Stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi ekki lengur að vera búsettir innan EES

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins hefur birt áform um lagafrumvarp þar sem lagt er til að fellt verði úr lögum það skilyrði að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi að vera búsettir innan Evrópska efnahagssvæðsins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Auglýsing

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til að fellt verði brott úr lögum þau skilyrði að framkvæmdastjórar og aðrir stjórnendur íslenskra fyrirtækja búi í aðildarríkjum EES-samningsins, aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum. 

Ef frumvarp ráðuneytsins nær fram að ganga þýðir það að stjórnendur íslenskra fyrirtækja megi búa hvar sem er í heiminum, svo framarlega sem þeir eru ríkisborgarar í ofangreindum ríkjum. Tilefni lagasetningarinnar má rekja til athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA. 

Þurfa ekki að lengur undanþágu til að sitja í stjórn íslenskra fyrirtækja

Í núgildandi lögum er gerð krafa um að framkvæmdastjórar og meirihluti stjórnarmanna í íslenskum atvinnufyrirtækjum skulu vera búsettir hér á landi, með þeirri undantekningu að það gildir ekki um ríkisborgara Færeyja, þeirra ríkja sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða þeirra ríkja sem eru aðilar EFTA. Hins vegar gera lögin kröfu um að viðkomandi ríkisborgarar séu búsettir í fyrrnefndum ríkjum.

Auglýsing

Tilefni frumvarpsins eru athugasemdir ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, við fyrrgreint búsetu skilyrði í íslenskum lögum en stofnunin vakti fyrst athugasemdir við skilyrðið í janúar 2014. Samkvæmt EES-samningum er ekki hægt að setja höft á rétt ríkisborgara á EES-svæðinu til að öðlast staðfestu á yfirráðasvæði einhvers annars ríkis á svæðinu. Staðfesturétturinn felur meðal annars í sér rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og til að stofna og reka fyrirtæki.

Í áformum um lagafrumvarpið sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda, segir að ESA hafi gert athugasemdir við fimm lagabálka en þrír þeirra hafi nú þegar verið breytt í samræmi við athugasemdir ESA. Jafnframt segir í drögunum að ríkisstjórnin telji það vera eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslands að sinna framkvæmd EES-samningsins vel og þetta sé frumvarp liður í því.

Með frumvarpinu verður lagt til fellt verði út búsetuskilyrði laganna, það er að segja að ríkisborgarar EES-ríkja, EFTA ríkja og Færeyja sem búsettir eru utan þessara ríkja, og ríkisborgarar þriðju ríkja sem búsettir eru á Evrópska efnahagssvæðinu, þurfi ekki lengur undanþágu ráðherra til að vera í stjórn eða vera framkvæmdastjórar fyrirtækja í atvinnurekstri hér á landi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent