Fjögur koma til greina sem næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Frans Timmerman, Margarete Vestager, Ursula von der Leyen og Manfred Weber hafa öll verið nefnd sem mögulegir arftakar Jean-Claude Juncker

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB)
Auglýsing

Fjórir kandídatar koma til greina sem arf­taki Jean-Claude Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Það eru þau Frans Timmerman, Marg­ar­ete Vest­a­ger, ­Ursula von der Leyen og Man­fred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.

Juncker lætur af störfum sínum nú í októ­ber, en hann hefur gegnt emb­ætt­inu síðan árið 2014. Fundir hafa staðið yfir um helg­ina langt fram á nætur um að velja næsta for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing
Hvernig fer valið fram?

21 ríki þurfa að sam­þykkja nýjan for­seta fram­kvæmda­stjórnar ásamt því að mann­fjöldi þeirra ríkja þarf að vera full­trúi 65 pró­sent heild­ar­mann­fjölda Evr­ópu­sam­bands­ins.

Evr­ópu­þingið getur haft áhrif á val arf­taka Juncker með því að til­nefna Spitzenkandídat. Hver og einn stjórn­mála­hópur innan þings­ins stingur upp á einum ein­stak­ling til að taka að sér hlut­verk­ið. For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar verður sá Spitzenkandídat sem kemur úr flokknum með flest sæti eða sá sem nokkrir flokkar hafa fylkt sér bak við. 

Ekki er þó um form­legt ferli að ræða þar sem ekki eru regl­urnar skráðar í neinn sátt­mála. Um er því að ræða venju fremur en reglu. Hins veg­ar, verði annar ein­stak­lingur en Spitzenkandídat­inn val­inn af Leið­toga­ráði Evr­ópu gæti Evr­ópu­þingið komið í veg fyrir að hann hljóti til­nefn­ingu vegna óánægju sinn­ar.

Hverjir koma til greina?

Frans Timmerman er einn mögu­legra arf­taka. Ang­ela Merkel hefur þó varað við því að velja hann þar sem hann sé of vinstri­s­inn­aður fyrir marga harð­línu Brex­it­liða og hægri popúlista­hreyf­ingar í Pól­landi og Ítal­íu. Það gæti komið í veg fyrir að hann yrði sam­þykktur af Evr­ópu­þing­inu. Hann hefur enn fremur verið harður gagn­rýn­andi á stefnu Boris John­son. Timmerman er fyrrum utan­rík­is­ráð­herra Hollands og talar sjö tungu­mál. Hann var Spitzenkandídat Sós­í­alista og Lýð­ræð­is­sinna innan þings­ins.

Annar sem kemur til greina er Man­fred Weber er þing­maður Evr­ópu­þings­ins og leið­togi European Peop­le’s Party (EPP) sem er miðju-hægri flokkur og enn fremur stærsti flokk­ur­inn innan þings­ins með 182 sæti af 751.

Marg­ar­ete Vest­a­ger kæmi einnig til greina en hún er sam­keppn­is­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. Vest­a­ger hefur stuðn­ing lýð­ræð­is­sinna og 

Græn­unga, en atkvæði þeirra eru nauð­syn­leg til að ná meiri­hluta­at­kvæðum innan þings­ins. Vest­a­ger hefur mikla reynslu í stjórn­un­ar­stöðum þar sem hún hefur áður verið í stöðu mennta­mála­ráð­herra, inn­an­rík­is­ráð­herra og efna­hags­ráð­herra Dan­merk­ur.

­Þriðji mögu­legi arf­tak­inn er Man­fred Weber. Hann er tal­inn óreyndur þar sem hann hefur tak­mark­aða reynslu af stjórn­un­ar­störf­um, auk þess sem hann sé þýskur sem margir telja að gæti gefið Þýska­landi of mikið vald innan Evr­ópu­sam­bands­ins, að því er segir í frétt RÚV.

Fjórði mögu­leik­inn er ­Ursula von der Leyen. Hún er varn­ar­mála­ráð­herra þýska­lands og nýtur stuðn­ings bæði Macron og Merkel. Hún hefur einnig unnið að félags­málum í þýska­landi undir stjórn Merkel. Sama gæti þó verið uppi á ten­ingnum og með Weber, mögu­lega þykir hún of tengd Merkel.

Finna þarf arf­taka á fleiri víg­völlum

Bæði Ang­ela Merkel og Emmanuel Macron studdu áður Timmerman á meðan Visegrád 4 ríkin svoköll­uðu, það eru Pól­land,Ung­verja­land, Tékk­land og Slóvakía, hafa fylkt sér gegn hon­um. Timmerman er mikil gagn­rýn­andi á þróun dóms­kerf­is­ins í lönd­unum fjór­um.

Einnig þarf að finna þurfi arf­taka fyrir Don­ald Tusk, for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu, Mario Drag­hi, for­seta evr­ópska seðla­bank­ans, og Freder­ica Mog­her­ini, æðsta full­trúa sam­bands­ins í utan­rík­is- og örygg­is­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent