Tæpir þrír af hverjum fjórum Íslendingum með áskrift að Netflix og 92 prósent alls fólks á aldrinum 18 til 29 ára hafa aðgengi að streymisveitunni. Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að hafa aðgengi að Netflix en kjósendur Vinstri-grænna ólíklegastir. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Könnunin var framkvæmd 23. til 29. maí 2019 og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Þá eru 92 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára hafa aðgang að Netflix samanborið við 75 prósent fólks á aldrinum 30 til 49 ára. Einungis hafa 17 prósent fólks á aldrinum 68 ára og eldri aðgang að Netflix.
Fólk á höfuðborgarsvæðinu er enn fremur líklegra til að hafa áskrift að Netflix, það er 76 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu og 65 prósent fólks á landsbyggðinni. Lítill munur reyndist á aðgengi að Netflix eftir kyni.
Kjósendur Viðreisnar eru þau sem helst hafa aðgengi að Netflix, það er 84 prósent þeirra. Þar á eftir koma Píratar með 80 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 73 prósent. Kjósendur Vinstri-grænna eru ólíklegust að hafa aðgengi að Netflix þar sem einungsi 61 prósent þeirra hafa aðgengi að streymisveitunni.