Framlög Íslands til UNICEF aldrei verið meiri

Vöxtur UNICEF á Íslandi milli ára var 10,2 prósent og aukning framlaga frá íslenska ríkinu á milli 2017 og 2018 hefur sjaldan verið meiri eða tæp 160 prósent.

Flóttabarn í Frakklandi
Auglýsing

Fram­lög íslenska rík­is­ins, almenn­ings og fyr­ir­tækja á Íslandi til bar­áttu UNICEF fyrir börn hafa aldrei verið meiri en árið 2018. Vöxtur UNICEF á Íslandi milli ára var 10,2 pró­sent og aukn­ing fram­laga frá íslenska rík­inu á milli 2017 og 2018 hefur sjaldan verið meiri eða tæp 160 pró­sent. Þetta kemur fram í frétt UNICEF.

Árið 2018 gaf Ísland, ríki og lands­nefnd, næst hæstu fram­lögin til UNICEF alþjóð­lega, sé miðað við höfða­tölu, í öðru sæti á eftir Nor­eg­i. Þetta var meðal þess sem kom fram á árs­fundi UNICEF á Íslandi sem hald­inn var í gær. 

Bergsteinn Jónsson Mynd: TwitterBerg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi, segir þetta ver­a frá­bæran árangur og séu þau almenn­ingi, fyr­ir­tækjum og stjórn­völdum inni­lega þakk­lát fyrir þennan mik­il­væga stuðn­ing. „Það er auð­vitað mjög gleði­legt að sjá þessi auknu fram­lög frá rík­inu til bar­áttu UNICEF alþjóð­lega, sér­stak­lega þegar við berum okkur saman við þjóðir sem gefa mun hærri pró­sentu af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu til þró­un­ar­mála en Ísland. Þessi aukn­ing gerir UNICEF kleift að ná til enn fleiri barna um allan heim.“

Auglýsing

Á fund­inum í gær kynnti Berg­steinn helstu nið­ur­stöður árs­ins 2018. Þar bar einna hæst að söfn­un­arfé UNICEF á Íslandi var rúmar 730 millj­ónir króna árið 2018, sem er 10,2 pró­sent vöxtur milli ára. Alls kom 81 pró­sent af söfn­un­arfé frá heims­for­eldrum, mán­að­ar­legum stuðn­ings­að­ilum sem styðja bar­áttu UNICEF um allan heim. 

Auk þess studdi almenn­ingur dyggi­lega við börn í Jemen á árinu, en rétt tæp­lega 30 millj­ónir söfn­uð­ust fyrir neyð­ar­hjálp UNICEF í Jemen. Met­sala var síðan á sölum Sannra gjafa fyrir jól­in, en lands­menn keyptu hjálp­ar­gögn á borð við bólu­efni, teppi, hlý föt og vatns­dælur fyrir rúm­lega 30 millj­ónir króna á árinu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent