Vill að hið vinnandi fólk taki þátt í stefnumótun í ferðaþjónustunni

Forseti ASÍ segir að stéttarfélög um land allt hamist við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og þar sé ekki allt fallegt að sjá.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ segir að það komi veru­lega á óvart að stjórn­völd séu að móta stefnu í ferða­þjón­ustu til árs­ins 2030 án þess að full­trúum vinn­andi fólks hafi verið boðið að borð­inu. Frá þessu greinir hún í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag. 

Í upp­hafi árs var skip­aður stýri­hópur sem hafði það hlut­verk að setja fram drög að fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljósi íslenskrar ferða­þjón­ustu til 2030. Tvö skjöl voru lögð fram í samráðs­gátt stjórn­valda í júní síð­ast­liðn­um; Fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljós íslenskrar ferða­þjón­ustu til 2030 og Jafn­væg­isás ferða­mála. Umsagn­ar­frestur er lið­inn en hann var til 21. júlí 2019. Þrjár umsagnir bárust, meðal ann­ars frá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar og ASÍ.

Auglýsing

Met í afneitun

Drífa segir að stétt­ar­fé­lög um land allt hamist við að verja rétt­indi fólks einmitt í ferða­þjón­ust­unni og þar sé ekki allt fal­legt sem þau sjá. „Reyndar er ferða­þjón­ustan í dag mjög frek á starfs­fólk og laun­unum er haldið niðri svo ekki sé talað um öll rétt­inda­brotin í grein­inni. Stétt­ar­fé­lög áætla að um 70% af þeirra tíma og orku fari í að berj­ast fyrir rétt­indum fólks í ferða­þjón­ustu en hlut­fall félags­manna í grein­inni er umtals­vert lægra,“ skrifar hún.

Hún segir jafn­framt að það að móta stefnu í grein­inni án þess að eyða einni setn­ingu í aðbún­að, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinn­una sé ein­hvers konar met í afneit­un. 

Að ræða breyt­ingar á leigu­bíla­akstri án þess að taka til­lit til vinn­andi fólks ekki í boði

Drífa telur að það sama megi segja um umræð­una um að afnema sér­leyfin í leigu­bíla­akstri. Flestar borgir þar sem til að mynda Uber hafi fest sig í sessi séu í tómum vand­ræðum einmitt vegna félags­legra und­ir­boða og yfir­völd reyni af fremsta mætti að vinda ofan af þeirri þró­un. Þau sem keyra bíl­ana séu langt fyrir neðan lág­marks­laun og fari arð­ur­inn til fyr­ir­tækja sem skráð eru í öðrum lönd­um.

„Að ræða breyt­ingar á leigu­bíla­akstri, þó ekki sé verið að leyfa Uber sér­stak­lega, án þess að taka til­lit til vinn­andi fólks í grein­inni er ein­fald­lega ekki í boði. Það ríður eng­inn feitum hesti frá leigu­bíla­akstri í dag og lækkun verðs á leigu­bílum þýðir launa­lækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deili­hag­kerfið og hvernig það getur snú­ist gegn vinn­andi fólki þar sem ein­stak­lingar eru í sam­keppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðn­ing­ar­sam­bandi með þeim rétt­indum sem fylgir,“ skrifar Drífa.

Hún hvetur Íslend­inga að fara var­lega í sak­irnar og að ASÍ krefj­ist þess að allar stefnu­mót­anir til fram­tíðar séu ekki síst unnar út frá hags­munum vinn­andi fólks.

Það kom veru­lega á óvart að stjórn­völd séu að móta stefnu í ferða­þjón­ustu til árs­ins 2030 án þess að full­trúum vinn­and­i...

Posted by Drífa Snæ­dal on Wed­nes­day, July 24, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent