Framlög Íslands til UNICEF aldrei verið meiri

Vöxtur UNICEF á Íslandi milli ára var 10,2 prósent og aukning framlaga frá íslenska ríkinu á milli 2017 og 2018 hefur sjaldan verið meiri eða tæp 160 prósent.

Flóttabarn í Frakklandi
Auglýsing

Fram­lög íslenska rík­is­ins, almenn­ings og fyr­ir­tækja á Íslandi til bar­áttu UNICEF fyrir börn hafa aldrei verið meiri en árið 2018. Vöxtur UNICEF á Íslandi milli ára var 10,2 pró­sent og aukn­ing fram­laga frá íslenska rík­inu á milli 2017 og 2018 hefur sjaldan verið meiri eða tæp 160 pró­sent. Þetta kemur fram í frétt UNICEF.

Árið 2018 gaf Ísland, ríki og lands­nefnd, næst hæstu fram­lögin til UNICEF alþjóð­lega, sé miðað við höfða­tölu, í öðru sæti á eftir Nor­eg­i. Þetta var meðal þess sem kom fram á árs­fundi UNICEF á Íslandi sem hald­inn var í gær. 

Bergsteinn Jónsson Mynd: TwitterBerg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi, segir þetta ver­a frá­bæran árangur og séu þau almenn­ingi, fyr­ir­tækjum og stjórn­völdum inni­lega þakk­lát fyrir þennan mik­il­væga stuðn­ing. „Það er auð­vitað mjög gleði­legt að sjá þessi auknu fram­lög frá rík­inu til bar­áttu UNICEF alþjóð­lega, sér­stak­lega þegar við berum okkur saman við þjóðir sem gefa mun hærri pró­sentu af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu til þró­un­ar­mála en Ísland. Þessi aukn­ing gerir UNICEF kleift að ná til enn fleiri barna um allan heim.“

Auglýsing

Á fund­inum í gær kynnti Berg­steinn helstu nið­ur­stöður árs­ins 2018. Þar bar einna hæst að söfn­un­arfé UNICEF á Íslandi var rúmar 730 millj­ónir króna árið 2018, sem er 10,2 pró­sent vöxtur milli ára. Alls kom 81 pró­sent af söfn­un­arfé frá heims­for­eldrum, mán­að­ar­legum stuðn­ings­að­ilum sem styðja bar­áttu UNICEF um allan heim. 

Auk þess studdi almenn­ingur dyggi­lega við börn í Jemen á árinu, en rétt tæp­lega 30 millj­ónir söfn­uð­ust fyrir neyð­ar­hjálp UNICEF í Jemen. Met­sala var síðan á sölum Sannra gjafa fyrir jól­in, en lands­menn keyptu hjálp­ar­gögn á borð við bólu­efni, teppi, hlý föt og vatns­dælur fyrir rúm­lega 30 millj­ónir króna á árinu.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent