Fjögur koma til greina sem næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Frans Timmerman, Margarete Vestager, Ursula von der Leyen og Manfred Weber hafa öll verið nefnd sem mögulegir arftakar Jean-Claude Juncker

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB)
Auglýsing

Fjórir kandídatar koma til greina sem arf­taki Jean-Claude Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Það eru þau Frans Timmerman, Marg­ar­ete Vest­a­ger, ­Ursula von der Leyen og Man­fred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.

Juncker lætur af störfum sínum nú í októ­ber, en hann hefur gegnt emb­ætt­inu síðan árið 2014. Fundir hafa staðið yfir um helg­ina langt fram á nætur um að velja næsta for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing
Hvernig fer valið fram?

21 ríki þurfa að sam­þykkja nýjan for­seta fram­kvæmda­stjórnar ásamt því að mann­fjöldi þeirra ríkja þarf að vera full­trúi 65 pró­sent heild­ar­mann­fjölda Evr­ópu­sam­bands­ins.

Evr­ópu­þingið getur haft áhrif á val arf­taka Juncker með því að til­nefna Spitzenkandídat. Hver og einn stjórn­mála­hópur innan þings­ins stingur upp á einum ein­stak­ling til að taka að sér hlut­verk­ið. For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar verður sá Spitzenkandídat sem kemur úr flokknum með flest sæti eða sá sem nokkrir flokkar hafa fylkt sér bak við. 

Ekki er þó um form­legt ferli að ræða þar sem ekki eru regl­urnar skráðar í neinn sátt­mála. Um er því að ræða venju fremur en reglu. Hins veg­ar, verði annar ein­stak­lingur en Spitzenkandídat­inn val­inn af Leið­toga­ráði Evr­ópu gæti Evr­ópu­þingið komið í veg fyrir að hann hljóti til­nefn­ingu vegna óánægju sinn­ar.

Hverjir koma til greina?

Frans Timmerman er einn mögu­legra arf­taka. Ang­ela Merkel hefur þó varað við því að velja hann þar sem hann sé of vinstri­s­inn­aður fyrir marga harð­línu Brex­it­liða og hægri popúlista­hreyf­ingar í Pól­landi og Ítal­íu. Það gæti komið í veg fyrir að hann yrði sam­þykktur af Evr­ópu­þing­inu. Hann hefur enn fremur verið harður gagn­rýn­andi á stefnu Boris John­son. Timmerman er fyrrum utan­rík­is­ráð­herra Hollands og talar sjö tungu­mál. Hann var Spitzenkandídat Sós­í­alista og Lýð­ræð­is­sinna innan þings­ins.

Annar sem kemur til greina er Man­fred Weber er þing­maður Evr­ópu­þings­ins og leið­togi European Peop­le’s Party (EPP) sem er miðju-hægri flokkur og enn fremur stærsti flokk­ur­inn innan þings­ins með 182 sæti af 751.

Marg­ar­ete Vest­a­ger kæmi einnig til greina en hún er sam­keppn­is­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. Vest­a­ger hefur stuðn­ing lýð­ræð­is­sinna og 

Græn­unga, en atkvæði þeirra eru nauð­syn­leg til að ná meiri­hluta­at­kvæðum innan þings­ins. Vest­a­ger hefur mikla reynslu í stjórn­un­ar­stöðum þar sem hún hefur áður verið í stöðu mennta­mála­ráð­herra, inn­an­rík­is­ráð­herra og efna­hags­ráð­herra Dan­merk­ur.

­Þriðji mögu­legi arf­tak­inn er Man­fred Weber. Hann er tal­inn óreyndur þar sem hann hefur tak­mark­aða reynslu af stjórn­un­ar­störf­um, auk þess sem hann sé þýskur sem margir telja að gæti gefið Þýska­landi of mikið vald innan Evr­ópu­sam­bands­ins, að því er segir í frétt RÚV.

Fjórði mögu­leik­inn er ­Ursula von der Leyen. Hún er varn­ar­mála­ráð­herra þýska­lands og nýtur stuðn­ings bæði Macron og Merkel. Hún hefur einnig unnið að félags­málum í þýska­landi undir stjórn Merkel. Sama gæti þó verið uppi á ten­ingnum og með Weber, mögu­lega þykir hún of tengd Merkel.

Finna þarf arf­taka á fleiri víg­völlum

Bæði Ang­ela Merkel og Emmanuel Macron studdu áður Timmerman á meðan Visegrád 4 ríkin svoköll­uðu, það eru Pól­land,Ung­verja­land, Tékk­land og Slóvakía, hafa fylkt sér gegn hon­um. Timmerman er mikil gagn­rýn­andi á þróun dóms­kerf­is­ins í lönd­unum fjór­um.

Einnig þarf að finna þurfi arf­taka fyrir Don­ald Tusk, for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu, Mario Drag­hi, for­seta evr­ópska seðla­bank­ans, og Freder­ica Mog­her­ini, æðsta full­trúa sam­bands­ins í utan­rík­is- og örygg­is­mál­um.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent