Sólveig Anna segir starfsmannaleigur uppsprettu ofur-arðráns

Formaður Eflingar gagnrýnir starfsmannaleigur harðlega og segir Eldum rétt ekki geta firrt sig ábyrgð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir í stöðu­færslu á Face­book starfs­manna­leigur vera „eitt af ömur­legum börnum hins ægi­lega „frels­is“ og óheftrar gróða­dýrk­unar sem fengið hafa að unga út afkvæmum um alla ver­öld, gróða­sjúkum til skemmt­unnar og ynd­is­auka og öllum öðrum til erf­ið­leika og ama.“

Málið sem vísað er til er stefna á hendur fyr­ir­tæk­is­ins Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Þeim er stefnt til greiðslu bóta vegna nauð­ung­ar­vinnu, að því er kemur fram í til­kynn­ingu á vegum Efl­ing­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni keypti Eldum rétt vinnu­afl hjá starfs­manna­leig­unni Menn í vinnu í jan­úar og hafi þar með borið ábyrgð á að kjör verka­mann­anna og aðstæður væru sóma­sam­leg­ar. Lög­sókn gegn fyr­ir­tæk­inu og fram­kvæmda­stjóra þess hefur nú verið þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu Efl­ingar segir að eftir gylli­boð um atvinnu á Íslandi hafi menn­irnir frá Rúm­eníu komið á vegum Menn í vinnu ehf sem leigði vinnu þeirra út og voru þeir upp á fyr­ir­tækið komnir með aðgang að húsa­skjóli. Menn í vinnu er sakað um að hafa dregið ein­hliða af launum þeirra fyrir hús­næði, flug­miða, aðgang að bíl og lík­ams­rækt sem hafi gert „skugga­stjórn­anda fyr­ir­tæk­is­ins, Höllu Rut Bjarna­dótt­ur, ofsa­legt vald yfir til­veru verka­mann­anna, vald sem virð­ist hafa verið óspart notað sem ögun­ar­tæki gagn­vart þeim.“

Menn­irnir leit­uðu til ASÍ og lýst er því hvernig þeim hefði verið hótað upp­sögn og brott­rekstri úr hús­næð­inu sem þeir dvöldu í og lík­ams­meið­ingum ef þeir töl­uðu við fjöl­miðla eða stétt­ar­fé­lög. Hús­næðið var enn fremur iðn­að­ar­hús­næði og ekki útbúið sem manna­bú­stað­ur. Síð­asta útborg­unin hafi í sumum til­vikum verið nærri núlli vegna frá­drátt­ar, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unn­i. 

Vinnu­afl á afslátt­ar­verði

Í stöðu­færslu sinnir segir Sól­veig að alþjóða­væð­ing á for­sendum kap­ít­al­isma gera það að verkum að hægt sé að sækja vinnu­afl á „af­slátt­ar­verði“ og enn meiri afslætti ef hægt sé að koma klónum í fólk sem tali ekki tungu­mál lands­ins og ekki þekk­ingu á lögum og reglum sem gildi um kjör og aðbúnað vinnu­aflsins.

Í stöðu­færslu sinni spyr Sól­veig hver sé ábyrgð Eldum rétt. Hún segir aug­ljósa áhættu að flytja inn vinnu­afl í gegnum starfs­manna­leigu þar sem slík fyr­ir­tæki geti verið „skálka­skjól und­ir­borg­ana, mis­neyt­ingar og jafn­vel mansals. Af þeim sökum var leidd í lög „keðju­á­byrgð“, svo fyr­ir­tæki gætu ekki firrt sig ábyrgð á aðbún­aði starfs­fólks síns með því að hafa það form­lega í vinnu hjá öðr­um.“ Þar af leið­andi telur Sól­veig Eldum rétt bera ábyrgð á að starfs­menn­irnir hefðu það ekki verr en annað starfs­fólk.

Hún seg­ist dóms­málið til að mynda snú­ast um van­virð­andi með­ferð og þving­un­ar- eða nauð­ung­ar­vinnu sem verka­menn­irnir sættu. Sól­veig gagn­rýnir starfs­manna­leigur harð­lega og segir þær „fela í sér frá­vik frá þeirri meg­in­reglu að starfs­maður sé í beinu ráðn­ing­ar­sam­bandi við atvinnu­rek­anda, og setja á milli þeirra þriðja aðila sem tekur skerf af laun­unum í sinn vasa“ sem hafi opnað á leið að grafa undan kaupi og kjörum á íslenskum vinnu­mark­aði. Þá sé fólk gagn­gert sótt frá fátækum svæðum sem alþjóða­væð­ingin hafi leikið grátt og þar sem ensku­kunn­átta væri mjög tak­mörk­uð. Engar kröfur væru gerðar á fyr­ir­tæki að kynna starfs­fólki rétt­indi sín.

Starfs­manna­leigur eru eitt af ömur­legum börnum hins ægi­lega "frelsis" og óheftrar gróða­dýrk­unar sem fengið hafa að unga...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, July 3, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent