­ing­um, svo Íslands­póstur fær ekki háar greiðslur fyrir það sem kemur til að mynda frá Kína. Rík­is­end­ur­skoð­andi bendir þó á að búið sé að leggja á ákveðið gjald fyrir send­ingar erlendis frá.

Auglýsing

Hann segir að stjórn­völd verði að huga að því hvernig þau vilji póst­þjón­ustu á Íslandi í fram­tíð­inni.

Skýrslan birt eins og hún var lögð fyrir Alþingi

Skúli Egg­ert segir að meðal ann­ars hafi komið til tals á fund­inum í morgun að óskað hefði verið eftir því að lagður yrði trún­aður á upp­lýs­ingar er varða stjórn­endur Íslands­pósts í skýrsl­unni. Þing­menn hafi aftur á móti lýst yfir óánægju sinni með að félag í rík­i­s­eigu myndi falla undir slíkan trún­að.

„Við afhendum Alþingi allar upp­lýs­ing­ar,“ segir Skúli Egg­ert og bætir því við að skýrslan muni vera birt eins og hún var lögð fyrir þingið fyrir utan ákveðnar trún­að­ar­upp­lýs­ingar er varða ein­inga­upp­lýs­ingar sem snerta sam­keppn­is­mál.

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um skýrsl­una í dag. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“
Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.
Kjarninn 9. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent