Erfið staða innanlandsflugs

Í nýjum drögum að heildstæðri flugstefnu stjórnvalda kemur fram að staða innanlandsflugs sé erfið. Fjöldi farþega hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu tíu árum og afkoma flugfélaganna tveggja þykir óásættanleg.

Reykjavíkurflugvöllur
Auglýsing

Á sama tíma og milli­landa­flug hefur vaxið mikið hér­lendis hefur orðið tals­verður sam­dráttur í inn­an­lands­flug­i. T­vö flug­félög stund­uðu áætl­un­ar­flug inn­an­lands árið 2018 en sam­kvæmt drögum að nýrri flug­stefnu stjórn­valda hefur rekstur þeirra verið þung­ur. Á síð­ustu tíu árum hefur far­þegum í inn­an­lands­flugi fækkað um fimmt­ung og tekjur flug­fé­lag­anna tveggja ekki staðið undir kostn­aði.

Afkoma í inn­an­lands­flugi ekki verið ásætt­an­leg

Í nýjum drögum að græn­bók um stefnu stjórn­valda í mál­efnum flug­rekstrar og flug­tengdrar starf­semi hér á landi, sem starfs­hópur sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra vann, kemur fram að mikil þróun hafi orðið í flug­reks­rti hér á landi á und­an­förnum ára­tugum og að umfang grein­ar­innar hafi aukist veru­lega, einkum á síð­ustu tíu ár­um.

Flug­ferðum til og frá land­inu hefur fjölgað og mun fleiri flug­félög fljúga til lands­ins en áð­ur. Árið 2008 flugu færri en fimm félög allt árið til­ Ís­lands en tíu árum seinna flugu hingað til lands 31 félag, þar af voru 11 erlend félög sem flugu allt eða nær allt árið. 

Auglýsing

Á meðan milli­landa­flug hefur auk­ist veru­lega hér á landi hef­ur ­rekstur flug­fé­laga sem fljúga inn­an­lands verið erf­iður og fjöldi far­þega dreg­ist sam­an­. Í flug­stefn­unni segir að afkoma í inn­an­lands­flugi hafi ekki verið ásætt­an­leg hjá þeim tveimur félögum sem hafa sinnt þess­ari þjón­ustu á síðast­liðnum ár­um. Far­gjöldin og þar með tekj­urnar hafi ekki staðið undir kostn­aði og félögin því verið rekin með tapi.

Á vor­mán­uðum 2019 lýstu stjórnendur Icelandair því yfir að rekstur Air Iceland Conn­ect væri mjög erf­iður og skoða þyrfti allar leiðir til að bæta hann. Önnur flug­félög í inn­an­lands­flug­rekstri hafa einnig átt í erf­ið­leikum og í stefn­unni segir að ljóst sé að rekstr­ar­um­hverfi þeirra er erfitt.

Far­þegum fækkað um 20 pró­sent 

Eftir mik­inn sam­drátt í ferða­þega­fjölda frá árinu 2008 fór far­þegum í inn­an­lands­flugi aftur að fjölga árið 2014 og á þremur árum fjölg­aði far­þegum um 14,5 pró­sent. Má það að ein­hverju leyti rekja til fjölgun erlendra ferð­manna hér á landi en talið er að þeir séu um 20 pró­sent af far­þega­fjöld­anum í inn­an­lands­flug­um. Hins vegar segir í stefn­unni að þeir ferða­menn sem fari spar­lega með fé séu ólík­legir til að nýta sér inn­an­lands­flugið en sá hópur hefur ein­kennt þá aukn­ingu sem hefur verið í fjölda ferð­manna hér á landi á síðast­liðnum ár­um. Á síð­asta ári fækk­aði far­þegum í inn­an­lands­flugi aftur og segir í flug­stefn­unni að út­lit sé fyrir að í ár verði aftur fækkun milli ára. 

Mynd:Samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið.

Í stefn­unni segir að sveifl­ur í far­þega­fjölda í inn­an­lands­flugi megi rekja til nokk­urra þátta. Álög á inn­an­lands­flug hafi auk­ist á síð­ustu árum en á tíma­bil­inu 2009 til 2013 þre­föld­uð­ust álögur vegna hækk­ana á lend­ing­ar­gjöld­um, kolefn­is­skatti og flug­leið­sögu­gjaldi. Þeim kostn­að­ar­auka hefur verið velt út í verð­lag en rann­sóknir sýna að verð­teygni í flug er um 0,5 til 1,0 sem þýðir að með 10 pró­sent verð­hækkun verður 5 til 10 pró­sent fækkun í fjölda far­þega, svo dæmi sé tek­ið. 

Auk þess hafi aðrar sam­göngu­bætur í sam­fé­lag­inu áhrif en eftir að Land­eyj­ar­höfn var tekin í notkun árið 2010, sama ár og álögur á flug voru aukn­ar, er áætlað að í kjöl­farið hafi orðið 70.000 far­þega­fækkun í flugi inn­an­lands. Í heild­ina hefur far­þegum í inn­an­flugi fækkað um 20 pró­sent frá árinu 2008.

Þá hefur far­þegum í inn­an­lands­flugi ekki ein­ung­is ­fækkað heldur hefur frakt einnig minnkað en frá ár­inu 2013 hefur hún dreg­ist saman um þriðj­ung. ­Með frakt í þessum skiln­ing­i er átt við bæði hefð­bundna frakt og póst. ­Sam­kvæmt starfs­hópnum geta nokkrar ástæður verið fyrir þess­ari minnkun, svo sem almennur sam­dráttur í póst­send­ing­um, fækkun flug­ferða inn­an­lands og aukin sam­keppni við land­flutn­inga. Að mati hóps­ins gera þessar breyt­ingar á frakt­flutn­ingum ásamt erf­iðri stöðu í far­þega­flutn­ingum stöðu inn­an­lands­flugs­ins erf­iða.

Tveggja millj­arða upp­söfnuð við­halds­þörf 

Í drög­unum að græn­bók­inni eru lag­aðar til ýmsar til­lögur til að styrkja flug­rekstur hér á landi til fram­tíðar en hóp­ur­inn telur að inn­an­lands­flug skipti miklu máli fyrir íslenskt atvinnu­líf. „Inn­an­lands­flugið er þýð­ing­ar­mik­ill sam­göngumáti fyrir Ís­lend­inga og skiptir miklu máli fyrir atvinnu­lífið og almenn­ing þegar kemur að teng­ingum fjöl­mennra þétt­býlis­staða á lands­byggð­inni við höf­uð­borg­ina,“ segir í stefn­unni

Hóp­ur­inn leggur meðal ann­ars til að al­menn­ings­sam­göngur á milli Reykja­vík­ur­flug­vallar og Kefla­vík­ur­flug­vallar verði styrktar svo að flug­far­þegar geti auð­veld­lega farið á milli alþjóða­flugs og inn­an­lands­flugs. 

Auk þess leggur hóp­ur­inn mikla áherslu á að stjórn­völd tryggi aukið fjár­magn til fram­kvæmda á flug­völlum en í stefn­unni segir að eftir hrun hafi við­hald og nýfram­kvæmdir á flug­völlum setið á hak­an­um. Hóp­ur­inn áætlar að upp­söfnuð við­halds­þörf flug­valla um allt land sé um tveir millj­arðar króna. Starfs­hóp­ur­inn segir að ástandið sé orðið víða óvið­un­andi sem hafi meðal ann­ars leitt til þjón­ustu­skerð­ing­ar. 

Mynd:Samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið.

Jafn­framt leggur hóp­ur­inn til að stofn­aður verði sjóður um upp­bygg­ingu vara­flug­valla sem verði einkum fjár­magn­aður af flug­rek­endum en einnig ís­lenska rík­inu í upp­hafi í því skyni að ráða bót á brýn­ustu þörf­inni. Hóp­ur­inn leggur til inn­heimt verði hóf­legt flug­valla­gjald hjá flug­rek­endum sem mun renna inn í sjóð­inn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent