Angela Merkel og Emmanuel Macron vilja Christine Lagarde sem seðlabankastjóra Evrópu. Lagarde er núverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í fréttaumfjöllun Le Monde.
Erfitt hefur verið að ákveða hverjir muni taka við mikilvægum stöðum innan Evrópusambandsins, til að mynda arftaka Jean-Claude Juncker. Samkvæmt Le Monde hafa Merkel og Macron þó náð samkomulagi um hvaða einstakling þau vilji standa með sem næsta seðlabankastjóra, það er að segja Lagarde. Hins vegar er ekki enn víst að Lagarde taki við stöðunni þar sem umræða um málið á eftir að fara innan Evrópuþingsins.
Auk þess stendur yfir val á næsta forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem taka mun við kefli Jean-Claude Juncker núverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það eru þau Frans Timmerman, Margarete Vestager, Ursula von der Leyen og Manfred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.