Evrópusambandið og Víetnam hafa skrifað undir fríverslunarsamning sem er enn fremur fyrsti sinnar tegundar á milli ESB og þróunarríkis í Asíu. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters.
Enn á eftir að samþykkja samninginn innan Evrópuþingsins sem gæti reynst erfitt vegna áhyggja sumra þingmanna af mannréttindabrotum víetnamskra stjórnvalda. Samningaviðræðurnar tóku þrjú og hálft ár og munu fella niður 99 prósent tolls fjölmargra vara, en tollur sumra vara verður felldur niður í skrefum. Í fyrra var útflutningur Víetnam til ESB 42,5 milljarðar Bandaríkjadala.
Víetnam er sextánda stærsta viðskiptaríki ESB í heildina litið og næst stærsta viðskiptaríki innan bandalags Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN), að því er kemur fram á vefsvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Helstu útflutningsvörur ESB til Víetnam eru hátæknivörur, flugvélar, bifreiðar og lyf. Helstu útflutningsvörur Víetnam til ESB eru símtæki, raftæki, skófatnaður, vefnaður, föt, kaffi, hrísgrjón og húsgögn.