Vinna að því að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air

Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag, WAB air, á grundvelli WOW. Írskur fjárfestingarsjóður hefur skuldbundið sig til þess leggja hinu nýja flugfélagi til 5,1 milljarð króna í nýtt hlutafé.

wow air mynd: Isavia
Auglýsing

Tveir fyrrum stjórn­end­ur hjá WOW a­ir á­samt hópi fjár­festa vinna að því að stofna nýtt íslenskt lággjalda­flug­fé­lag á grunn­i WOW a­ir. A­vi­anta Capital, írskur fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur, hefur skuld­bundið sig til að leggja nýstofn­uðu félag­inu, sem ber heit­ið WA­B a­ir, til 40 millj­ónir dala, jafn­virði rúmra fimm millj­arða króna í nýtt hluta­fé. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Mark­að­ur­inn, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, hefur undir hönd­un­um. 

Gert ráð fyrir 500 starfs­mönnum næstu 12 mán­uði

Til stendur að WA­B a­ir hefji rekstur í haust og verði með sex vélar í rekstri fyrsta árið. Gert er ráð fyrir að flug­fé­lagið muni fljúga til fjórtán áfanga­staða í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum og að ein milljón far­þega ferð­ist með flug­fé­lag­inu. Þá er stefnt að því að fimm hund­ruð starfs­menn verði ráðnir til flug­fé­lags­ins næstu tólf mán­uð­um. Jafn­framt er gert ráð fyrir að velta félags­ins nemi tutt­ugu millj­örðum króna á næsta ári.

Upp­lýst er um áform fjár­festa­hóps­ins í minn­is­blaði sem Mark­að­ur­inn hefur undir hönd­um. Sam­kvæmt því hefur hóp­ur­inn leitað til að minnsta kosti tveggja hér­lendra banka, ­Arion ­banka og Lands­bank­ans, og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, jafn­virði tæp­lega ­fjög­urra millj­arða króna, til eins árs fyr­ir­greiðslu. Til standi að nýta láns­féð sem eigið fé til­ þess að slá lán hjá ónefndum sviss­neskum banka. 

Auglýsing

Sveinn Ingi verður for­stjóri WAB air ef allt gengur eftir

Avi­anta Capi­tal sem er í eig­u A­isil­inn Whitt­ley-Ryan, dóttur eins af stofn­enda Ryan a­ir, hefur skuld­bundið sig til að ­tryggja félag­in­u 40 millj­ónir dala, eða um fimm millj­arða króna, í nýtt hluta­fé, sam­kvæmt minn­is­blað­inu. Sem end­ur­gjald mun A­vi­anta Capital ­eign­ast 75 pró­senta hlut í félag­in­u. 

Þá verður 25 pró­sent flug­fé­lags­ins í eigu félags­ins ­Neo. Það félag er í eigu Arn­ars Más Magn­ús­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra flug­rekstr­ar­sviðs WOW, Sveins Inga Stein­þórs­son­ar, úr hag­deild WOW, sem sat í fram­kvæmda­stjórn flug­fé­lags­ins, Boga Guð­munds­son­ar, lög­manns hjá Atl­antik ­Legal Services og stjórn­ar­for­manns BusTra­vel, og Þór­odds Ara Þór­odds­son­ar, ráð­gjafa í flug­véla­við­skipt­um.

Gangi áformin um WA­B a­ir eftir verður Sveinn Ingi for­stjóri flug­fé­lags­ins og ­Arnar Már mun gegna starfi aðstoð­ar­for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra flug­rekstr­ar. 

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent