Valitor greiðir Datacell og SPP 1.200 milljónir

Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til WikiLeaks sumarið 2011.

Valitor.png
Auglýsing

Færslu­hirð­in­um Va­litor, sem er dótt­­ur­­fé­lag ­Arion ­banka, hefur fall­ist á að greiða Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ions, SPP, 1,2 millj­­arða króna í skaða­bætur fyrir að slíta samn­ingi um greiðslu­­gátt fyrir söfn­un­arfé til­ Wiki­leaks árið 2011 fyr­ir­vara­­laust. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins hefur verið gengið frá sam­komu­lagi þess efnis sem er í sam­ræmi við dóm Hér­aðs­dóms Reykja­víkur sem féll í apríl síð­ast­liðn­um. 

Nið­ur­staðan kom Valitor á óvart

Fjöl­mið­ill­inn Wiki­leaks tók við styrkjum fyrir starf­­semi sína í gegnum greiðslu­­gátt sem Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ion (­SPP) ráku. Greiðslu­­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Va­litor ­samn­ingnum fyr­ir­vara­­laust. Með dómi árið 2013 komst Hæst­i­­réttur að því að rift­unin hafi veri ólög­­mæt, og hefur síðan verið deilt um skað­ann og skaða­bætur vegna fyrr­­nefndrar aðgerð­­ar. 

Gátt­in var alls lokuð í 617 daga og dóm­kvaddir mats­menn mátu tjónið á 3,2 millj­arða króna en dóm­­ar­ar í mál­inu töldu að veik­­leik­ar væru á þeim for­­send­um sem ­töl­fræði­leg­ir út­­reikn­ing­ar mats­­manna byggð­ust á og því væri ekki unnt að leggja nið­ur­­­stöðu mats­­gerð­ar­­inn­ar til grund­vall­ar sem sönn­un­­ar­­gagn um um­­fang tjóns­ins. Krafa um vexti og drátt­­ar­vexti aft­ur í tím­ann kom ekki til álita en krafa Datacell og ­SPP í mál­inu hljóð­aði upp á 8,1 millj­arð.

Auglýsing
 

Valitor sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far dóms­ins í apríl og sagði félagið að nið­ur­staða Hér­aðs­dóms kæmi mjög á óvart og að fyr­ir­tækið myndi fara yfir dóms­nið­ur­stöð­una og vænt­an­lega áfrýja mál­inu til Lands­rétt­ar. Nú er hins vegar ljós að ekki verður af því þar sem félagið hefur fall­ist á að greiða Datacell og ­SPP 1,2 millj­arða króna í bæt­ur 

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að Lands­bank­inn muni þurfa að greiða hluta þeirrar fjár­hæð­ar, eða sam­tals um 456 millj­ónir króna. Ástæðan er sú að þegar Lands­bank­inn seldi eign­ar­hlut sinn í Va­litor til ­Arion ­banka í des­em­ber 2014 gekkst Lands­bank­inn í ábyrgðir fyrir 38 pró­sentum af þeim upp­hæðum sem Va­litor kynni að þurfa að greiða vegna fjög­urra mála. Þeirra á meðal var mála­rekst­ur Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ions gegn Va­litor.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent