Segir Sjálfstæðisflokkinn klofinn og formanninn í vandræðum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki geta borið ábyrgð á framkvæmd EES-samningsins lengur vegna einna „grimmustu“ innanflokksátaka sem sögur fara af.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn ekki hafa nægj­an­legan stuðn­ing í bak­land­inu, ekki núna og ekki á næstu árum, til þess að geta borið á fram­kvæmd EES-­samn­ings í rík­is­stjórn. Hún segir að rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins ýti und­ir­ sundr­ung í flokknum þegar kemur að þriðja orku­pakk­anum og flokk­ur­inn sé nú klof­inn. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þor­gerðar Katrínar í Frétta­blað­inu í dag. 

Spotta og hæða for­mann­inn

Í grein­inni sem ber yfir­skrift­ina „Ræður Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki við EES?“ skrifar Þor­gerður Katrín að við ­Sjálf­stæð­is­flokkn­um blasi ein grimm­ustu inn­an­flokksá­tök sem sögur fari af í ára­tugi. Hún segir rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, Davíð Odds­son og Har­ald Johann­essen, hafa farið fyrir þeirri fylk­ingu sem and­víg er inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans og þeir stað­hæfi að þing­menn sem styðja málið eigi lít­inn sem engan stuðn­ing í röðum almennra flokks­manna og for­ystu­fólks í flokks­fé­lög­um. 

Þá segir Þor­gerður Katrín að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé í vand­ræðum þar sem aft­ur­halds­öflin í Sjálf­stæð­is­flokkn­um ­séu harð­ur­ and­stæð­ing­ur. Auk þess segir hún rit­stjór­ana spotta og hæða Bjarna með því að benda í sífellu að hann hafi ver­ið á móti mál­inu í byrjun en sé því fylgj­andi nún­a. 

Auglýsing

Segir þessi átök marka þátta­skil í stjórn­mála­sög­unni 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Jafn­framt segir Þor­gerður Katrín að rit­stjór­arnir hafi sér­stak­lega beitt sér gegn Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur ráð­herra og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

„At­hygl­is­vert er að rit­stjór­arnir hafa kapp­kostað að lít­il­lækka rit­ara og vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hafa verið öfl­ugir tals­menn inn­leið­ingar og alþjóða­sam­starfs,“ skrifar hún. „Þær eru sagðar svo óskýrar í hugs­un, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trún­að­ar­störf af þessu tag­i.“ 

Að mat­i Þor­gerðar Katrín hafa hins vegar for­ystu­kon­ur ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­sýnt að mál­efna­lega standi þær feti framar en margir þeir karlar sem lengst hafa gegnt æðstu for­ystu­hlut­verkum í flokkn­um.

Hún segir aftur á móti að þessu „mál­efna­lega og þrótt­mikla fólki“ hafi ekki tek­ist að hrekja ­full­yrð­ing­ar ­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins að þorri ­flokks­manna og for­ystu­manna flokks­fé­laga stand­i eins og klettur gegn þing­mönn­un­um. „Að þing­menn ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi ekki bak­landið með sér í orku­pakka­mál­inu. En það er einmitt sá veru­leiki sem veldur því að þessi átök marka þátta­skil í stjórn­mála­sög­unn­i,“ segir Þor­gerður Katrín.

Munu ekki hafa nægan ­stuðn­ing til að geta borið ábyrgð á fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins

Jafn­framt segir Þor­gerður Katrín í grein­inni að þó það sé ljóst að þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni sam­þykkja inn­leið­ingu orku­pakk­ans í ágúst þá muni í kjöl­farið ný til­efni verða fundin til þess að við­halda átök­unum um EES-­samn­ing­inn með til­heyr­and­i ­þrýst­ingi. Að hennar mati er það ólík­legt að þing­menn ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni standa þann þrýst­ing. 

„Á síð­ustu öld var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn óum­deil­an­lega kjöl­festan þegar kom að utan­rík­is­póli­tík lands­ins. Þetta eru því ein­hver mestu mál­efna­legu ham­skipti sem orðið hafa í ein­um ­stjórn­mála­flokki. Kjarni máls­ins er sá að þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægj­an­legan stuðn­ing í bak­land­inu til þess að geta borið ábyrgð í rík­is­stjórn á fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins. Það sjá all­ir, “ segir Þor­gerður Katrín.

Að lokum segir hún að nú, líkt og fyrir þremur árum síðan þegar Við­reisn var stofnuð og allar götur síð­an, standi þeir frjáls­lyndu í flokknum frammi fyrir því „að þurfa að kyngja póli­tísku erindi sínu til þess að friða bak­landið í þver­klofnum flokki – eða leita ein­fald­lega á önnur mið.“

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent