Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO

Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þykir einstök fyrir mannkynnið.

Hvannadalshnjúkur – Mynd: Wiki Commons jökull vatnajökull öræfajökull öræfi náttúra fjall landslag
Auglýsing

Vatna­jök­uls­þjóð­garður er kom­inn á heimsminja­skrá Menn­ing­ar­mála­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminja­nefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grund­velli þess að þjóð­garð­ur­inn hafi að geyma ein­stakar nátt­úru­minjar, að því er segir í yfir­lýs­ingu frá stjórn­völd­um. Þar með er stað­fest að nátt­úra þjóð­garðs­ins og friðlands­ins í Lónsör­æfum telj­ist hafa ein­stakt gildi fyrir mann­kyn­ið. 

Svæðið er ein­stakt á heims­vísu vegna sköp­un­ar­krafta nátt­úr­unn­ar, sam­spils elds og íss og þeirrar jarð­fræði­legu fjöl­breytni sem af því leiðir og er sýni­leg á yfir­borði þjóð­garðs­ins. Land­svæðið sem um ræðir er afar stórt og um 12 pró­sent Íslands eru þannig komin á heimsminja­skrá UNESCO sem ein­stakar nátt­úru­minj­ar. 

„Þetta er dýr­mætt skref fyrir okk­ur Íslend­inga sem án efa verður lyfti­stöng fyrir svæðið og orð­spor þess. Við berum ábyrgð á þessu stór­brotna landi, ekki aðeins fyrir okkur sjálf – heldur heim­inn og fram­tíð­ina. Ég fagna þessum mik­il­væga áfanga og þakka þeim fjöl­mörgu sem unnið hafa ötul­lega að þessu mark­miði und­an­farin ár,“ segir Lilja Alfreðs­dóttir í til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, fagnar þessu einnig og segir nátt­úr­una stór­brotna. „Nátt­úra svæð­is­ins sem nú fer inn á heimsminja­skrána er stór­brotin – með ævin­týra­legum hraun­mynd­un­um, svörtum sönd­um, fágætum gróð­ur­vinj­um, víð­ernum sem eiga sér fáa líka, minjum um stór­kost­leg ham­fara­hlaup og jöklum sem geyma ótrú­lega sögu og end­ur­spegla um leið lofts­lags­vána. Afar óvenju­legt er að svo stór hluti lands sé á heimsminja­skrá UNESCO. Þetta er sann­ar­lega gleði­dag­ur.“

Til­laga rík­is­stjórn­ar­innar um að Vatna­jök­uls­þjóð­garði yrði bætt á heimsminja­skrána var afhent skrif­stofu heimsminja­samn­ings­ins í París í lok jan­úar 2018. Frá þeim tíma hefur til­lagan verið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og úttektar hjá Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um IUCN sem eru heimsminja­nefnd­inni til aðstoðar við að meta heimsminja­gildi, upp­runa­leika, heil­leika og vernd­ar­stöðu staða sem til­nefndir eru á skrána vegna nátt­úru­far­s. 

Auk þess að vera við­ur­kenn­ing á ein­stakri nátt­úru Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á heims­vísu er ákvörð­un heimsminja­nefnd­ar­innar við­ur­kenn­ing á þeirri ákvörðun íslenskra stjórn­valda að stofna þennan víð­feðma þjóð­garð og mik­il­vægur stuðn­ingur við verndun og stjórnun svæð­is­ins.

Heimsminja­samn­ingur Menn­ing­ar­mála­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO) um verndun menn­ing­ar- og nátt­úru­arf­leifðar heims­ins grund­vall­ast á þeirri for­sendu að ákveðnir staðir á jörð­inni hafi sér­stakt alþjóð­legt gildi og eigi sem slíkir að til­heyra sam­eig­in­­legri arf­leifð mann­kyns­ins. Með samn­ingnum við­ur­kenndu ríki nauð­syn vernd­unar þar sem það er talið skaða arf­leifð allra þjóða heims ef ein­hver hluti hinnar menn­ing­ar­legu eða nátt­úru­legu arf­leifðar spillist eða hverf­ur.  Ís­land á þegar tvo staði á heimsminja­skránni, Þing­velli (2004) og Surtsey (2008). 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent