Vinna að því að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air

Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag, WAB air, á grundvelli WOW. Írskur fjárfestingarsjóður hefur skuldbundið sig til þess leggja hinu nýja flugfélagi til 5,1 milljarð króna í nýtt hlutafé.

wow air mynd: Isavia
Auglýsing

Tveir fyrrum stjórn­end­ur hjá WOW a­ir á­samt hópi fjár­festa vinna að því að stofna nýtt íslenskt lággjalda­flug­fé­lag á grunn­i WOW a­ir. A­vi­anta Capital, írskur fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur, hefur skuld­bundið sig til að leggja nýstofn­uðu félag­inu, sem ber heit­ið WA­B a­ir, til 40 millj­ónir dala, jafn­virði rúmra fimm millj­arða króna í nýtt hluta­fé. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Mark­að­ur­inn, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, hefur undir hönd­un­um. 

Gert ráð fyrir 500 starfs­mönnum næstu 12 mán­uði

Til stendur að WA­B a­ir hefji rekstur í haust og verði með sex vélar í rekstri fyrsta árið. Gert er ráð fyrir að flug­fé­lagið muni fljúga til fjórtán áfanga­staða í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum og að ein milljón far­þega ferð­ist með flug­fé­lag­inu. Þá er stefnt að því að fimm hund­ruð starfs­menn verði ráðnir til flug­fé­lags­ins næstu tólf mán­uð­um. Jafn­framt er gert ráð fyrir að velta félags­ins nemi tutt­ugu millj­örðum króna á næsta ári.

Upp­lýst er um áform fjár­festa­hóps­ins í minn­is­blaði sem Mark­að­ur­inn hefur undir hönd­um. Sam­kvæmt því hefur hóp­ur­inn leitað til að minnsta kosti tveggja hér­lendra banka, ­Arion ­banka og Lands­bank­ans, og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, jafn­virði tæp­lega ­fjög­urra millj­arða króna, til eins árs fyr­ir­greiðslu. Til standi að nýta láns­féð sem eigið fé til­ þess að slá lán hjá ónefndum sviss­neskum banka. 

Auglýsing

Sveinn Ingi verður for­stjóri WAB air ef allt gengur eftir

Avi­anta Capi­tal sem er í eig­u A­isil­inn Whitt­ley-Ryan, dóttur eins af stofn­enda Ryan a­ir, hefur skuld­bundið sig til að ­tryggja félag­in­u 40 millj­ónir dala, eða um fimm millj­arða króna, í nýtt hluta­fé, sam­kvæmt minn­is­blað­inu. Sem end­ur­gjald mun A­vi­anta Capital ­eign­ast 75 pró­senta hlut í félag­in­u. 

Þá verður 25 pró­sent flug­fé­lags­ins í eigu félags­ins ­Neo. Það félag er í eigu Arn­ars Más Magn­ús­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra flug­rekstr­ar­sviðs WOW, Sveins Inga Stein­þórs­son­ar, úr hag­deild WOW, sem sat í fram­kvæmda­stjórn flug­fé­lags­ins, Boga Guð­munds­son­ar, lög­manns hjá Atl­antik ­Legal Services og stjórn­ar­for­manns BusTra­vel, og Þór­odds Ara Þór­odds­son­ar, ráð­gjafa í flug­véla­við­skipt­um.

Gangi áformin um WA­B a­ir eftir verður Sveinn Ingi for­stjóri flug­fé­lags­ins og ­Arnar Már mun gegna starfi aðstoð­ar­for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra flug­rekstr­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent