Tæplega fjórðungur myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Vinstri græn hlytu 13 prósent atkvæða en alls 9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Breyting á fylgi flokkanna er svo lítil á milli mánaða, eða um 0,1 til 1,9 prósentustig, í Þjóðarpúlsi Gallups að breytingin telst ekki marktæk.
Auglýsing
Í könnuninni kemur jafnframt fram að Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og næst stærsti flokkur landsins í könnunni með 15 prósent fylgi. Miðflokkurinn hlyti 11 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag og Píratar hlytu sama hlutfall. Þá fengi Viðreisn 10 prósent atkvæði, Flokkur flokksins rúmlega 4 prósent og Sósíalistaflokkurinn 3 prósent. Tæplega 12 prósent myndu skila auðu eða ekki kjósa og ríflega 9 prósent taka ekki afstöðu eða neita gefa hana upp.
Þá eykst stuðningur við ríkisstjórnina lítillega á milli mánaða í Þjóðarpúlsinum en 51 prósent segjast styðja hana.