Víetnam og Evrópusambandið skrifa undir fríverslunarsamning

Samningaviðræðurnar tóku þrjú og hálft ár og munu fella niður 99 prósent tolls fjölmargra vara.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB)
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB)
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið og Víetnam hafa skrifað undir frí­versl­un­ar­samn­ing sem er enn fremur fyrsti sinnar teg­undar á milli ESB og þró­un­ar­ríkis í Asíu. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuter­s. 

Enn á eftir að sam­þykkja samn­ing­inn innan Evr­ópu­þings­ins sem gæti reynst erfitt vegna áhyggja sumra þing­manna af mann­rétt­inda­brotum víetnamskra stjórn­valda. Samn­inga­við­ræð­urnar tóku þrjú og hálft ár og munu fella niður 99 pró­sent tolls fjöl­margra vara, en tollur sumra vara verður felldur niður í skref­um. Í fyrra var útflutn­ingur Víetnam til ESB 42,5 millj­arðar Banda­ríkja­dala.

Auglýsing
Evrópusambandið er næst­stærsti útflutn­ings­að­ili Víetnam á eftir Banda­ríkj­un­um. Búist er við að samn­ing­ur­inn muni auka lands­fram­leiðslu um 2,18 til 3,25 pró­sent á ári, að því er kemur fram í frétt Reuters.

Viðskipti Víetnam og Evrópusambandsins. Mynd: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Víetnam er sext­ánda stærsta við­skipta­ríki ESB í heild­ina litið og næst stærsta við­skipta­ríki innan banda­lags Suð­aust­ur-Asíu­ríkja (ASEAN), að því er kemur fram á vef­svæði fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Helstu útflutn­ings­vörur ESB til Víetnam eru hátækni­vör­ur, flug­vél­ar, bif­reiðar og lyf. Helstu útflutn­ings­vörur Víetnam til ESB eru sím­tæki, raf­tæki, skófatn­að­ur, vefn­að­ur, föt, kaffi, hrís­grjón og hús­gögn.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent