Nýir hluthafar bætast við hluthafahóp Kjarnans

Nýir hluthafar hafa keypt hluti af Kjarnanum miðlum í Kjarnanum miðlum.

Kjarninn
Auglýsing

Nýir hlut­hafar hafa bæst við hlut­hafa­hóp Kjarn­ans miðla ehf., útgáfu­fé­lags Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar. Um er að ræða ann­ars vegar Úlfar Erlings­son og Charlottu Maríu Hauks­dóttur og hins vegar eign­ar­halds­fé­lagið Voga­bakka ehf., í eigu Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­son­ar. Hvor um sig hefur keypt 4,67 pró­sent hlut í félag­inu.

Selj­andi hlut­anna eru Kjarn­inn miðlar sjálfir, en félagið átti 6,25 pró­sent hlut í sjálfum sér. Auk þess hefur hlutafé í félag­inu verið aukið lít­il­lega. Nýtt hlutafé verður nýtt til að fjölga stöðu­gildum hjá Kjarn­anum og þar með styrkja starf­semi hans. Fyrir skemmstu var greint frá ráðn­ingu Eyrúnar Magn­ús­dóttur sem nýs fram­kvæmda­stjóra Kjarn­ans miðla og von er á frek­ari styrk­ingu á næstu miss­er­um.

Auglýsing
Hluthafar Kjarn­ans miðla eru nú 13 tals­ins og eng­inn þeirra á yfir fimmt­ung í félag­inu. Stærsti ein­staki hlut­haf­inn er HG80 ehf., félag Hjálm­ars Gísla­sonar stjórn­ar­for­manns Kjarn­ans miðla, með 17,68 pró­sent hlut.

Fjöl­miðla­nefnd hefur verið til­kynnt um breyt­ingar á eig­enda­hópi Kjarn­ans miðla líkt og lög gera ráð fyr­ir. 

­Tekjur Kjarn­ans miðla juk­ust um 24,5 pró­sent á árinu 2018 sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Helm­ingur þeirra kemur úr Kjarna­sam­fé­lag­inu í formi styrkja frá les­endum Kjarn­ans. Hægt er að ganga til liðs við það og styrkja sjálf­stæða og gagn­rýna blaða­mennsku með því að smella á hlekk­inn í þess­ari frétt.

Rekstr­ar­nið­ur­staða síð­asta árs var nei­kvæð um 2,5 millj­ónir króna en að teknu til­liti til ein­skiptis­kostn­að­ar­liða sem féllu til í upp­hafi síð­asta árs var rekstur félags­ins jákvæður og sjálf­bær. Eigið fé Kjarn­ans miðla um síð­ustu ára­mót var 11,2 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn miðlar er fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem var stofnað 2013, og er því sex ára um þessar mund­ir. Það rekur frétta­vef­inn Kjarn­inn.is, gefur út dag­­­legan morg­un­­­póst, stendur að opna umræð­u­vett­vangnum Leslist­­anum og heldur úti hlað­varps­­­þjón­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­rit um við­­­skipti, efna­hags­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Kjarn­inn er einnig í sam­­­starfi við önnur fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki um fram­­­leiðslu á frétta­tengdu efni. Helstu sam­­starfs­að­ilar eru sjón­­varps­­stöðin Hring­braut og Birt­ing­­ur, vegna útgáfu á viku­­lega frí­­blað­inu Mann­­lífi.

Rit­­stjórn­­­ar­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­um. 

Hlut­hafar Kjarn­ans miðla ehf.: 

 • HG80 ehf. í eigu Hjálm­ars Gísla­son­ar 17,68%
 • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­steins­sonar 17,21%
 • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
 • Magnús Hall­dórs­son 11,32%
 • Þórður Snær Júl­í­us­son 10,01%
 • Hjalti Harð­ar­son 7,59%
 • Fagri­skógur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­son­ar 4,67%
 • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­steins­sonar og Eddu Haf­steins­dótt­ur 4.67 %
 • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­sonar og Hall­björns Karls­sonar 4,67%
 • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­son 4,67%
 • Birgir Þór Harð­ar­son 2,37%
 • Jónas Reynir Gunn­ars­son 2,37%
 • Fanney Birna Jóns­dótt­ir 0,93%

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent