Merkel og Macron vilja Christine Lagarde sem seðlabankastjóra Evrópu

Síðustu daga hafa langar viðræður átt sér stað um arftaka mikilvægra embætta innan Evrópusambandsins.

lagarde
Auglýsing

Ang­ela Merkel og Emmanuel Macron vilja Christine Lag­arde sem seðla­banka­stjóra Evr­ópu. Lag­arde er núver­andi yfir­maður Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Þetta kemur fram í fréttaum­fjöllun Le Monde.

Erfitt hefur verið að ákveða hverjir muni taka við mik­il­vægum stöðum innan Evr­ópu­sam­bands­ins, til að mynda arf­taka Jean-Claude Juncker. Sam­kvæmt Le Monde hafa Merkel og Macron þó náð sam­komu­lagi um hvaða ein­stak­ling þau vilji standa með sem næsta seðla­banka­stjóra, það er að segja Lag­ar­de. Hins vegar er ekki enn víst að Lag­arde taki við stöð­unni þar sem umræða um málið á eftir að fara innan Evr­ópu­þings­ins.

Auglýsing
Verði Lag­arde skipuð mun hún taka við af Mario Drag­hi. Einnig þarf að finna arf­taka fyrir Don­ald Tusk, for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu og Freder­ica Mog­her­ini, æðsta full­trúa sam­bands­ins í utan­rík­is- og örygg­is­mál­u­m. 

Auk þess stendur yfir val á næsta for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins sem taka mun við kefli Jean-Claude Juncker núver­andi for­­seta fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Það eru þau Frans Timmerman, Marg­­ar­ete Vest­a­­ger, ­Ursula von der Leyen og Man­fred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent