Merkel og Macron vilja Christine Lagarde sem seðlabankastjóra Evrópu

Síðustu daga hafa langar viðræður átt sér stað um arftaka mikilvægra embætta innan Evrópusambandsins.

lagarde
Auglýsing

Ang­ela Merkel og Emmanuel Macron vilja Christine Lag­arde sem seðla­banka­stjóra Evr­ópu. Lag­arde er núver­andi yfir­maður Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Þetta kemur fram í fréttaum­fjöllun Le Monde.

Erfitt hefur verið að ákveða hverjir muni taka við mik­il­vægum stöðum innan Evr­ópu­sam­bands­ins, til að mynda arf­taka Jean-Claude Juncker. Sam­kvæmt Le Monde hafa Merkel og Macron þó náð sam­komu­lagi um hvaða ein­stak­ling þau vilji standa með sem næsta seðla­banka­stjóra, það er að segja Lag­ar­de. Hins vegar er ekki enn víst að Lag­arde taki við stöð­unni þar sem umræða um málið á eftir að fara innan Evr­ópu­þings­ins.

Auglýsing
Verði Lag­arde skipuð mun hún taka við af Mario Drag­hi. Einnig þarf að finna arf­taka fyrir Don­ald Tusk, for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu og Freder­ica Mog­her­ini, æðsta full­trúa sam­bands­ins í utan­rík­is- og örygg­is­mál­u­m. 

Auk þess stendur yfir val á næsta for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins sem taka mun við kefli Jean-Claude Juncker núver­andi for­­seta fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Það eru þau Frans Timmerman, Marg­­ar­ete Vest­a­­ger, ­Ursula von der Leyen og Man­fred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 33. þáttur: Harmdauði
Kjarninn 3. apríl 2020
Ólöf Ýrr Atladóttir
VIðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma
Kjarninn 3. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Um 75 þúsund Íslendingar náð í smitrakningarappið
Á miðnætti höfðu yfir fimmtíu þúsund manns hér á landi náð í smitrakningarappið, Rakning C-19. Í hádeginu höfðu 75 þúsund hlaðið appinu niður í símann sinn.
Kjarninn 3. apríl 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
Gleðifréttir: Fyrsti sjúklingurinn sem var í öndunarvél á gjörgæslu útskrifaður
Núna liggja 45 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. Ellefu eru á gjörgæslu Landspítalans og einn á Akureyri. Á Landspítalanum eru átta í öndunarvél og einn á Akureyri.
Kjarninn 3. apríl 2020
Samkomubann framlengt til 4. maí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann til 4. maí að tillögu sóttvarnalæknis. Það veldur áhyggjum hversu margir hafa veikst alvarlega af COVID-19 hér á landi.
Kjarninn 3. apríl 2020
Dagur Hjartarson
Andað á ofurlaunum
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira en 300 Íslendingar hafa náð sér af COVID-19
Staðfest ný smit í gær voru 45. Nú liggja 44 sjúklingar á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af tólf á gjörgæslu.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent