Fjögur koma til greina sem næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Frans Timmerman, Margarete Vestager, Ursula von der Leyen og Manfred Weber hafa öll verið nefnd sem mögulegir arftakar Jean-Claude Juncker

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB)
Auglýsing

Fjórir kandídatar koma til greina sem arf­taki Jean-Claude Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Það eru þau Frans Timmerman, Marg­ar­ete Vest­a­ger, ­Ursula von der Leyen og Man­fred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.

Juncker lætur af störfum sínum nú í októ­ber, en hann hefur gegnt emb­ætt­inu síðan árið 2014. Fundir hafa staðið yfir um helg­ina langt fram á nætur um að velja næsta for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing
Hvernig fer valið fram?

21 ríki þurfa að sam­þykkja nýjan for­seta fram­kvæmda­stjórnar ásamt því að mann­fjöldi þeirra ríkja þarf að vera full­trúi 65 pró­sent heild­ar­mann­fjölda Evr­ópu­sam­bands­ins.

Evr­ópu­þingið getur haft áhrif á val arf­taka Juncker með því að til­nefna Spitzenkandídat. Hver og einn stjórn­mála­hópur innan þings­ins stingur upp á einum ein­stak­ling til að taka að sér hlut­verk­ið. For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­innar verður sá Spitzenkandídat sem kemur úr flokknum með flest sæti eða sá sem nokkrir flokkar hafa fylkt sér bak við. 

Ekki er þó um form­legt ferli að ræða þar sem ekki eru regl­urnar skráðar í neinn sátt­mála. Um er því að ræða venju fremur en reglu. Hins veg­ar, verði annar ein­stak­lingur en Spitzenkandídat­inn val­inn af Leið­toga­ráði Evr­ópu gæti Evr­ópu­þingið komið í veg fyrir að hann hljóti til­nefn­ingu vegna óánægju sinn­ar.

Hverjir koma til greina?

Frans Timmerman er einn mögu­legra arf­taka. Ang­ela Merkel hefur þó varað við því að velja hann þar sem hann sé of vinstri­s­inn­aður fyrir marga harð­línu Brex­it­liða og hægri popúlista­hreyf­ingar í Pól­landi og Ítal­íu. Það gæti komið í veg fyrir að hann yrði sam­þykktur af Evr­ópu­þing­inu. Hann hefur enn fremur verið harður gagn­rýn­andi á stefnu Boris John­son. Timmerman er fyrrum utan­rík­is­ráð­herra Hollands og talar sjö tungu­mál. Hann var Spitzenkandídat Sós­í­alista og Lýð­ræð­is­sinna innan þings­ins.

Annar sem kemur til greina er Man­fred Weber er þing­maður Evr­ópu­þings­ins og leið­togi European Peop­le’s Party (EPP) sem er miðju-hægri flokkur og enn fremur stærsti flokk­ur­inn innan þings­ins með 182 sæti af 751.

Marg­ar­ete Vest­a­ger kæmi einnig til greina en hún er sam­keppn­is­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins. Vest­a­ger hefur stuðn­ing lýð­ræð­is­sinna og 

Græn­unga, en atkvæði þeirra eru nauð­syn­leg til að ná meiri­hluta­at­kvæðum innan þings­ins. Vest­a­ger hefur mikla reynslu í stjórn­un­ar­stöðum þar sem hún hefur áður verið í stöðu mennta­mála­ráð­herra, inn­an­rík­is­ráð­herra og efna­hags­ráð­herra Dan­merk­ur.

­Þriðji mögu­legi arf­tak­inn er Man­fred Weber. Hann er tal­inn óreyndur þar sem hann hefur tak­mark­aða reynslu af stjórn­un­ar­störf­um, auk þess sem hann sé þýskur sem margir telja að gæti gefið Þýska­landi of mikið vald innan Evr­ópu­sam­bands­ins, að því er segir í frétt RÚV.

Fjórði mögu­leik­inn er ­Ursula von der Leyen. Hún er varn­ar­mála­ráð­herra þýska­lands og nýtur stuðn­ings bæði Macron og Merkel. Hún hefur einnig unnið að félags­málum í þýska­landi undir stjórn Merkel. Sama gæti þó verið uppi á ten­ingnum og með Weber, mögu­lega þykir hún of tengd Merkel.

Finna þarf arf­taka á fleiri víg­völlum

Bæði Ang­ela Merkel og Emmanuel Macron studdu áður Timmerman á meðan Visegrád 4 ríkin svoköll­uðu, það eru Pól­land,Ung­verja­land, Tékk­land og Slóvakía, hafa fylkt sér gegn hon­um. Timmerman er mikil gagn­rýn­andi á þróun dóms­kerf­is­ins í lönd­unum fjór­um.

Einnig þarf að finna þurfi arf­taka fyrir Don­ald Tusk, for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu, Mario Drag­hi, for­seta evr­ópska seðla­bank­ans, og Freder­ica Mog­her­ini, æðsta full­trúa sam­bands­ins í utan­rík­is- og örygg­is­mál­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent