Í dag samþykkti stjórn HB Granda hf. samninga um kaup á sölufélögum í Asíu og leggja þá fyrir hluthafafund til samþykktar. Félagið gerði kauptilboð í félögin að fjárhæð 31,1 milljón evra eða 4,4 milljörðum króna síðastliðinn föstudag, að því er kemur fram í fréttatilkynningu félagsins.
Eigandi félaganna gekk að tilboðinu og er tilgangurinn að styrkja sölu- og markaðsstarf félagsins á alþjóðamörkuðum, einkum í Asíu.
Auglýsing
Guðmundur Kristjánsson er forstjóri HB Granda, og jafnframt stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Útgerðafélag Reykjavíkur er einnig stærsti eigandi HB Granda. Markaðsvirði HB Granda í dag, er um 60 milljarðar króna.