Fylgi flokka nánast óbreytt

Fylgi flokka breytist lítið á milli mánaða og eru breytingarnar í raun ekki tölfræðilega marktækar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokk­ur lands­ins með tæplega fjórðung atkvæða.

7DM_5633_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

Tæp­lega fjórð­ungur myndi kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Vinstri græn hlytu 13 pró­sent ­at­kvæða en alls 9 pró­sent myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn. Breyt­ing á fylgi flokk­anna er svo lítil á milli mán­aða, eða um 0,1 til 1,9 pró­sentu­stig, í Þjóð­ar­púlsi Gallups að breyt­ingin telst ekki mark­tæk. 

Auglýsing

Í könn­un­inn­i kemur jafn­fram­t fram að Sam­fylk­ingin mælist stærsti flokk­ur­inn í stjórn­ar­and­stöðu og næst stærsti flokkur lands­ins í könn­unni með 15 pró­sent fylgi. Mið­flokk­ur­inn hlyti 11 pró­sent atkvæða ef gengið yrði til kosn­inga í dag og Píratar hlytu sama hlut­fall. Þá fengi Við­reisn 10 pró­sent ­at­kvæði, Flokkur flokks­ins rúm­lega 4 pró­sent og Sós­í­alista­flokk­ur­inn 3 pró­sent. Tæp­lega 12 pró­sent myndu skila auðu eða ekki kjósa og ríf­lega 9 pró­sent taka ekki afstöðu eða neita gefa hana upp.

Þá eykst stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina lít­il­lega á milli mán­aða í Þjóð­ar­púls­inum en 51 pró­sent segj­ast styðja hana.

Mynd:Gallup

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent