Stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi ekki lengur að vera búsettir innan EES

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins hefur birt áform um lagafrumvarp þar sem lagt er til að fellt verði úr lögum það skilyrði að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi að vera búsettir innan Evrópska efnahagssvæðsins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið leggur til að fellt verði brott úr lögum þau skil­yrði að fram­kvæmda­stjór­ar og aðrir stjórn­endur íslenskra fyr­ir­tækja búi í að­ild­ar­ríkj­u­m EES-­samn­ings­ins, að­ild­ar­ríkj­u­m EFTA eða í Fær­eyj­u­m. 

Ef frum­varp ráðu­neyts­ins nær fram að ganga þýðir það að ­stjórn­end­ur ­ís­lenskra fyr­ir­tækja megi búa hvar sem er í heim­in­um, svo fram­ar­lega ­sem þeir eru rík­is­borg­arar í ofan­greindum ríkj­um. Til­efn­i laga­setn­ing­ar­inn­ar má rekja til athuga­semda Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA. 

Þurfa ekki að lengur und­an­þágu til að sitja í stjórn íslenskra fyr­ir­tækja

Í núgild­andi lögum er gerð krafa um að fram­kvæmda­stjórar og meiri­hluti stjórn­ar­manna í íslenskum atvinnu­fyr­ir­tækjum skulu vera búsettir hér á landi, með þeirri und­an­tekn­ingu að það gildir ekki um rík­is­borg­ara Fær­eyja, þeirra ríkja sem eiga aðild að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið eða þeirra ríkja sem eru aðilar EFTA. Hins vegar gera lögin kröfu um að við­kom­andi rík­is­borg­arar séu búsettir í fyrr­nefndum ríkj­um.

Auglýsing

Til­efni frum­varps­ins eru athuga­semd­ir ESA, eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, við fyrr­greint búsetu skil­yrði í íslenskum lögum en stofn­unin vakti fyrst ­at­huga­semd­ir við skil­yrðið í jan­úar 2014. Sam­kvæmt EES-­samn­ingum er ekki hægt að setja höft á rétt rík­is­borg­ara á EES-­svæð­inu til að öðl­ast stað­festu á yfir­ráða­svæði ein­hvers ann­ars ríkis á svæð­inu. Stað­festu­rétt­ur­inn felur meðal ann­ars í sér rétt til að hefja og stunda sjálf­stæða atvinnu­starf­semi og til að stofna og reka fyr­ir­tæki.

Í áformum um laga­frum­varp­ið ­sem birt hafa verið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, segir að ES­A hafi gert athuga­semdir við fimm laga­bálka en þrí­r þeirra hafi nú þegar verið breytt í sam­ræmi við athuga­semd­ir ESA. Jafn­framt segir í drög­unum að rík­is­stjórnin telji það vera eitt mik­il­væg­asta hags­muna­mál Íslands að sinna fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins vel og þetta sé frum­varp liður í því.

Með frum­varp­inu verður lagt til fellt verði út búsetu­skil­yrði lag­anna, það er að segja að rík­is­borg­arar EES-­ríkja, EFTA ríkja og Fær­eyja sem búsettir eru utan þess­ara ríkja, og rík­is­borg­arar þriðju ríkja sem búsettir eru á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, þurfi ekki lengur und­an­þágu ráð­herra til að vera í stjórn eða vera fram­kvæmda­stjórar fyr­ir­tækja í atvinnu­rekstri hér á land­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent