Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka

Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.

flokkar alþingi
Auglýsing

Þrátt fyrir erf­iðar og óvenju­legar þing­loka­við­ræð­ur, mál­þóf og afgreiðslu nokk­urra mála þar sem tek­ist hefur verið á um grund­vall­ar­mál­efni þá virð­ist stöð­ug­leiki ríkja í íslenskum stjórn­mál­um. Fjöl­flokka­kerfi, þar sem átta til níu flokkar hið minnsta, keppa um hylli kjós­enda hefur fest sig í sessi og blokkir sem skil­grein­ast að mestu eftir frjáls­lyndi og íhalds­semi farnar að mynd­ast innan þess kerf­is. Fylgi flokka virð­ist, að minnsta kosti und­an­farna mán­uði, fyrst og síð­ast fær­ast til innan slíkra blokka. 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír fengu sam­tals 52,8 pró­sent atkvæða í síð­ustu þing­kosn­ing­um. Þeir fengu umtals­verðan byr í seglin fyrstu mán­uð­ina eftir að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur var mynduð í lok nóv­em­ber 2017. Fram á vor 2018 var stuðn­ingur við hana yfir 50 pró­sent og sam­an­lagt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks að jafn­aði líka.

Auglýsing
Síðastliðið rúmt ár hefur þó hægt og bít­andi fjarað undan stuðn­ingnum og hann mælist nú 40,2 pró­sent. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja hefur auk þess færst frá því að vera í kringum 50 pró­sent í að vera um og rétt yfir 40 pró­sent. Í nýj­ustu könnun MMR mæld­ist það 41,1 pró­sent, eða 11,7 pró­sentu­stigum lægra en í síð­ustu kosn­ing­um. Það þýðir að fylgi stjórn­ar­flokk­anna hefur minnkað um rúm 22 pró­sent á kjör­tíma­bil­inu.

Athygli vekur að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist ekki vera að tapa neinu fylgi á átökum innan hans vegna þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða, en fjöl­margir fyr­ir­ferða­miklir flokks­menn hafa gagn­rýnt afstöðu flokks­ins í mál­inu harð­lega á opin­berum vett­vangi. Hinir tveir stjórn­ar­flokk­arn­ir, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn, eru hins vegar að tapa umtals­verðu fylgi milli kann­ana.

Stóra and­staðan með meira fylgi en rík­is­stjórnin

Í samn­inga­við­ræðum um þing­lok und­an­farnar vikur hefur rík­is­stjórnin þurft að semja við tvær mis­mun­andi stjórn­ar­and­stöð­ur. Önnur hefur sam­an­staðið af Sam­fylk­ingu, Píröt­um, Við­reisn og Flokki fólks­ins. Síð­ast­nefndi flokk­ur­inn er reyndar hug­mynda­fræði ólíkur þremur fyrst­nefndu og oft með and­stæðar mein­ingar í grund­vall­ar­mál­um. Það sást ágæt­lega til að mynda þegar kosið var um að lengja heim­ilt þung­un­ar­rof til 22 viku með­göngu og í afstöðu til þriðja orku­pakk­ans. Þessir fjórir flokkar mæld­ust með meira fylgi en rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír í nýj­ustu könnun MMR, eða 42,5 pró­sent fylgi.

Séu þeir þrír frjáls­lyndu miðju­flokkar – Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn – sem starfa saman í meiri­hluta­sam­starfi í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, starfa þétt saman í stjórn­ar­and­stöðu á þingi og vilji er til staðar á meðal for­ystu­manna þeirra um að mynda grunn að næstu rík­is­stjórn, þá mælist sam­an­lagt fylgi þeirra 38,3 pró­sent, eða rúm­lega tíu pró­sentu­stigum meira en í síð­ustu kosn­ing­um. Fylgi þess­ara þriggja flokka hefur því auk­ist um tæp 37 pró­sent það sem af er kjör­tíma­bili.

Ef nið­ur­staða kosn­inga yrði í sam­ræmi við nýj­ustu könnun MMR myndu þessir flokkar nær örugg­lega geta myndað rík­is­stjórn með Vinstri grænum og end­ur­tekið þar með mynstrið sem er til staðar í Reykja­vík, jafn­vel þótt slík rík­is­stjórn næði ekki að vera með meiri­hluta atkvæða á bak­við sig.

Mikið dautt fylgi eins og er 

Ástæðu þess er meðal ann­ars að finna í því að hvorki Sós­í­alista­flokkur Íslands (4,4 pró­sent fylgi) né Flokkur fólks­ins (4,2 pró­sent fylgi) næði að kljúfa fimm pró­sent þrösk­uld­inn að óbreyttu. Auk þess segj­ast 1,3 pró­sent aðspurðra í nýj­ustu könnun MMR að þeir myndu kjósa aðra flokka en þá níu sem annað hvort eiga sæti á Alþingi eða eru nálægt því að mæl­ast með mann þar inni. Sam­an­lagt myndu því tæp­lega tíu pró­sent atkvæða falla niður dauð ef nið­ur­staða kosn­inga yrði í sam­ræmi við könnun á fylgi flokka nú í jún­í. 

Auglýsing
Þetta kann þó að breyt­ast og báðir þessir flokkar hafa sýnt að þeir geti hækkað sig skarpt á loka­metrum kosn­inga­bar­áttu á meðan að sér­stak­lega Sam­fylk­ingin og Píratar hafa til­hneig­ingu til að fá minna upp úr kjör­köss­unum en kann­anir bentu til.

Mið­flokkur hagg­ast varla

Mið­flokk­ur­inn er sá flokkur sem mesta athygli hefur fengið á stjórn­mála­svið­inu und­an­farin miss­eri. Flokk­ur­inn hefur staðið einn fyrir for­dæma­lausu mál­þófi vegna þriðja orku­pakk­ans og nú er umræða vegna hans orðin sú lengsta í þing­sög­unni. Það er merki­legt í ljósi þess að sex flokk­ar, með 52 af 63 þing­mönn­um, styðja inn­leið­ingu hans.

Mið­flokk­ur­inn virð­ist einnig ætla að skerpa á íhalds­samri sér­stöku sinni í ýmsum öðrum mál­um. Hann lýsti til að mynda yfir and­­stöðu í málum eins og breyt­ingum á lögum um þung­un­ar­rof, gegn til­­­urð ráð­gjafa­­stofu inn­­flytj­enda, hlut­­leysi gagn­vart frum­varpi um lækkun virð­is­auka­skatts á tíð­­ar­vörur og nú síð­­­ast gerði hann veður út af frum­varpi um kyn­rænt sjálf­ræði þegar verið var að semja um þing­lok. Ekk­ert af þessu virð­ist vera að skila flokknum neinni fylg­is­aukn­ingu og þvert á móti skreppur fylgið aðeins saman milli kann­ana, þótt vart sé um mark­tæka breyt­ingu að ræða. Alls segj­ast 10,6 pró­sent kjós­enda fylgja Mið­flokknum að málum sem er aðeins minna en í síð­ustu kosn­ingum þegar flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða.

Sá flokkur sem stendur hug­mynda­fræði­lega næst Mið­flokknum er Flokkur fólks­ins, þótt Klaust­ur­málið og eft­ir­köst þess hafi lík­ast til gert sam­starf þeirra á milli ómögu­legt. Sam­an­lagt fylgi þeirra tveggja mælist nú 14,8 pró­sent en var 17,8 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber 2017. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar