3,8 milljarða stjórnvaldssekt lögð á þrotabú WOW air

Umhverfisstofnun hefur lagt um 3,8 milljarða stjórnvaldssekt á þrotabú WOW Air vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á.

wow air
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur lagt stjórn­valds­sekt á þrotabú flug­fé­lags­ins WOW Air að upp­hæð 3.798.631.250 króna vegna van­rækslu flug­rek­anda á að standa skil á los­un­ar­heim­ildum fyrir árið 2018. Um er að ræða lang­hæstu sekt sem Umhverf­is­stofnun hefur lagt á. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Umhverf­is­stofn­un. 

Í til­kynn­ing­unni segir að síð­asti dagur til þess að gera upp los­un­ar­heim­ildir var 30. apríl 2019 en á þeim tíma­punkti hafði engum los­un­ar­heim­ildum verið skilað vegna los­unar WOW Air und­an­gengið ár.  

Ísland er aðili að við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins um los­un­ar­heim­ildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá iðn­aði og flugi. Meg­in­reglan er að sá borgi sem meng­ar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri los­un­ar­heim­ild­ir. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun er fjár­hæð stjórn­valds­sekt­ar­innar lög­bundin og sam­svarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar los­un­ar­heim­ild­ar, en eitt tonn af CO2 ­jafn­gildir einni los­un­ar­heim­ild. Sam­kvæmt vott­aðri los­un­ar­skýrslu flug­rek­and­ans WOW Air var heild­ar­losun árs­ins 2018 278.125 tonn CO2. Til við­bótar við sekt­ina þarf einnig að standa skil eða kaupa nýjar los­un­ar­heim­ildir sem sam­svara losun frá rekstri flug­rek­anda á árinu 2018.

Stjórn­valds­sektin var lögð á í sam­ræmi við 43. gr. laga nr. 70/2012 um lofts­lags­mál og til­skipun Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins 2003/87/EB. Í til­kynn­ing­unni segir að þrotabú WOW Air hafi rétt á að skjóta ákvörð­un­inni til umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins innan þriggja mán­aða frá mót­töku henn­ar.

Flug­fé­lagið WOW air hætti starf­sem þann 28. mars síð­ast­lið­inn og var í kjöl­farið tekið til gjald­þrota­skipta. Sveinn Andri Sveins­son og Þor­steinn Ein­ars­son eru skip­aðir skipta­stjórar í þrota­búi flug­fé­lags­ins.

Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent