Stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi ekki lengur að vera búsettir innan EES

Í nýju frumvarpi atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins er lagt til að fellt verði úr lögum það skilyrði að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn íslenskra fyrirtækja þurfi að vera búsettir innan Evrópska efnahagssvæðsins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið leggur til að fellt verði brott úr lögum þau skil­yrði að fram­kvæmda­stjór­ar og aðrir stjórn­endur íslenskra fyr­ir­tækja búi í að­ild­ar­ríkj­u­m EES-­samn­ings­ins, að­ild­ar­ríkj­u­m EFTA eða í Fær­eyj­u­m. 

Ef frum­varp ráðu­neyts­ins nær fram að ganga þýðir það að ­stjórn­end­ur ­ís­lenskra fyr­ir­tækja megi búa hvar sem er í heim­in­um, svo fram­ar­lega ­sem þeir eru rík­is­borg­arar í ofan­greindum ríkj­um. Til­efn­i laga­setn­ing­ar­inn­ar má rekja til athuga­semda Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA. 

Þurfa ekki að lengur und­an­þágu til að sitja í stjórn íslenskra fyr­ir­tækja

Í núgild­andi lögum er gerð krafa um að fram­kvæmda­stjórar og meiri­hluti stjórn­ar­manna í íslenskum atvinnu­fyr­ir­tækjum skulu vera búsettir hér á landi, með þeirri und­an­tekn­ingu að það gildir ekki um rík­is­borg­ara Fær­eyja, þeirra ríkja sem eiga aðild að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið eða þeirra ríkja sem eru aðilar EFTA. Hins vegar gera lögin kröfu um að við­kom­andi rík­is­borg­arar séu búsettir í fyrr­nefndum ríkj­um.

Auglýsing

Til­efni frum­varps­ins eru athuga­semd­ir ESA, eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, við fyrr­greint búsetu skil­yrði í íslenskum lögum en stofn­unin vakti fyrst ­at­huga­semd­ir við skil­yrðið í jan­úar 2014. Sam­kvæmt EES-­samn­ingum er ekki hægt að setja höft á rétt rík­is­borg­ara á EES-­svæð­inu til að öðl­ast stað­festu á yfir­ráða­svæði ein­hvers ann­ars ríkis á svæð­inu. Stað­festu­rétt­ur­inn felur meðal ann­ars í sér rétt til að hefja og stunda sjálf­stæða atvinnu­starf­semi og til að stofna og reka fyr­ir­tæki.

Í frum­varps­drög­unum, sem birt hafa verið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, segir að ES­A hafi gert athuga­semdir við fimm laga­bálka en þrí­r þeirra hafi nú þegar verið breytt í sam­ræmi við athuga­semd­ir ESA. Jafn­framt segir í drög­unum að rík­is­stjórnin telji það vera eitt mik­il­væg­asta hags­muna­mál Íslands að sinna fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins vel og þetta sé frum­varp liður í því.

Með frum­varp­inu er lagt til fellt verði út búsetu­skil­yrði lag­anna, það er að segja að rík­is­borg­arar EES-­ríkja, EFTA ríkja og Fær­eyja sem búsettir eru utan þess­ara ríkja, og rík­is­borg­arar þriðju ríkja sem búsettir eru á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, þurfi ekki lengur und­an­þágu ráð­herra til að vera í stjórn eða vera fram­kvæmda­stjórar fyr­ir­tækja í atvinnu­rekstri hér á land­i. 

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent