Valitor greiðir Datacell og SPP 1.200 milljónir

Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til WikiLeaks sumarið 2011.

Valitor.png
Auglýsing

Færslu­hirð­in­um Va­litor, sem er dótt­­ur­­fé­lag ­Arion ­banka, hefur fall­ist á að greiða Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ions, SPP, 1,2 millj­­arða króna í skaða­bætur fyrir að slíta samn­ingi um greiðslu­­gátt fyrir söfn­un­arfé til­ Wiki­leaks árið 2011 fyr­ir­vara­­laust. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins hefur verið gengið frá sam­komu­lagi þess efnis sem er í sam­ræmi við dóm Hér­aðs­dóms Reykja­víkur sem féll í apríl síð­ast­liðn­um. 

Nið­ur­staðan kom Valitor á óvart

Fjöl­mið­ill­inn Wiki­leaks tók við styrkjum fyrir starf­­semi sína í gegnum greiðslu­­gátt sem Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ion (­SPP) ráku. Greiðslu­­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Va­litor ­samn­ingnum fyr­ir­vara­­laust. Með dómi árið 2013 komst Hæst­i­­réttur að því að rift­unin hafi veri ólög­­mæt, og hefur síðan verið deilt um skað­ann og skaða­bætur vegna fyrr­­nefndrar aðgerð­­ar. 

Gátt­in var alls lokuð í 617 daga og dóm­kvaddir mats­menn mátu tjónið á 3,2 millj­arða króna en dóm­­ar­ar í mál­inu töldu að veik­­leik­ar væru á þeim for­­send­um sem ­töl­fræði­leg­ir út­­reikn­ing­ar mats­­manna byggð­ust á og því væri ekki unnt að leggja nið­ur­­­stöðu mats­­gerð­ar­­inn­ar til grund­vall­ar sem sönn­un­­ar­­gagn um um­­fang tjóns­ins. Krafa um vexti og drátt­­ar­vexti aft­ur í tím­ann kom ekki til álita en krafa Datacell og ­SPP í mál­inu hljóð­aði upp á 8,1 millj­arð.

Auglýsing
 

Valitor sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far dóms­ins í apríl og sagði félagið að nið­ur­staða Hér­aðs­dóms kæmi mjög á óvart og að fyr­ir­tækið myndi fara yfir dóms­nið­ur­stöð­una og vænt­an­lega áfrýja mál­inu til Lands­rétt­ar. Nú er hins vegar ljós að ekki verður af því þar sem félagið hefur fall­ist á að greiða Datacell og ­SPP 1,2 millj­arða króna í bæt­ur 

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að Lands­bank­inn muni þurfa að greiða hluta þeirrar fjár­hæð­ar, eða sam­tals um 456 millj­ónir króna. Ástæðan er sú að þegar Lands­bank­inn seldi eign­ar­hlut sinn í Va­litor til ­Arion ­banka í des­em­ber 2014 gekkst Lands­bank­inn í ábyrgðir fyrir 38 pró­sentum af þeim upp­hæðum sem Va­litor kynni að þurfa að greiða vegna fjög­urra mála. Þeirra á meðal var mála­rekst­ur Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ions gegn Va­litor.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent