Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO

Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þykir einstök fyrir mannkynnið.

Hvannadalshnjúkur – Mynd: Wiki Commons jökull vatnajökull öræfajökull öræfi náttúra fjall landslag
Auglýsing

Vatna­jök­uls­þjóð­garður er kom­inn á heimsminja­skrá Menn­ing­ar­mála­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminja­nefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grund­velli þess að þjóð­garð­ur­inn hafi að geyma ein­stakar nátt­úru­minjar, að því er segir í yfir­lýs­ingu frá stjórn­völd­um. Þar með er stað­fest að nátt­úra þjóð­garðs­ins og friðlands­ins í Lónsör­æfum telj­ist hafa ein­stakt gildi fyrir mann­kyn­ið. 

Svæðið er ein­stakt á heims­vísu vegna sköp­un­ar­krafta nátt­úr­unn­ar, sam­spils elds og íss og þeirrar jarð­fræði­legu fjöl­breytni sem af því leiðir og er sýni­leg á yfir­borði þjóð­garðs­ins. Land­svæðið sem um ræðir er afar stórt og um 12 pró­sent Íslands eru þannig komin á heimsminja­skrá UNESCO sem ein­stakar nátt­úru­minj­ar. 

„Þetta er dýr­mætt skref fyrir okk­ur Íslend­inga sem án efa verður lyfti­stöng fyrir svæðið og orð­spor þess. Við berum ábyrgð á þessu stór­brotna landi, ekki aðeins fyrir okkur sjálf – heldur heim­inn og fram­tíð­ina. Ég fagna þessum mik­il­væga áfanga og þakka þeim fjöl­mörgu sem unnið hafa ötul­lega að þessu mark­miði und­an­farin ár,“ segir Lilja Alfreðs­dóttir í til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, fagnar þessu einnig og segir nátt­úr­una stór­brotna. „Nátt­úra svæð­is­ins sem nú fer inn á heimsminja­skrána er stór­brotin – með ævin­týra­legum hraun­mynd­un­um, svörtum sönd­um, fágætum gróð­ur­vinj­um, víð­ernum sem eiga sér fáa líka, minjum um stór­kost­leg ham­fara­hlaup og jöklum sem geyma ótrú­lega sögu og end­ur­spegla um leið lofts­lags­vána. Afar óvenju­legt er að svo stór hluti lands sé á heimsminja­skrá UNESCO. Þetta er sann­ar­lega gleði­dag­ur.“

Til­laga rík­is­stjórn­ar­innar um að Vatna­jök­uls­þjóð­garði yrði bætt á heimsminja­skrána var afhent skrif­stofu heimsminja­samn­ings­ins í París í lok jan­úar 2018. Frá þeim tíma hefur til­lagan verið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og úttektar hjá Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um IUCN sem eru heimsminja­nefnd­inni til aðstoðar við að meta heimsminja­gildi, upp­runa­leika, heil­leika og vernd­ar­stöðu staða sem til­nefndir eru á skrána vegna nátt­úru­far­s. 

Auk þess að vera við­ur­kenn­ing á ein­stakri nátt­úru Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á heims­vísu er ákvörð­un heimsminja­nefnd­ar­innar við­ur­kenn­ing á þeirri ákvörðun íslenskra stjórn­valda að stofna þennan víð­feðma þjóð­garð og mik­il­vægur stuðn­ingur við verndun og stjórnun svæð­is­ins.

Heimsminja­samn­ingur Menn­ing­ar­mála­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO) um verndun menn­ing­ar- og nátt­úru­arf­leifðar heims­ins grund­vall­ast á þeirri for­sendu að ákveðnir staðir á jörð­inni hafi sér­stakt alþjóð­legt gildi og eigi sem slíkir að til­heyra sam­eig­in­­legri arf­leifð mann­kyns­ins. Með samn­ingnum við­ur­kenndu ríki nauð­syn vernd­unar þar sem það er talið skaða arf­leifð allra þjóða heims ef ein­hver hluti hinnar menn­ing­ar­legu eða nátt­úru­legu arf­leifðar spillist eða hverf­ur.  Ís­land á þegar tvo staði á heimsminja­skránni, Þing­velli (2004) og Surtsey (2008). 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent