Valitor greiðir Datacell og SPP 1.200 milljónir

Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til WikiLeaks sumarið 2011.

Valitor.png
Auglýsing

Færslu­hirð­in­um Va­litor, sem er dótt­­ur­­fé­lag ­Arion ­banka, hefur fall­ist á að greiða Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ions, SPP, 1,2 millj­­arða króna í skaða­bætur fyrir að slíta samn­ingi um greiðslu­­gátt fyrir söfn­un­arfé til­ Wiki­leaks árið 2011 fyr­ir­vara­­laust. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins hefur verið gengið frá sam­komu­lagi þess efnis sem er í sam­ræmi við dóm Hér­aðs­dóms Reykja­víkur sem féll í apríl síð­ast­liðn­um. 

Nið­ur­staðan kom Valitor á óvart

Fjöl­mið­ill­inn Wiki­leaks tók við styrkjum fyrir starf­­semi sína í gegnum greiðslu­­gátt sem Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ion (­SPP) ráku. Greiðslu­­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Va­litor ­samn­ingnum fyr­ir­vara­­laust. Með dómi árið 2013 komst Hæst­i­­réttur að því að rift­unin hafi veri ólög­­mæt, og hefur síðan verið deilt um skað­ann og skaða­bætur vegna fyrr­­nefndrar aðgerð­­ar. 

Gátt­in var alls lokuð í 617 daga og dóm­kvaddir mats­menn mátu tjónið á 3,2 millj­arða króna en dóm­­ar­ar í mál­inu töldu að veik­­leik­ar væru á þeim for­­send­um sem ­töl­fræði­leg­ir út­­reikn­ing­ar mats­­manna byggð­ust á og því væri ekki unnt að leggja nið­ur­­­stöðu mats­­gerð­ar­­inn­ar til grund­vall­ar sem sönn­un­­ar­­gagn um um­­fang tjóns­ins. Krafa um vexti og drátt­­ar­vexti aft­ur í tím­ann kom ekki til álita en krafa Datacell og ­SPP í mál­inu hljóð­aði upp á 8,1 millj­arð.

Auglýsing
 

Valitor sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far dóms­ins í apríl og sagði félagið að nið­ur­staða Hér­aðs­dóms kæmi mjög á óvart og að fyr­ir­tækið myndi fara yfir dóms­nið­ur­stöð­una og vænt­an­lega áfrýja mál­inu til Lands­rétt­ar. Nú er hins vegar ljós að ekki verður af því þar sem félagið hefur fall­ist á að greiða Datacell og ­SPP 1,2 millj­arða króna í bæt­ur 

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að Lands­bank­inn muni þurfa að greiða hluta þeirrar fjár­hæð­ar, eða sam­tals um 456 millj­ónir króna. Ástæðan er sú að þegar Lands­bank­inn seldi eign­ar­hlut sinn í Va­litor til ­Arion ­banka í des­em­ber 2014 gekkst Lands­bank­inn í ábyrgðir fyrir 38 pró­sentum af þeim upp­hæðum sem Va­litor kynni að þurfa að greiða vegna fjög­urra mála. Þeirra á meðal var mála­rekst­ur Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ions gegn Va­litor.

Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent