Sólveig Anna segir starfsmannaleigur uppsprettu ofur-arðráns

Formaður Eflingar gagnrýnir starfsmannaleigur harðlega og segir Eldum rétt ekki geta firrt sig ábyrgð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir í stöðu­færslu á Face­book starfs­manna­leigur vera „eitt af ömur­legum börnum hins ægi­lega „frels­is“ og óheftrar gróða­dýrk­unar sem fengið hafa að unga út afkvæmum um alla ver­öld, gróða­sjúkum til skemmt­unnar og ynd­is­auka og öllum öðrum til erf­ið­leika og ama.“

Málið sem vísað er til er stefna á hendur fyr­ir­tæk­is­ins Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Þeim er stefnt til greiðslu bóta vegna nauð­ung­ar­vinnu, að því er kemur fram í til­kynn­ingu á vegum Efl­ing­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni keypti Eldum rétt vinnu­afl hjá starfs­manna­leig­unni Menn í vinnu í jan­úar og hafi þar með borið ábyrgð á að kjör verka­mann­anna og aðstæður væru sóma­sam­leg­ar. Lög­sókn gegn fyr­ir­tæk­inu og fram­kvæmda­stjóra þess hefur nú verið þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu Efl­ingar segir að eftir gylli­boð um atvinnu á Íslandi hafi menn­irnir frá Rúm­eníu komið á vegum Menn í vinnu ehf sem leigði vinnu þeirra út og voru þeir upp á fyr­ir­tækið komnir með aðgang að húsa­skjóli. Menn í vinnu er sakað um að hafa dregið ein­hliða af launum þeirra fyrir hús­næði, flug­miða, aðgang að bíl og lík­ams­rækt sem hafi gert „skugga­stjórn­anda fyr­ir­tæk­is­ins, Höllu Rut Bjarna­dótt­ur, ofsa­legt vald yfir til­veru verka­mann­anna, vald sem virð­ist hafa verið óspart notað sem ögun­ar­tæki gagn­vart þeim.“

Menn­irnir leit­uðu til ASÍ og lýst er því hvernig þeim hefði verið hótað upp­sögn og brott­rekstri úr hús­næð­inu sem þeir dvöldu í og lík­ams­meið­ingum ef þeir töl­uðu við fjöl­miðla eða stétt­ar­fé­lög. Hús­næðið var enn fremur iðn­að­ar­hús­næði og ekki útbúið sem manna­bú­stað­ur. Síð­asta útborg­unin hafi í sumum til­vikum verið nærri núlli vegna frá­drátt­ar, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unn­i. 

Vinnu­afl á afslátt­ar­verði

Í stöðu­færslu sinnir segir Sól­veig að alþjóða­væð­ing á for­sendum kap­ít­al­isma gera það að verkum að hægt sé að sækja vinnu­afl á „af­slátt­ar­verði“ og enn meiri afslætti ef hægt sé að koma klónum í fólk sem tali ekki tungu­mál lands­ins og ekki þekk­ingu á lögum og reglum sem gildi um kjör og aðbúnað vinnu­aflsins.

Í stöðu­færslu sinni spyr Sól­veig hver sé ábyrgð Eldum rétt. Hún segir aug­ljósa áhættu að flytja inn vinnu­afl í gegnum starfs­manna­leigu þar sem slík fyr­ir­tæki geti verið „skálka­skjól und­ir­borg­ana, mis­neyt­ingar og jafn­vel mansals. Af þeim sökum var leidd í lög „keðju­á­byrgð“, svo fyr­ir­tæki gætu ekki firrt sig ábyrgð á aðbún­aði starfs­fólks síns með því að hafa það form­lega í vinnu hjá öðr­um.“ Þar af leið­andi telur Sól­veig Eldum rétt bera ábyrgð á að starfs­menn­irnir hefðu það ekki verr en annað starfs­fólk.

Hún seg­ist dóms­málið til að mynda snú­ast um van­virð­andi með­ferð og þving­un­ar- eða nauð­ung­ar­vinnu sem verka­menn­irnir sættu. Sól­veig gagn­rýnir starfs­manna­leigur harð­lega og segir þær „fela í sér frá­vik frá þeirri meg­in­reglu að starfs­maður sé í beinu ráðn­ing­ar­sam­bandi við atvinnu­rek­anda, og setja á milli þeirra þriðja aðila sem tekur skerf af laun­unum í sinn vasa“ sem hafi opnað á leið að grafa undan kaupi og kjörum á íslenskum vinnu­mark­aði. Þá sé fólk gagn­gert sótt frá fátækum svæðum sem alþjóða­væð­ingin hafi leikið grátt og þar sem ensku­kunn­átta væri mjög tak­mörk­uð. Engar kröfur væru gerðar á fyr­ir­tæki að kynna starfs­fólki rétt­indi sín.

Starfs­manna­leigur eru eitt af ömur­legum börnum hins ægi­lega "frelsis" og óheftrar gróða­dýrk­unar sem fengið hafa að unga...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, July 3, 2019


Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent