3,8 milljarða stjórnvaldssekt lögð á þrotabú WOW air

Umhverfisstofnun hefur lagt um 3,8 milljarða stjórnvaldssekt á þrotabú WOW Air vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á.

wow air
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur lagt stjórn­valds­sekt á þrotabú flug­fé­lags­ins WOW Air að upp­hæð 3.798.631.250 króna vegna van­rækslu flug­rek­anda á að standa skil á los­un­ar­heim­ildum fyrir árið 2018. Um er að ræða lang­hæstu sekt sem Umhverf­is­stofnun hefur lagt á. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Umhverf­is­stofn­un. 

Í til­kynn­ing­unni segir að síð­asti dagur til þess að gera upp los­un­ar­heim­ildir var 30. apríl 2019 en á þeim tíma­punkti hafði engum los­un­ar­heim­ildum verið skilað vegna los­unar WOW Air und­an­gengið ár.  

Ísland er aðili að við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins um los­un­ar­heim­ildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá iðn­aði og flugi. Meg­in­reglan er að sá borgi sem meng­ar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri los­un­ar­heim­ild­ir. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun er fjár­hæð stjórn­valds­sekt­ar­innar lög­bundin og sam­svarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar los­un­ar­heim­ild­ar, en eitt tonn af CO2 ­jafn­gildir einni los­un­ar­heim­ild. Sam­kvæmt vott­aðri los­un­ar­skýrslu flug­rek­and­ans WOW Air var heild­ar­losun árs­ins 2018 278.125 tonn CO2. Til við­bótar við sekt­ina þarf einnig að standa skil eða kaupa nýjar los­un­ar­heim­ildir sem sam­svara losun frá rekstri flug­rek­anda á árinu 2018.

Stjórn­valds­sektin var lögð á í sam­ræmi við 43. gr. laga nr. 70/2012 um lofts­lags­mál og til­skipun Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins 2003/87/EB. Í til­kynn­ing­unni segir að þrotabú WOW Air hafi rétt á að skjóta ákvörð­un­inni til umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins innan þriggja mán­aða frá mót­töku henn­ar.

Flug­fé­lagið WOW air hætti starf­sem þann 28. mars síð­ast­lið­inn og var í kjöl­farið tekið til gjald­þrota­skipta. Sveinn Andri Sveins­son og Þor­steinn Ein­ars­son eru skip­aðir skipta­stjórar í þrota­búi flug­fé­lags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent