Nýir hluthafar bætast við hluthafahóp Kjarnans

Nýir hluthafar hafa keypt hluti af Kjarnanum miðlum í Kjarnanum miðlum.

Kjarninn
Auglýsing

Nýir hlut­hafar hafa bæst við hlut­hafa­hóp Kjarn­ans miðla ehf., útgáfu­fé­lags Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar. Um er að ræða ann­ars vegar Úlfar Erlings­son og Charlottu Maríu Hauks­dóttur og hins vegar eign­ar­halds­fé­lagið Voga­bakka ehf., í eigu Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­son­ar. Hvor um sig hefur keypt 4,67 pró­sent hlut í félag­inu.

Selj­andi hlut­anna eru Kjarn­inn miðlar sjálfir, en félagið átti 6,25 pró­sent hlut í sjálfum sér. Auk þess hefur hlutafé í félag­inu verið aukið lít­il­lega. Nýtt hlutafé verður nýtt til að fjölga stöðu­gildum hjá Kjarn­anum og þar með styrkja starf­semi hans. Fyrir skemmstu var greint frá ráðn­ingu Eyrúnar Magn­ús­dóttur sem nýs fram­kvæmda­stjóra Kjarn­ans miðla og von er á frek­ari styrk­ingu á næstu miss­er­um.

Auglýsing
Hluthafar Kjarn­ans miðla eru nú 13 tals­ins og eng­inn þeirra á yfir fimmt­ung í félag­inu. Stærsti ein­staki hlut­haf­inn er HG80 ehf., félag Hjálm­ars Gísla­sonar stjórn­ar­for­manns Kjarn­ans miðla, með 17,68 pró­sent hlut.

Fjöl­miðla­nefnd hefur verið til­kynnt um breyt­ingar á eig­enda­hópi Kjarn­ans miðla líkt og lög gera ráð fyr­ir. 

­Tekjur Kjarn­ans miðla juk­ust um 24,5 pró­sent á árinu 2018 sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Helm­ingur þeirra kemur úr Kjarna­sam­fé­lag­inu í formi styrkja frá les­endum Kjarn­ans. Hægt er að ganga til liðs við það og styrkja sjálf­stæða og gagn­rýna blaða­mennsku með því að smella á hlekk­inn í þess­ari frétt.

Rekstr­ar­nið­ur­staða síð­asta árs var nei­kvæð um 2,5 millj­ónir króna en að teknu til­liti til ein­skiptis­kostn­að­ar­liða sem féllu til í upp­hafi síð­asta árs var rekstur félags­ins jákvæður og sjálf­bær. Eigið fé Kjarn­ans miðla um síð­ustu ára­mót var 11,2 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn miðlar er fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem var stofnað 2013, og er því sex ára um þessar mund­ir. Það rekur frétta­vef­inn Kjarn­inn.is, gefur út dag­­­legan morg­un­­­póst, stendur að opna umræð­u­vett­vangnum Leslist­­anum og heldur úti hlað­varps­­­þjón­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­rit um við­­­skipti, efna­hags­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Kjarn­inn er einnig í sam­­­starfi við önnur fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki um fram­­­leiðslu á frétta­tengdu efni. Helstu sam­­starfs­að­ilar eru sjón­­varps­­stöðin Hring­braut og Birt­ing­­ur, vegna útgáfu á viku­­lega frí­­blað­inu Mann­­lífi.

Rit­­stjórn­­­ar­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­um. 

Hlut­hafar Kjarn­ans miðla ehf.: 

 • HG80 ehf. í eigu Hjálm­ars Gísla­son­ar 17,68%
 • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­steins­sonar 17,21%
 • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
 • Magnús Hall­dórs­son 11,32%
 • Þórður Snær Júl­í­us­son 10,01%
 • Hjalti Harð­ar­son 7,59%
 • Fagri­skógur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­son­ar 4,67%
 • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­steins­sonar og Eddu Haf­steins­dótt­ur 4.67 %
 • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­sonar 4,67%
 • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­son 4,67%
 • Birgir Þór Harð­ar­son 2,37%
 • Jónas Reynir Gunn­ars­son 2,37%
 • Fanney Birna Jóns­dótt­ir 0,93%

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent