Morgunblaðið braut gegn siðareglum

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að blaðamaður og ritstjórn Morgunblaðsins hafi brotið gegn siðareglum og að brotið sé ámælisvert.

Morgunblaðið
Auglýsing

Siða­nefnd Blaða­manna­fé­lags Íslands hefur fellt úrskurð í kæru­máli Auð­uns Freys Ingv­ars­son­ar, fyrrum fram­kvæmda­stjóra Félags­bú­staða, gegn Morg­un­blað­inu vegna fréttar af starfs­lokum hans þann 4. mars síð­ast­lið­inn. ­Nið­ur­staða siða­nefndar er að Morg­un­blaðið hafi brotið gegn siða­reglum og að brotið sé ámæl­is­vert.

Snertir mik­ils­verða per­sónu­lega hags­muni 

Frétt um starfs­lok Auð­uns Freys var birt í Morg­un­blað­in­u hinn 4. mars 2019 og á vefn­um mbl.­is. Málið var kært til siða­nefndar þann 5. apríl síð­ast­lið­inn og kær­andi er Auð­unn Freyr. Í kærunni eru gerðar alvar­legar athuga­semdir við vinnu­brögð hins kærða blaða­manns. 

Kær­andi segir að hann hafi ekki haft sam­band við sig við vinnslu frétt­ar­innar og í frétt­inni hafi rang­lega verið haft eftir kær­anda hvers vegna hann hefði látið af störf­um. Jafn­framt segir í kærunni að vitnað sé til eins ónafn­greinds heim­ild­ar­manns og látið líta svo út að sá tali fyrir hönd alls starfs­fólks. Þá segir kær­andi að stað­reynd­unum sé snúið á hvolf í til­vitnun til trún­að­ar­skýrslu, sem unnið hafi verið fyrir Félags­bú­staði. Loks gerir kær­andi sér­staka athuga­semd við að í upp­hafi frétt­ar­innar sé vísað til þess að „megn ónægja“ hafi ver­ið ­með störf hans.

Auglýsing

Í umfjöllun siða­nefnd­ar­innar segir að þegar litið er til þess að umfjöll­unin snerti mik­ils­verða per­sónu­lega hags­muni kær­anda þá er það álit Siða­nefndar að hinn kærði blaða­maður hafi ekki vandað upp­lýs­inga­öflun sína og ekki sýnt fyllstu til­lit­sem­i í máli eins og 3. gr. siða­reglna býð­ur. 

Auk þess segir í umfjöll­un­inni að rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins hafi ekki brugð­ist við rétt­mætri kvörtun kær­anda þegar hann vakti athygli hennar á því að blaða­maður hefði ekki haft ­sam­band við hann við vinnslu frétt­ar­inn­ar, með því að gera strax grein fyrir sjón­ar­miðum kær­anda í blað­inu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði. „Rit­stjórn­in ­sýndi því kær­anda ekki fyllstu til­lit­semi svo sem ætl­ast verður til og 3. gr. siða­reglna boð­ar. “

Í úrskurð­inum segir að hinir kærðu Baldur Arn­ars­son, blaða­mað­ur, og rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins telj­ist hafa brotið siða­reglur BÍ og að brotin séu ámæl­is­verð.

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent