Vill að hið vinnandi fólk taki þátt í stefnumótun í ferðaþjónustunni

Forseti ASÍ segir að stéttarfélög um land allt hamist við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og þar sé ekki allt fallegt að sjá.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ segir að það komi veru­lega á óvart að stjórn­völd séu að móta stefnu í ferða­þjón­ustu til árs­ins 2030 án þess að full­trúum vinn­andi fólks hafi verið boðið að borð­inu. Frá þessu greinir hún í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag. 

Í upp­hafi árs var skip­aður stýri­hópur sem hafði það hlut­verk að setja fram drög að fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljósi íslenskrar ferða­þjón­ustu til 2030. Tvö skjöl voru lögð fram í samráðs­gátt stjórn­valda í júní síð­ast­liðn­um; Fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljós íslenskrar ferða­þjón­ustu til 2030 og Jafn­væg­isás ferða­mála. Umsagn­ar­frestur er lið­inn en hann var til 21. júlí 2019. Þrjár umsagnir bárust, meðal ann­ars frá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar og ASÍ.

Auglýsing

Met í afneitun

Drífa segir að stétt­ar­fé­lög um land allt hamist við að verja rétt­indi fólks einmitt í ferða­þjón­ust­unni og þar sé ekki allt fal­legt sem þau sjá. „Reyndar er ferða­þjón­ustan í dag mjög frek á starfs­fólk og laun­unum er haldið niðri svo ekki sé talað um öll rétt­inda­brotin í grein­inni. Stétt­ar­fé­lög áætla að um 70% af þeirra tíma og orku fari í að berj­ast fyrir rétt­indum fólks í ferða­þjón­ustu en hlut­fall félags­manna í grein­inni er umtals­vert lægra,“ skrifar hún.

Hún segir jafn­framt að það að móta stefnu í grein­inni án þess að eyða einni setn­ingu í aðbún­að, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinn­una sé ein­hvers konar met í afneit­un. 

Að ræða breyt­ingar á leigu­bíla­akstri án þess að taka til­lit til vinn­andi fólks ekki í boði

Drífa telur að það sama megi segja um umræð­una um að afnema sér­leyfin í leigu­bíla­akstri. Flestar borgir þar sem til að mynda Uber hafi fest sig í sessi séu í tómum vand­ræðum einmitt vegna félags­legra und­ir­boða og yfir­völd reyni af fremsta mætti að vinda ofan af þeirri þró­un. Þau sem keyra bíl­ana séu langt fyrir neðan lág­marks­laun og fari arð­ur­inn til fyr­ir­tækja sem skráð eru í öðrum lönd­um.

„Að ræða breyt­ingar á leigu­bíla­akstri, þó ekki sé verið að leyfa Uber sér­stak­lega, án þess að taka til­lit til vinn­andi fólks í grein­inni er ein­fald­lega ekki í boði. Það ríður eng­inn feitum hesti frá leigu­bíla­akstri í dag og lækkun verðs á leigu­bílum þýðir launa­lækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deili­hag­kerfið og hvernig það getur snú­ist gegn vinn­andi fólki þar sem ein­stak­lingar eru í sam­keppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðn­ing­ar­sam­bandi með þeim rétt­indum sem fylgir,“ skrifar Drífa.

Hún hvetur Íslend­inga að fara var­lega í sak­irnar og að ASÍ krefj­ist þess að allar stefnu­mót­anir til fram­tíðar séu ekki síst unnar út frá hags­munum vinn­andi fólks.

Það kom veru­lega á óvart að stjórn­völd séu að móta stefnu í ferða­þjón­ustu til árs­ins 2030 án þess að full­trúum vinn­and­i...

Posted by Drífa Snæ­dal on Wed­nes­day, July 24, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent