3,8 milljarða stjórnvaldssekt lögð á þrotabú WOW air

Umhverfisstofnun hefur lagt um 3,8 milljarða stjórnvaldssekt á þrotabú WOW Air vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á.

wow air
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur lagt stjórn­valds­sekt á þrotabú flug­fé­lags­ins WOW Air að upp­hæð 3.798.631.250 króna vegna van­rækslu flug­rek­anda á að standa skil á los­un­ar­heim­ildum fyrir árið 2018. Um er að ræða lang­hæstu sekt sem Umhverf­is­stofnun hefur lagt á. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Umhverf­is­stofn­un. 

Í til­kynn­ing­unni segir að síð­asti dagur til þess að gera upp los­un­ar­heim­ildir var 30. apríl 2019 en á þeim tíma­punkti hafði engum los­un­ar­heim­ildum verið skilað vegna los­unar WOW Air und­an­gengið ár.  

Ísland er aðili að við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins um los­un­ar­heim­ildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá iðn­aði og flugi. Meg­in­reglan er að sá borgi sem meng­ar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri los­un­ar­heim­ild­ir. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun er fjár­hæð stjórn­valds­sekt­ar­innar lög­bundin og sam­svarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar los­un­ar­heim­ild­ar, en eitt tonn af CO2 ­jafn­gildir einni los­un­ar­heim­ild. Sam­kvæmt vott­aðri los­un­ar­skýrslu flug­rek­and­ans WOW Air var heild­ar­losun árs­ins 2018 278.125 tonn CO2. Til við­bótar við sekt­ina þarf einnig að standa skil eða kaupa nýjar los­un­ar­heim­ildir sem sam­svara losun frá rekstri flug­rek­anda á árinu 2018.

Stjórn­valds­sektin var lögð á í sam­ræmi við 43. gr. laga nr. 70/2012 um lofts­lags­mál og til­skipun Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins 2003/87/EB. Í til­kynn­ing­unni segir að þrotabú WOW Air hafi rétt á að skjóta ákvörð­un­inni til umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins innan þriggja mán­aða frá mót­töku henn­ar.

Flug­fé­lagið WOW air hætti starf­sem þann 28. mars síð­ast­lið­inn og var í kjöl­farið tekið til gjald­þrota­skipta. Sveinn Andri Sveins­son og Þor­steinn Ein­ars­son eru skip­aðir skipta­stjórar í þrota­búi flug­fé­lags­ins.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent