Vinna að því að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air

Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag, WAB air, á grundvelli WOW. Írskur fjárfestingarsjóður hefur skuldbundið sig til þess leggja hinu nýja flugfélagi til 5,1 milljarð króna í nýtt hlutafé.

wow air mynd: Isavia
Auglýsing

Tveir fyrrum stjórn­end­ur hjá WOW a­ir á­samt hópi fjár­festa vinna að því að stofna nýtt íslenskt lággjalda­flug­fé­lag á grunn­i WOW a­ir. A­vi­anta Capital, írskur fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur, hefur skuld­bundið sig til að leggja nýstofn­uðu félag­inu, sem ber heit­ið WA­B a­ir, til 40 millj­ónir dala, jafn­virði rúmra fimm millj­arða króna í nýtt hluta­fé. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Mark­að­ur­inn, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, hefur undir hönd­un­um. 

Gert ráð fyrir 500 starfs­mönnum næstu 12 mán­uði

Til stendur að WA­B a­ir hefji rekstur í haust og verði með sex vélar í rekstri fyrsta árið. Gert er ráð fyrir að flug­fé­lagið muni fljúga til fjórtán áfanga­staða í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum og að ein milljón far­þega ferð­ist með flug­fé­lag­inu. Þá er stefnt að því að fimm hund­ruð starfs­menn verði ráðnir til flug­fé­lags­ins næstu tólf mán­uð­um. Jafn­framt er gert ráð fyrir að velta félags­ins nemi tutt­ugu millj­örðum króna á næsta ári.

Upp­lýst er um áform fjár­festa­hóps­ins í minn­is­blaði sem Mark­að­ur­inn hefur undir hönd­um. Sam­kvæmt því hefur hóp­ur­inn leitað til að minnsta kosti tveggja hér­lendra banka, ­Arion ­banka og Lands­bank­ans, og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, jafn­virði tæp­lega ­fjög­urra millj­arða króna, til eins árs fyr­ir­greiðslu. Til standi að nýta láns­féð sem eigið fé til­ þess að slá lán hjá ónefndum sviss­neskum banka. 

Auglýsing

Sveinn Ingi verður for­stjóri WAB air ef allt gengur eftir

Avi­anta Capi­tal sem er í eig­u A­isil­inn Whitt­ley-Ryan, dóttur eins af stofn­enda Ryan a­ir, hefur skuld­bundið sig til að ­tryggja félag­in­u 40 millj­ónir dala, eða um fimm millj­arða króna, í nýtt hluta­fé, sam­kvæmt minn­is­blað­inu. Sem end­ur­gjald mun A­vi­anta Capital ­eign­ast 75 pró­senta hlut í félag­in­u. 

Þá verður 25 pró­sent flug­fé­lags­ins í eigu félags­ins ­Neo. Það félag er í eigu Arn­ars Más Magn­ús­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra flug­rekstr­ar­sviðs WOW, Sveins Inga Stein­þórs­son­ar, úr hag­deild WOW, sem sat í fram­kvæmda­stjórn flug­fé­lags­ins, Boga Guð­munds­son­ar, lög­manns hjá Atl­antik ­Legal Services og stjórn­ar­for­manns BusTra­vel, og Þór­odds Ara Þór­odds­son­ar, ráð­gjafa í flug­véla­við­skipt­um.

Gangi áformin um WA­B a­ir eftir verður Sveinn Ingi for­stjóri flug­fé­lags­ins og ­Arnar Már mun gegna starfi aðstoð­ar­for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra flug­rekstr­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent