Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO

Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þykir einstök fyrir mannkynnið.

Hvannadalshnjúkur – Mynd: Wiki Commons jökull vatnajökull öræfajökull öræfi náttúra fjall landslag
Auglýsing

Vatna­jök­uls­þjóð­garður er kom­inn á heimsminja­skrá Menn­ing­ar­mála­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminja­nefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grund­velli þess að þjóð­garð­ur­inn hafi að geyma ein­stakar nátt­úru­minjar, að því er segir í yfir­lýs­ingu frá stjórn­völd­um. Þar með er stað­fest að nátt­úra þjóð­garðs­ins og friðlands­ins í Lónsör­æfum telj­ist hafa ein­stakt gildi fyrir mann­kyn­ið. 

Svæðið er ein­stakt á heims­vísu vegna sköp­un­ar­krafta nátt­úr­unn­ar, sam­spils elds og íss og þeirrar jarð­fræði­legu fjöl­breytni sem af því leiðir og er sýni­leg á yfir­borði þjóð­garðs­ins. Land­svæðið sem um ræðir er afar stórt og um 12 pró­sent Íslands eru þannig komin á heimsminja­skrá UNESCO sem ein­stakar nátt­úru­minj­ar. 

„Þetta er dýr­mætt skref fyrir okk­ur Íslend­inga sem án efa verður lyfti­stöng fyrir svæðið og orð­spor þess. Við berum ábyrgð á þessu stór­brotna landi, ekki aðeins fyrir okkur sjálf – heldur heim­inn og fram­tíð­ina. Ég fagna þessum mik­il­væga áfanga og þakka þeim fjöl­mörgu sem unnið hafa ötul­lega að þessu mark­miði und­an­farin ár,“ segir Lilja Alfreðs­dóttir í til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, fagnar þessu einnig og segir nátt­úr­una stór­brotna. „Nátt­úra svæð­is­ins sem nú fer inn á heimsminja­skrána er stór­brotin – með ævin­týra­legum hraun­mynd­un­um, svörtum sönd­um, fágætum gróð­ur­vinj­um, víð­ernum sem eiga sér fáa líka, minjum um stór­kost­leg ham­fara­hlaup og jöklum sem geyma ótrú­lega sögu og end­ur­spegla um leið lofts­lags­vána. Afar óvenju­legt er að svo stór hluti lands sé á heimsminja­skrá UNESCO. Þetta er sann­ar­lega gleði­dag­ur.“

Til­laga rík­is­stjórn­ar­innar um að Vatna­jök­uls­þjóð­garði yrði bætt á heimsminja­skrána var afhent skrif­stofu heimsminja­samn­ings­ins í París í lok jan­úar 2018. Frá þeim tíma hefur til­lagan verið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og úttektar hjá Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um IUCN sem eru heimsminja­nefnd­inni til aðstoðar við að meta heimsminja­gildi, upp­runa­leika, heil­leika og vernd­ar­stöðu staða sem til­nefndir eru á skrána vegna nátt­úru­far­s. 

Auk þess að vera við­ur­kenn­ing á ein­stakri nátt­úru Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á heims­vísu er ákvörð­un heimsminja­nefnd­ar­innar við­ur­kenn­ing á þeirri ákvörðun íslenskra stjórn­valda að stofna þennan víð­feðma þjóð­garð og mik­il­vægur stuðn­ingur við verndun og stjórnun svæð­is­ins.

Heimsminja­samn­ingur Menn­ing­ar­mála­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO) um verndun menn­ing­ar- og nátt­úru­arf­leifðar heims­ins grund­vall­ast á þeirri for­sendu að ákveðnir staðir á jörð­inni hafi sér­stakt alþjóð­legt gildi og eigi sem slíkir að til­heyra sam­eig­in­­legri arf­leifð mann­kyns­ins. Með samn­ingnum við­ur­kenndu ríki nauð­syn vernd­unar þar sem það er talið skaða arf­leifð allra þjóða heims ef ein­hver hluti hinnar menn­ing­ar­legu eða nátt­úru­legu arf­leifðar spillist eða hverf­ur.  Ís­land á þegar tvo staði á heimsminja­skránni, Þing­velli (2004) og Surtsey (2008). 

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent