Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts

Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.

Skúli Eggert Þórðarson
Skúli Eggert Þórðarson
Auglýsing

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­end­ur­skoð­andi ræddi skýrslu emb­ætt­is­ins um Íslands­póst á fundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis í morg­un. Einnig voru við­staddir full­trúar fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins, sem og stjórn Íslands­pósts.

Skúli Egg­ert segir í sam­tali við Kjarn­ann að lagðar hafi verið fyrir emb­ættið spurn­ingar er varða fjár­hags­leg mál­efni Íslands­pósts, meðal ann­ars hvernig lána­fyr­ir­greiðsla, sem gerð var á sínum tíma af hálfu rík­is­ins, horfir við og hvort fjár­hagur félags­ins muni breyt­ast eftir lán­ið. Jafn­framt hvort þörf sé á slíkri aðstoð aftur og hver fram­tíð­ar­sýn félags­ins sé.

Rekstur félags­ins breyst á und­an­förnum árum

Enn fremur var, að sögn Skúla Egg­erts, farið yfir á fund­inum hvernig rekstur Íslands­pósts hefði breyst á und­an­förnum árum en þar mætti meðal ann­ars minn­ast á minnk­andi póst­magn á borð við bréfa­send­ing­ar. Pakka­send­ingar erlendis frá hefðu aftur á móti auk­ist og væri gjald fyrir þær bundið alþjóða­samn­ing­um, svo Íslands­póstur fær ekki háar greiðslur fyrir það sem kemur til að mynda frá Kína. Rík­is­end­ur­skoð­andi bendir þó á að búið sé að leggja á ákveðið gjald fyrir send­ingar erlendis frá.

Auglýsing

Hann segir að stjórn­völd verði að huga að því hvernig þau vilji póst­þjón­ustu á Íslandi í fram­tíð­inni.

Skýrslan birt eins og hún var lögð fyrir Alþingi

Skúli Egg­ert segir að meðal ann­ars hafi komið til tals á fund­inum í morgun að óskað hefði verið eftir því að lagður yrði trún­aður á upp­lýs­ingar er varða stjórn­endur Íslands­pósts í skýrsl­unni. Þing­menn hafi aftur á móti lýst yfir óánægju sinni með að félag í rík­i­s­eigu myndi falla undir slíkan trún­að.

„Við afhendum Alþingi allar upp­lýs­ing­ar,“ segir Skúli Egg­ert og bætir því við að skýrslan muni vera birt eins og hún var lögð fyrir þingið fyrir utan ákveðnar trún­að­ar­upp­lýs­ingar er varða ein­inga­upp­lýs­ingar sem snerta sam­keppn­is­mál.

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um skýrsl­una í dag. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent