Vill að hið vinnandi fólk taki þátt í stefnumótun í ferðaþjónustunni

Forseti ASÍ segir að stéttarfélög um land allt hamist við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og þar sé ekki allt fallegt að sjá.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ segir að það komi veru­lega á óvart að stjórn­völd séu að móta stefnu í ferða­þjón­ustu til árs­ins 2030 án þess að full­trúum vinn­andi fólks hafi verið boðið að borð­inu. Frá þessu greinir hún í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag. 

Í upp­hafi árs var skip­aður stýri­hópur sem hafði það hlut­verk að setja fram drög að fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljósi íslenskrar ferða­þjón­ustu til 2030. Tvö skjöl voru lögð fram í samráðs­gátt stjórn­valda í júní síð­ast­liðn­um; Fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljós íslenskrar ferða­þjón­ustu til 2030 og Jafn­væg­isás ferða­mála. Umsagn­ar­frestur er lið­inn en hann var til 21. júlí 2019. Þrjár umsagnir bárust, meðal ann­ars frá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar og ASÍ.

Auglýsing

Met í afneitun

Drífa segir að stétt­ar­fé­lög um land allt hamist við að verja rétt­indi fólks einmitt í ferða­þjón­ust­unni og þar sé ekki allt fal­legt sem þau sjá. „Reyndar er ferða­þjón­ustan í dag mjög frek á starfs­fólk og laun­unum er haldið niðri svo ekki sé talað um öll rétt­inda­brotin í grein­inni. Stétt­ar­fé­lög áætla að um 70% af þeirra tíma og orku fari í að berj­ast fyrir rétt­indum fólks í ferða­þjón­ustu en hlut­fall félags­manna í grein­inni er umtals­vert lægra,“ skrifar hún.

Hún segir jafn­framt að það að móta stefnu í grein­inni án þess að eyða einni setn­ingu í aðbún­að, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinn­una sé ein­hvers konar met í afneit­un. 

Að ræða breyt­ingar á leigu­bíla­akstri án þess að taka til­lit til vinn­andi fólks ekki í boði

Drífa telur að það sama megi segja um umræð­una um að afnema sér­leyfin í leigu­bíla­akstri. Flestar borgir þar sem til að mynda Uber hafi fest sig í sessi séu í tómum vand­ræðum einmitt vegna félags­legra und­ir­boða og yfir­völd reyni af fremsta mætti að vinda ofan af þeirri þró­un. Þau sem keyra bíl­ana séu langt fyrir neðan lág­marks­laun og fari arð­ur­inn til fyr­ir­tækja sem skráð eru í öðrum lönd­um.

„Að ræða breyt­ingar á leigu­bíla­akstri, þó ekki sé verið að leyfa Uber sér­stak­lega, án þess að taka til­lit til vinn­andi fólks í grein­inni er ein­fald­lega ekki í boði. Það ríður eng­inn feitum hesti frá leigu­bíla­akstri í dag og lækkun verðs á leigu­bílum þýðir launa­lækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deili­hag­kerfið og hvernig það getur snú­ist gegn vinn­andi fólki þar sem ein­stak­lingar eru í sam­keppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðn­ing­ar­sam­bandi með þeim rétt­indum sem fylgir,“ skrifar Drífa.

Hún hvetur Íslend­inga að fara var­lega í sak­irnar og að ASÍ krefj­ist þess að allar stefnu­mót­anir til fram­tíðar séu ekki síst unnar út frá hags­munum vinn­andi fólks.

Það kom veru­lega á óvart að stjórn­völd séu að móta stefnu í ferða­þjón­ustu til árs­ins 2030 án þess að full­trúum vinn­and­i...

Posted by Drífa Snæ­dal on Wed­nes­day, July 24, 2019


Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent