Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist sitja ólaunað í bankaráði Asíska innviðafjárfestingarbankans, AIIB, en Bjarni var kjörinn sem varamaður bankaráðsins á ársfundi bankans um helgina. Hann segist enn fremur í stöðufærslu sinni á Facebook það vera með ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni og vísar þar með í stöðufærslu Björns Levís Gunnarsson, þingmanns Pírata, frá því í gær.
Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands situr (ólaunað) í bankaráði AIIB bankans með fulltrúum annarra 78...
Posted by Bjarni Benediktsson on Monday, July 15, 2019
Úr siðareglum ráðherra (https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/sidareglur-radherra/) "Ráðherrastarf (að jafnaði ásamt...
Posted by Björn Leví Gunnarsson on Sunday, July 14, 2019
Í tilkynningu Stjórnarráðsins um tilnefninguna segir að AIIB sé ung en ört vaxandi alþjóðafjármálastofnun. Bankinn hóf starfsemi í janúar 2016 en hann er stofnaður um samstarf þjóða til að taka á innviðafjárfestingarþörf í Asíu. Ísland var á meðal 57 stofnenda bankans en Kínverjar höfðu forystu um stofnun bankans.
Eftir ársfundinn í vikunni eru félagar orðnir hundrað og hlutafé bankans nemur 100 milljörðum Bandaríkjadala. Samkvæmt tilkynningunni er við skipulag bankans byggt á reynslu alþjóðaþróunarbanka og áhersla lögð á „opna, óháða og gagnsæja stjórnarhætti og skýr ábyrgðarskil“.