Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða

Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.

wow air mynd: Isavia
Auglýsing

Alls bár­ust Ferða­mála­stofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða en ­ferða­skrif­stof­an hætti rekstri í apríl síð­ast­liðn­um. Frestur til að gera kröfu í trygg­ing­arfé ferða­skrif­stof­unnar rann út þann 20. júní síð­ast­lið­inn. Gaman ferðir var í 49 pró­sent hlut í eig­u WOW a­ir. 

Hættu starf­semi í kjöl­far gjald­þrots WOW air

Ferða­skrif­­stof­an Gam­an ­ferðir var ­stofnuð árið 2012 af Þór Bær­ing Ólafs­­syni og Braga Hin­rik Magn­ús­­syni en árið 2015 keypti flug­fé­lagið WOW air helm­ings­hlut í ferða­skrif­­stof­unni en fyr­ir­tæk­in höfðu unnið sam­an frá stofn­un WOW a­ir. 

Auglýsing

Tveimur vikum eftir fall WOW air skil­að­i ­fyr­ir­tæk­ið inn ferða­skrif­stofu­leyfi sínu og hætti rekstri. Ferða­skrif­stofan skipu­lagði að mestu leyti ferðir í kringum flug félags­ins og í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu í apríl kom fram að ljóst væri að ­lausa­fjár­staða ­fé­lags­ins næstu sex mán­uð­ina yrði ekki nægj­an­lega sterk til þess að rétt­læta áfram­hald­andi starf­sem­i. Því hafi ákvörð­unin verið tekin um að hætta rekstri. 

Gaman ferðir báru lög­bundnar trygg­ingar sem ferða­skrif­stofum er skylt að hafa og gátu far­þegar því leitað til Ferða­mála­stofu vegna end­ur­greiðslna.

Yfir þús­und kröfur bár­ust Ferða­mála­stofu en sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem stofn­unin veitti RÚV í apríl eru tæp­lega 200 millj­ónir króna í trygg­inga­sjóði Gaman ferða. Í til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu segir að nú taki við yfir­ferð og vinnsla krafna hjá Ferða­mála­stofu en í ljósi ­fjöld­ans megi búast við að nokkurn tíma taki að fara yfir og taka afstöðu til þeirra. Því megi í fyrsta lagi búast við mál fari að skýr­ast með haustin­u.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent