Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts

Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.

Skúli Eggert Þórðarson
Skúli Eggert Þórðarson
Auglýsing

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi ræddi skýrslu embættisins um Íslandspóst á fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Einnig voru viðstaddir fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem og stjórn Íslandspósts.

Skúli Eggert segir í samtali við Kjarnann að lagðar hafi verið fyrir embættið spurningar er varða fjárhagsleg málefni Íslandspósts, meðal annars hvernig lánafyrirgreiðsla, sem gerð var á sínum tíma af hálfu ríkisins, horfir við og hvort fjárhagur félagsins muni breytast eftir lánið. Jafnframt hvort þörf sé á slíkri aðstoð aftur og hver framtíðarsýn félagsins sé.

Rekstur félagsins breyst á undanförnum árum

Enn fremur var, að sögn Skúla Eggerts, farið yfir á fundinum hvernig rekstur Íslandspósts hefði breyst á undanförnum árum en þar mætti meðal annars minnast á minnkandi póstmagn á borð við bréfasendingar. Pakkasendingar erlendis frá hefðu aftur á móti aukist og væri gjald fyrir þær bundið alþjóðasamningum, svo Íslandspóstur fær ekki háar greiðslur fyrir það sem kemur til að mynda frá Kína. Ríkisendurskoðandi bendir þó á að búið sé að leggja á ákveðið gjald fyrir sendingar erlendis frá.

Auglýsing

Hann segir að stjórnvöld verði að huga að því hvernig þau vilji póstþjónustu á Íslandi í framtíðinni.

Skýrslan birt eins og hún var lögð fyrir Alþingi

Skúli Eggert segir að meðal annars hafi komið til tals á fundinum í morgun að óskað hefði verið eftir því að lagður yrði trúnaður á upplýsingar er varða stjórnendur Íslandspósts í skýrslunni. Þingmenn hafi aftur á móti lýst yfir óánægju sinni með að félag í ríkiseigu myndi falla undir slíkan trúnað.

„Við afhendum Alþingi allar upplýsingar,“ segir Skúli Eggert og bætir því við að skýrslan muni vera birt eins og hún var lögð fyrir þingið fyrir utan ákveðnar trúnaðarupplýsingar er varða einingaupplýsingar sem snerta samkeppnismál.

Kjarninn mun fjalla ítarlega um skýrsluna í dag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent