Þinglok strönduðu á Sjálfstæðisflokknum

Samkomulag náðist við Miðflokkinn um þinglok í gær. Áður hafði meirihluti stjórnarandstöðu náð slíku samkomulagi við ríkisstjórnina. Á endanum strandaði samkomulagið á Sjálfstæðisflokknum. Hluti þingmanna hans vildi ekki samþykkja það.

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir voru í aðalhlutverkum í samningaviðræðum um þinglok í gærkvöldi.
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir voru í aðalhlutverkum í samningaviðræðum um þinglok í gærkvöldi.
Auglýsing

Ekki náð­ist sam­komu­lag um þing­lok í gær­kvöldi, líkt og stefnt hafði verið að. Þegar lá fyrir sam­komu­lag milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka um að þing­störfum gæti lokið á laug­ar­dag eða þriðju­dag, líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær.

Síð­degis í gær átti eftir að semja við Mið­flokk­inn sér­stak­lega um hvað þyrfti til að hann myndi sam­þykkja þing­lok. Þegar leið á dag­inn lá þó fyrir að slíkt sam­komu­lag yrði und­ir­ritað af Mið­flokkn­um. Það sner­ist um að umræðum um þriðja orku­pakk­ann yrði áfram­haldið í tvo til þrjá daga á sér­stökum þing­fundi í lok ágúst eða byrjun sept­em­ber.

Önnur mál sem röt­uðu í umræð­una í gær, eins og mót­staða Mið­flokks­ins við frum­varp um kyn­rænt sjálf­ræði eða frek­ari frestun á heim­ild til inn­flutn­ings á ófrosnu kjöti, voru af flestum við­mæl­endum Kjarn­ans sögð vera póli­tísk stæri­læti, en ekki alvöru ásteyt­ing­ar­steinar hvað varð­aði þing­lok. Hlé var gert á þing­fundi á ell­efta tím­anum í gær­kvöldi til að full­trúar mis­mun­andi flokka gætu lesið yfir fyr­ir­liggj­andi sam­komu­lag.

Auglýsing
Á end­anum strand­aði þing­loka­sam­komu­lagið á Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Bæði Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur voru sam­þykk því að ljúka störfum á þeim nótum sem sam­komu­lagið sagði til um, en ekki gekk að fá það sam­þykkt hjá Sjálf­stæð­is­flokknum þegar á reyndi.

Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans segja að þungt hafi verið yfir bæði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Alþing­is, vegna þess­arar stöðu þegar hún teikn­að­ist upp seint í gær­kvöldi þegar þing­fundi var frestað klukkan 23:54.

Orku­pakk­inn áfram erf­iður

Opin­bera skýr­ingin sem gefin er á þess­ari stöðu sé að stjórn­ar­flokk­arnir og Mið­flokk­ur­inn séu enn að henda á mill sín hug­myndum og að ekki hefði náðst saman á end­anum í gær. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, bæði innan og utan stjórn­ar­flokk­anna, er raun­veru­leg ástæða þess að hluti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vildi ekki sam­þykkja þing­loka­sam­komu­lagið vegna fram­setn­ingar á mála­lokum umræðna vegna þriðja orku­pakk­ans. Málið hefur leitt af sér mikil átök innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nokkrir þunga­vigt­ar­þing­menn og ráð­herrar tekið mjög ein­arða afstöðu í því sem hefur ekki verið vin­sæl alls stað­ar. Þar ber helst að nefna Guð­laug Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra, Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála-, iðn­að­ar-, nýsköp­unar og dóms­mála, og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­mann utan­rík­is­mála­nefnd­ar. Þau hafa öll lagt umtals­vert undir í stuðn­ingi sínum við fram­gangi máls­ins á þingi og tekið erf­iða slagi. Því skipti miklu máli hvernig orða­lag um orku­pakka­málið yrði fram­sett í þing­loka­samn­ing­um.

Auglýsing
Til við­bótar bætt­ust vend­ingar vegna nýrra fyr­ir­hug­aðra laga um fisk­eldi, en Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), ein öfl­ug­ustu og áhrifa­rík­ustu hags­muna­gæslu­sam­tök lands­ins, höfðu komið óform­lega á fram­færi athuga­semdum vegna þeirra síð­ustu daga, meðal ann­ars til nefnd­ar­manna í atvinnu­vega­nefnd. Í gær sendu þau svo frá sér yfir­lýs­ingu þar sem sam­tökin lýstu því form­lega að þau vildu að frum­varp­inu yrði frestað þar sem það fæli í sér íþyngj­andi atriði fyrir fisk­eld­is­iðn­að­inn.

Nær allir við­mæl­endur Kjarn­ans, bæði innan stjórn­ar­liðs­ins og innan meiri­hluta stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, voru þó á einu máli um að stóra málið væri afgreiðsla orku­pakka­máls­ins.

Reynt að ná nið­ur­stöðu í dag

Áfram verður unnið að málum í dag. Rík­is­stjórnin hitt­ist á hefð­bundnum rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun og þar átti að leggja upp næstu skref. Auk þess hófst fundur þing­flokks­for­manna allra flokka klukkan 10:15.

Katrín Jak­obs­dóttir hefur hingað til borið hit­ann og þung­ann af því að reyna að ná sam­komu­lagi. Það sem gerð­ist í gær breytir þó þeirri stöðu, í ljósi þess að mót­staðan nú er ein­ungis í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Búið var að ná öllum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum að borð­inu.

Nú sé það í höndum Sjálf­stæð­is­flokks­ins að finna leið til að ljúka þing­störf­um, í ljósi þess að and­staða innan hans hafi ein stöðvað þá nið­ur­stöðu í gær­kvöldi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar