Nærri því tveir af hverjum þremur breytt hegðun sinni vegna umhverfisáhrifa

Meirihluti Íslendinga virðist meðvitaður um áhrif sín á umhverfið en 64 prósent landsmanna segjast hafa breytt hegðun sinni mikið eða nokkuð síðastliðna tólf mánuði til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslagsbreytingar.

Ruslahaugur
Auglýsing

Meiri­hluti lands­manna, eða 64 pró­sent, segj­ast hafa breytt hegðun sinni mikið eða nokkuð síð­ast­liðna tólf mán­uði til að lág­marka áhrif sín á umhverfi og ­lofts­lags­breyt­ing­ar. Þá kveð­ast ein­ungis 12 pró­sent svar­enda ekki hafa gert breyt­ingar á hegðun sinni. Lands­menn virðast þó treg­ari til að gera breyt­ingar á mat­ar- og ferða­venjum en alls segj­ast 60 pró­sent hafa gert litlar eða eng­ar breyt­ing­ar á mat­ar­venjum sínum og 69 pró­sent á ferða­venjum sín­um. Þetta kemur fram í nýrri umhverfiskönnun MM­R ­sem fram­kvæmd var dag­ana 23. til 29. maí 2019.

86 pró­sent flokka meira sorp

ÍMynd: MMRslend­ingar virð­ast nokkuð með­vit­aðir um áhrif sín á umhverfið en sam­kvæmt könnun MMR hafa 14 pró­sent lands­manna gert miklar breyt­ingar á hegðun sinni. Þá segj­ast 50 pró­sent hafa gert nokkrar breyt­ingar á hegðun sinni og fjórð­ungur litl­ar  breyt­ing­ar. Aðeins 12 pró­sent segj­ast ekki hafa gert neinar breyt­ingar á hegðun sinni til að lág­marka áhrif á umhverfið og lofts­lags­breyt­ing­ar.

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar­kemur jafn­fram­t í ljós að Íslend­ingar eru með­vit­aðir um flokkun sorps og segj­ast alls 86 pró­sent svar­enda hafa síð­ast­liðna tólf mán­uði gert miklar eða nokkrar breyt­ingar á flokkun sorps hjá sér. Þá kveð­ast 62 pró­sent hafa gert miklar eða nokkrar breyt­ingar á kaup­hegðun sinni. Aftur á móti segj­ast mun færri hafa gert breyt­ingar á mat­ar- og ferða­venjum sínum en alls sögð­ust 60 pró­sent hafa gert litlar eða engar breyt­ingar á mat­ar­venjum sínum og 69 pró­sent á ferða­venjum sín­um. 

Auglýsing

Konur frekar breytt hegðun sinni 

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar hafa 75 pró­sent kvenna gert miklar eða nokkrar breyt­ingar á hegðun sinni sam­an­borið við 53 pró­sent karla. Karlar eru jafn­fram­t tals­vert lík­legri en konur til að hafa ekki gert neinar breyt­ingar á hegðun sinni, eða alls 17 pró­sent karla sam­an­borið 7 pró­sent. 

Enn fremur er fólk á aldr­inum 18 til 29 ára lík­legri til að hafa gert miklar breyt­ingar á hegðun sinni en alls 19 pró­sent ungs fólks segj­ast hafa gert miklar breyt­ingar á hegðun sinni. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­inn­ar ­fer hlut­fall þeirra sem hafa gert miklar breyt­ingar stig­lækk­andi með auknum aldri. 

Þá er nokk­ur munur á svörum eftir stjórn­mála­skoð­un­um. Af stuðn­ings­fólki Sam­fylk­ing­ar­innar segj­ast 85 ­pró­sent hafa gert miklar eða nokkrar breyt­ingar á hegðun sinni og 79 pró­sent stuðn­ings­fólks Vinstri grænna. Af stuðn­ings­fólki Mið­flokks­ins segj­ast 24 pró­sent ekki hafa gert neinar breyt­ingar á hegðun sinni, 20 pró­sent stuðn­ings­fólks Fram­sóknar og 19 pró­sent stuðn­ings­fólks Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent