Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán framlengt um tvö ár

Úrræðið um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán, sem átti að renna út í lok júní 2019, hefur verið framlengt um tvö ár. Ráðstöfunin framlengist hins vegar ekki sjálfkrafa hjá þeim sem eru að nýta sér úrræðið.

7DM_3301_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Alþingi samþykkti nýverið frumvarp þess efnis að heimilt verði að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán til næstu tveggja ára. Úrræðinu átti að ljúka 30. júní 2019 en var framlengt til 30. júní 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Vakin er athygli á því að úrræðið framlengist ekki sjálfkrafa hjá þeim sem nýta sér úrræðið. 

Framlengt í annað skipti

Allt frá 1. júlí 2014 hefur landsmönnum staðið til boða að nota séreignasparnað sinn skattfrjálst til að borga niður húsnæðislán. Heimilt er að ráðstafa bæði eigin framlagi og framlagi launagreiðanda í séreignarlífeyrissjóð, til að greiða inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Umsækjandi þarf því að eiga íbúðarhúsnæði til eigin nota, skulda vegna öflunar á því og hafa gert samning við vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar og launagreiðanda um að greiða í séreignasjóð.

Með lögum nr. 111/2016 var úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, sem renna átti út í lok júní 2017, framlengt um tvö ár eða til júníloka 2019. Nú hefur úrræðið aftur verið framlengt til ársins 2021.

Auglýsing

Til að halda áfram að nota úrræðið þarf hins vegar að staðfesta það með því að skrá sig inn á  www.leidretting.is og staðfesta að viðkomandi vilji halda áfram að nýta sér úrræðið. Lokadagur til staðfestingar er 30. september 2019 en ef ráðstöfunin er ekki framlengd þá fellur hún úr gildi frá og með 1. júlí 2019.

Færri nýtt sér úrræðið en lagt var upp með

Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans í apríl í fyrra kom fram að 45 þúsund einstaklingar, ekki fjölskyldur, hafi ákveðið að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán með þessum hætti frá miðju ári 2014. Heildarumfang þeirrar upphæðar sem hópurinn hafi ráðstafað inn með þessum hætti væri 44 milljarðar króna. Jafnframt kom fram í svari ráðuneytisins að ljóst væri að „mun færri hafa kosið að nýta sér þennan möguleika“ en lagt var upp með.

Í skýrslu sér­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­un, sem skil­aði af sér í nóv­em­ber 2013, kom fram að með­al­launa­tekjur fjöl­skyldna sem spör­uðu í sér­eign og skuld­uðu í fast­eign væri miklu hærri en með­al­launa­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ segir orð­rétt í skýrsl­unni. Og þar er bætt við að „tekju­mis­munur þeirra sem spara og gera það ekki er mik­ill á öllum aldri. Hér er alls staðar átt við fast­eigna­eig­endur sem skulda eitt­hvað í fast­eign­inn­i.“

Því eru þeir sem eru lægri tekjur mun ólíklegri til að telja sig í stakk búna til að leggja fyrir séreignarsparnað, og þar af leiðandi fá þeir hvorki skattafsláttinn né viðbótarframlag atvinnurekenda sem nýtendum býðst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent