Varðhundar feðraveldisins klóra í bakkann

Eva Sigurðardóttir er í skipulagsteymi Druslugöngunnar í ár. Hún segir mikilvægt að halda baráttunni gegn kynferðisofbeldi áfram og segir kynferðisofbeldi geta gerst alls staðar.

Eva Sigurðardóttir
Auglýsing

Varðhundar feðraveldisins klóra í bakkann með því að kæra þolendur fyrir meiðyrði. Þeir reyna að draga úr ofbeldi og upplifun fólks sem verður fyrir ofbeldi segir Eva Sigurðardóttir í samtali við Kjarnann. Eva er í skipulagsteymi Druslugöngunnar í ár.

Druslugangan hefst klukkan 14 á laugardaginn en varningssala byrjar klukkan 13 fyrir framan Hallgrímskirkju. Í ár er engin ákveðin yfirskrift Druslugöngunnar en þó eru ákveðnir hlutir sem skipuleggjendur vilja leggja áherslu á. „Eins og í fyrra vildum við leggja áherslu á að allir geti orðið fyrir ofbeldi óháð kyni, uppruna og stétt. Kynferðisofbeldi getur gerst allst staðar og geta gerendur og þolendur verið alls staðar. Við viljum vera meira inklúsív,“ segir Eva. 

Auglýsing
„Það hefur sýnt sig í kjölfar aukinnar umræðu að það er þörf á Druslugöngunni. Við sjáum magnið af ofbeldi í samfélaginu,“ segir Eva spurð um mikilvægi Druslugöngunnar. „Við sjáum varðhunda feðraveldisins klóra í bakkann með því að kæra þolendur fyrir meiðyrði. Þeir reyna að draga úr ofbeldinu og upplifun fólks sem verður fyrir ofbeldi.“

Mynd: aðsend

Eva segir Druslugönguna vera mikilvægt vopn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. „Við þurfum að hlada áfram þangað til að þetta er ekki lengur partur af samfélaginu,“ segir hún.

Aldís Schram og Sigrún Bragadóttir munu flytja ávarp

„Aldís Schram og Sigrún Bragadóttir, hannyrðapönkari og aktívisti munu flytja ávarp á göngunni,“ segir Eva. Auk þess verða ýmsir viðburðir í vikunni, til að mynda verður „Peppkvöld“ Druslugöngunnar kl 8 í kvöld í Gamla bíói. „Sá viðburður er undirbúningur til að fá druslur til að koma saman og skemmta sér í öruggu rými,“ segir Eva.

Ýmsir tónlistarmenn munu spila á kvöldinu, til að mynda Milkywhale, Countess Malaise, Girl Power hópurinn og mun kvöldið enda á DJ Völu. „Kvöldið er haldið svo fólk geti komið saman og haft gaman án þess að hafa áhyggjur,“ segir Eva.

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Annað kvöld verður skiltagerð fyrir Druslugönguna á Loft hosteli kl 7. „Sigrún Bragadóttir verður með hannyrðatengda vinnustofu. Við hvetjum fólk til að mæta til að koma sínum skilaboðum áleiðis,“ segir Eva. „Þú þarft ekki að kaupa druslubol. Þú getur skrifað eitthvað á bol og verið í honum í göngunni. Við viljum að þú takir völdin í þínar eigin hendur.“

Eva segir alla velkomna á Druslugönguna. „Hún er ekki bara fyrir brotaþola eða fjölskyldur brotaþola heldur alla sem eru á móti ofbeldi,“ segir Eva. „Slagurinn er ekki búinn og það er mikilvægt að mæta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal