Sólveig Anna segir starfsmannaleigur uppsprettu ofur-arðráns

Formaður Eflingar gagnrýnir starfsmannaleigur harðlega og segir Eldum rétt ekki geta firrt sig ábyrgð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir í stöðu­færslu á Face­book starfs­manna­leigur vera „eitt af ömur­legum börnum hins ægi­lega „frels­is“ og óheftrar gróða­dýrk­unar sem fengið hafa að unga út afkvæmum um alla ver­öld, gróða­sjúkum til skemmt­unnar og ynd­is­auka og öllum öðrum til erf­ið­leika og ama.“

Málið sem vísað er til er stefna á hendur fyr­ir­tæk­is­ins Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Þeim er stefnt til greiðslu bóta vegna nauð­ung­ar­vinnu, að því er kemur fram í til­kynn­ingu á vegum Efl­ing­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni keypti Eldum rétt vinnu­afl hjá starfs­manna­leig­unni Menn í vinnu í jan­úar og hafi þar með borið ábyrgð á að kjör verka­mann­anna og aðstæður væru sóma­sam­leg­ar. Lög­sókn gegn fyr­ir­tæk­inu og fram­kvæmda­stjóra þess hefur nú verið þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu Efl­ingar segir að eftir gylli­boð um atvinnu á Íslandi hafi menn­irnir frá Rúm­eníu komið á vegum Menn í vinnu ehf sem leigði vinnu þeirra út og voru þeir upp á fyr­ir­tækið komnir með aðgang að húsa­skjóli. Menn í vinnu er sakað um að hafa dregið ein­hliða af launum þeirra fyrir hús­næði, flug­miða, aðgang að bíl og lík­ams­rækt sem hafi gert „skugga­stjórn­anda fyr­ir­tæk­is­ins, Höllu Rut Bjarna­dótt­ur, ofsa­legt vald yfir til­veru verka­mann­anna, vald sem virð­ist hafa verið óspart notað sem ögun­ar­tæki gagn­vart þeim.“

Menn­irnir leit­uðu til ASÍ og lýst er því hvernig þeim hefði verið hótað upp­sögn og brott­rekstri úr hús­næð­inu sem þeir dvöldu í og lík­ams­meið­ingum ef þeir töl­uðu við fjöl­miðla eða stétt­ar­fé­lög. Hús­næðið var enn fremur iðn­að­ar­hús­næði og ekki útbúið sem manna­bú­stað­ur. Síð­asta útborg­unin hafi í sumum til­vikum verið nærri núlli vegna frá­drátt­ar, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unn­i. 

Vinnu­afl á afslátt­ar­verði

Í stöðu­færslu sinnir segir Sól­veig að alþjóða­væð­ing á for­sendum kap­ít­al­isma gera það að verkum að hægt sé að sækja vinnu­afl á „af­slátt­ar­verði“ og enn meiri afslætti ef hægt sé að koma klónum í fólk sem tali ekki tungu­mál lands­ins og ekki þekk­ingu á lögum og reglum sem gildi um kjör og aðbúnað vinnu­aflsins.

Í stöðu­færslu sinni spyr Sól­veig hver sé ábyrgð Eldum rétt. Hún segir aug­ljósa áhættu að flytja inn vinnu­afl í gegnum starfs­manna­leigu þar sem slík fyr­ir­tæki geti verið „skálka­skjól und­ir­borg­ana, mis­neyt­ingar og jafn­vel mansals. Af þeim sökum var leidd í lög „keðju­á­byrgð“, svo fyr­ir­tæki gætu ekki firrt sig ábyrgð á aðbún­aði starfs­fólks síns með því að hafa það form­lega í vinnu hjá öðr­um.“ Þar af leið­andi telur Sól­veig Eldum rétt bera ábyrgð á að starfs­menn­irnir hefðu það ekki verr en annað starfs­fólk.

Hún seg­ist dóms­málið til að mynda snú­ast um van­virð­andi með­ferð og þving­un­ar- eða nauð­ung­ar­vinnu sem verka­menn­irnir sættu. Sól­veig gagn­rýnir starfs­manna­leigur harð­lega og segir þær „fela í sér frá­vik frá þeirri meg­in­reglu að starfs­maður sé í beinu ráðn­ing­ar­sam­bandi við atvinnu­rek­anda, og setja á milli þeirra þriðja aðila sem tekur skerf af laun­unum í sinn vasa“ sem hafi opnað á leið að grafa undan kaupi og kjörum á íslenskum vinnu­mark­aði. Þá sé fólk gagn­gert sótt frá fátækum svæðum sem alþjóða­væð­ingin hafi leikið grátt og þar sem ensku­kunn­átta væri mjög tak­mörk­uð. Engar kröfur væru gerðar á fyr­ir­tæki að kynna starfs­fólki rétt­indi sín.

Starfs­manna­leigur eru eitt af ömur­legum börnum hins ægi­lega "frelsis" og óheftrar gróða­dýrk­unar sem fengið hafa að unga...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, July 3, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent