Fjögur koma til greina sem næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Frans Timmerman, Margarete Vestager, Ursula von der Leyen og Manfred Weber hafa öll verið nefnd sem mögulegir arftakar Jean-Claude Juncker

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB)
Auglýsing

Fjórir kandídatar koma til greina sem arf­taki Jean-Claude Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Það eru þau Frans Timmerman, Marg­ar­ete Vest­a­ger, ­Ursula von der Leyen og Man­fred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.

Juncker lætur af störfum sínum nú í októ­ber, en hann hefur gegnt emb­ætt­inu síðan árið 2014. Fundir hafa staðið yfir um helg­ina langt fram á nætur um að velja næsta for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing
Hvernig fer valið fram?

21 ríki þurfa að sam­þykkja nýjan for­seta fram­kvæmda­stjórnar ásamt því að mann­fjöldi þeirra ríkja þarf að vera full­trúi 65 pró­sent heild­ar­mann­fjölda Evr­ópu­sam­bands­ins.

Evr­ópu­þingið getur haft áhrif á val arf­taka Juncker með því að til­nefna Spitzenkandídat. Hver og einn stjórn­mála­hópur innan þings­ins stingur upp á einum ein­stak­ling til að taka að sér hlut­verk­ið. For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar verður sá Spitzenkandídat sem kemur úr flokknum með flest sæti eða sá sem nokkrir flokkar hafa fylkt sér bak við. 

Ekki er þó um form­legt ferli að ræða þar sem ekki eru regl­urnar skráðar í neinn sátt­mála. Um er því að ræða venju fremur en reglu. Hins veg­ar, verði annar ein­stak­lingur en Spitzenkandídat­inn val­inn af Leið­toga­ráði Evr­ópu gæti Evr­ópu­þingið komið í veg fyrir að hann hljóti til­nefn­ingu vegna óánægju sinn­ar.

Hverjir koma til greina?

Frans Timmerman er einn mögu­legra arf­taka. Ang­ela Merkel hefur þó varað við því að velja hann þar sem hann sé of vinstri­s­inn­aður fyrir marga harð­línu Brex­it­liða og hægri popúlista­hreyf­ingar í Pól­landi og Ítal­íu. Það gæti komið í veg fyrir að hann yrði sam­þykktur af Evr­ópu­þing­inu. Hann hefur enn fremur verið harður gagn­rýn­andi á stefnu Boris John­son. Timmerman er fyrrum utan­rík­is­ráð­herra Hollands og talar sjö tungu­mál. Hann var Spitzenkandídat Sós­í­alista og Lýð­ræð­is­sinna innan þings­ins.

Annar sem kemur til greina er Man­fred Weber er þing­maður Evr­ópu­þings­ins og leið­togi European Peop­le’s Party (EPP) sem er miðju-hægri flokkur og enn fremur stærsti flokk­ur­inn innan þings­ins með 182 sæti af 751.

Marg­ar­ete Vest­a­ger kæmi einnig til greina en hún er sam­keppn­is­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. Vest­a­ger hefur stuðn­ing lýð­ræð­is­sinna og 

Græn­unga, en atkvæði þeirra eru nauð­syn­leg til að ná meiri­hluta­at­kvæðum innan þings­ins. Vest­a­ger hefur mikla reynslu í stjórn­un­ar­stöðum þar sem hún hefur áður verið í stöðu mennta­mála­ráð­herra, inn­an­rík­is­ráð­herra og efna­hags­ráð­herra Dan­merk­ur.

­Þriðji mögu­legi arf­tak­inn er Man­fred Weber. Hann er tal­inn óreyndur þar sem hann hefur tak­mark­aða reynslu af stjórn­un­ar­störf­um, auk þess sem hann sé þýskur sem margir telja að gæti gefið Þýska­landi of mikið vald innan Evr­ópu­sam­bands­ins, að því er segir í frétt RÚV.

Fjórði mögu­leik­inn er ­Ursula von der Leyen. Hún er varn­ar­mála­ráð­herra þýska­lands og nýtur stuðn­ings bæði Macron og Merkel. Hún hefur einnig unnið að félags­málum í þýska­landi undir stjórn Merkel. Sama gæti þó verið uppi á ten­ingnum og með Weber, mögu­lega þykir hún of tengd Merkel.

Finna þarf arf­taka á fleiri víg­völlum

Bæði Ang­ela Merkel og Emmanuel Macron studdu áður Timmerman á meðan Visegrád 4 ríkin svoköll­uðu, það eru Pól­land,Ung­verja­land, Tékk­land og Slóvakía, hafa fylkt sér gegn hon­um. Timmerman er mikil gagn­rýn­andi á þróun dóms­kerf­is­ins í lönd­unum fjór­um.

Einnig þarf að finna þurfi arf­taka fyrir Don­ald Tusk, for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu, Mario Drag­hi, for­seta evr­ópska seðla­bank­ans, og Freder­ica Mog­her­ini, æðsta full­trúa sam­bands­ins í utan­rík­is- og örygg­is­mál­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent