Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða

Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.

wow air mynd: Isavia
Auglýsing

Alls bár­ust Ferða­mála­stofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða en ­ferða­skrif­stof­an hætti rekstri í apríl síð­ast­liðn­um. Frestur til að gera kröfu í trygg­ing­arfé ferða­skrif­stof­unnar rann út þann 20. júní síð­ast­lið­inn. Gaman ferðir var í 49 pró­sent hlut í eig­u WOW a­ir. 

Hættu starf­semi í kjöl­far gjald­þrots WOW air

Ferða­skrif­­stof­an Gam­an ­ferðir var ­stofnuð árið 2012 af Þór Bær­ing Ólafs­­syni og Braga Hin­rik Magn­ús­­syni en árið 2015 keypti flug­fé­lagið WOW air helm­ings­hlut í ferða­skrif­­stof­unni en fyr­ir­tæk­in höfðu unnið sam­an frá stofn­un WOW a­ir. 

Auglýsing

Tveimur vikum eftir fall WOW air skil­að­i ­fyr­ir­tæk­ið inn ferða­skrif­stofu­leyfi sínu og hætti rekstri. Ferða­skrif­stofan skipu­lagði að mestu leyti ferðir í kringum flug félags­ins og í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu í apríl kom fram að ljóst væri að ­lausa­fjár­staða ­fé­lags­ins næstu sex mán­uð­ina yrði ekki nægj­an­lega sterk til þess að rétt­læta áfram­hald­andi starf­sem­i. Því hafi ákvörð­unin verið tekin um að hætta rekstri. 

Gaman ferðir báru lög­bundnar trygg­ingar sem ferða­skrif­stofum er skylt að hafa og gátu far­þegar því leitað til Ferða­mála­stofu vegna end­ur­greiðslna.

Yfir þús­und kröfur bár­ust Ferða­mála­stofu en sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem stofn­unin veitti RÚV í apríl eru tæp­lega 200 millj­ónir króna í trygg­inga­sjóði Gaman ferða. Í til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu segir að nú taki við yfir­ferð og vinnsla krafna hjá Ferða­mála­stofu en í ljósi ­fjöld­ans megi búast við að nokkurn tíma taki að fara yfir og taka afstöðu til þeirra. Því megi í fyrsta lagi búast við mál fari að skýr­ast með haustin­u.  

Þórður Snær Júlíusson
Tækifærið er núna
Kjarninn 23. ágúst 2019
WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent