Birgitta Jónsdóttir, fyrrum alþingismaður, mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi og í kosningakerfi Pírata í gærkvöldi. Af 68 atkvæðum kusu 55 gegn og 13 með tilnefningunni, að því er kemur fram í frétt Viljans.
Enginn viðstaddur úr þingflokki Pírata studdi Birgittu, samkvæmt heimildum Viljans, það voru þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Halldóra Mogensen og Oktavía Hrund Jónsdóttir. Samkvæmt heimildinni báru einhverjir viðstaddir fyrri samstarfsörðugleikum við.
Auglýsing
Ekki náðist í Birgittu við vinnslu þessarar fréttar.