Nýir hluthafar bætast við hluthafahóp Kjarnans

Nýir hluthafar hafa keypt hluti af Kjarnanum miðlum í Kjarnanum miðlum.

Kjarninn
Auglýsing

Nýir hlut­hafar hafa bæst við hlut­hafa­hóp Kjarn­ans miðla ehf., útgáfu­fé­lags Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar. Um er að ræða ann­ars vegar Úlfar Erlings­son og Charlottu Maríu Hauks­dóttur og hins vegar eign­ar­halds­fé­lagið Voga­bakka ehf., í eigu Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­son­ar. Hvor um sig hefur keypt 4,67 pró­sent hlut í félag­inu.

Selj­andi hlut­anna eru Kjarn­inn miðlar sjálfir, en félagið átti 6,25 pró­sent hlut í sjálfum sér. Auk þess hefur hlutafé í félag­inu verið aukið lít­il­lega. Nýtt hlutafé verður nýtt til að fjölga stöðu­gildum hjá Kjarn­anum og þar með styrkja starf­semi hans. Fyrir skemmstu var greint frá ráðn­ingu Eyrúnar Magn­ús­dóttur sem nýs fram­kvæmda­stjóra Kjarn­ans miðla og von er á frek­ari styrk­ingu á næstu miss­er­um.

Auglýsing
Hluthafar Kjarn­ans miðla eru nú 13 tals­ins og eng­inn þeirra á yfir fimmt­ung í félag­inu. Stærsti ein­staki hlut­haf­inn er HG80 ehf., félag Hjálm­ars Gísla­sonar stjórn­ar­for­manns Kjarn­ans miðla, með 17,68 pró­sent hlut.

Fjöl­miðla­nefnd hefur verið til­kynnt um breyt­ingar á eig­enda­hópi Kjarn­ans miðla líkt og lög gera ráð fyr­ir. 

­Tekjur Kjarn­ans miðla juk­ust um 24,5 pró­sent á árinu 2018 sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Helm­ingur þeirra kemur úr Kjarna­sam­fé­lag­inu í formi styrkja frá les­endum Kjarn­ans. Hægt er að ganga til liðs við það og styrkja sjálf­stæða og gagn­rýna blaða­mennsku með því að smella á hlekk­inn í þess­ari frétt.

Rekstr­ar­nið­ur­staða síð­asta árs var nei­kvæð um 2,5 millj­ónir króna en að teknu til­liti til ein­skiptis­kostn­að­ar­liða sem féllu til í upp­hafi síð­asta árs var rekstur félags­ins jákvæður og sjálf­bær. Eigið fé Kjarn­ans miðla um síð­ustu ára­mót var 11,2 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn miðlar er fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem var stofnað 2013, og er því sex ára um þessar mund­ir. Það rekur frétta­vef­inn Kjarn­inn.is, gefur út dag­­­legan morg­un­­­póst, stendur að opna umræð­u­vett­vangnum Leslist­­anum og heldur úti hlað­varps­­­þjón­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­rit um við­­­skipti, efna­hags­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Kjarn­inn er einnig í sam­­­starfi við önnur fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki um fram­­­leiðslu á frétta­tengdu efni. Helstu sam­­starfs­að­ilar eru sjón­­varps­­stöðin Hring­braut og Birt­ing­­ur, vegna útgáfu á viku­­lega frí­­blað­inu Mann­­lífi.

Rit­­stjórn­­­ar­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­um. 

Hlut­hafar Kjarn­ans miðla ehf.: 

 • HG80 ehf. í eigu Hjálm­ars Gísla­son­ar 17,68%
 • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­steins­sonar 17,21%
 • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
 • Magnús Hall­dórs­son 11,32%
 • Þórður Snær Júl­í­us­son 10,01%
 • Hjalti Harð­ar­son 7,59%
 • Fagri­skógur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­son­ar 4,67%
 • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­steins­sonar og Eddu Haf­steins­dótt­ur 4.67 %
 • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­sonar 4,67%
 • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­son 4,67%
 • Birgir Þór Harð­ar­son 2,37%
 • Jónas Reynir Gunn­ars­son 2,37%
 • Fanney Birna Jóns­dótt­ir 0,93%

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent