Mikill meirihluti hlynntur frekari skorðum á jarðakaup erlendra aðila

Rúmlega 80 prósent landsmanna segist vera mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila hér á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðar frumvarp um jarðakaup í haust.

Mývatn
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lands­manna er hlynntur því að stjórn­völd setji frek­ari skorður við jarða­kaupum erlendra aðila á Íslandi. Alls sögð­ust 84 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könn­un Zenter ­fyrir Frétta­blaðið vera mjög eða frekar sam­mála því að setja þyrfti frek­ari skorður á jarða­kaup erlendra aðila. Þá sögð­ust aðeins fimm pró­sent lands­manna vera mjög eða frekar ósam­mála því.

Nýtt frum­varp um jarða­kaup í haust 

­Greint hefur verið frá því að um 60 jarðir á Íslandi eru í eigu erlendra fjár­­­festa og við­­skipta­­fé­laga þeirra. Þar af á James Arthur Ratclif­fe tugi jarða hér á landi og en félag Ratclif­fe, Dylan Hold­ing S.A., er móð­­ur­­fé­lag 20 ann­­arra félaga sem skráð eru eig­endur jarða á Íslandi. Eign­­ar­hlut­­ur­inn er breyt­i­­legur en oft er um 100 pró­­senta hlut að ræða í jörð­un­­um.

Í lok sept­­em­ber í fyrra var skip­aður starfs­hóp­­ur til að end­­ur­­skoða lög um eign­­ar­hald á bújörð­u­m. ­­Starfs­hóp­­ur­inn lagði meðal ann­­ars til að skil­yrði yrði sett um að eig­endur jarða byggju sjálfir á jörð­inni og að erlendir eig­end­­ur ­­þyrft­u að hafa þar lög­­heim­il­i. 

Auglýsing

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, ­­sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­harra, ­segir að nú sé vinna í gangi á vegum stjórn­­­valda í tengslum við til­­lögur starfs­hóps­ins en mál­efnið varðar marga laga­bálka undir ólíkum ráðu­­neyt­­um. Hann seg­ist jafn­­framt að von­­ast sé eftir því frum­varp um jarða­­kaup verði til­­­búið snemma í haust. 

„Við erum að skoða hvaða breyt­ingar þurfi að gera á ólíkum laga­bálk­um, því breyt­ing­­arnar sem gerðar voru upp úr alda­­mót­um, árin 2003 og 2004, tóku niður allar eðli­­legar girð­ingar hvað þetta varðar og þessu verðum við að breyta,“ segir hann og bætir við „Mín skoðun er sú að við þurfum að ganga eins langt og við komumst.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­is­­sjón­varps­ins fyrr í júní að það væri breiður póli­­­tísk­ur vilji til að tak­­­marka jarða­­kaup auð­­manna hér á land­i. 

Eldra fólk mjög hlynnt frek­ari hömlum

Í könnun Zenter sögð­ust 55,6 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu vera mjög sam­mála því að stjórn­völd eigi að setja eigi frekar skorður eða kröfur við jarða­kaup erlendra aðila. Þá sögð­ust 28 pró­sent vera frekar sam­mála því, 11,3 pró­sent hvorki né og aðeins 3,5 pró­sent frekar ósam­mála og 1,6 pró­sent mjög ósam­mála. 

Þá eru íbú­ar á lands­byggð­inni lík­legri en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að vera mjög sam­mála frekari skorðum við jarða­kaupum erlendra að­ila. Jafn­framt er eldra fólk mun lík­legra til að vera mjög sam­mála því að setja eigi frek­ari skorður en yngri fólk en þó er mik­ill meiri­hluti hlynntur hömlum á jarða­kaup í öllum ald­urs­hóp­um.

Könn­unin var fram­kvæmd 24. til 29. júlí síð­ast­lið­inn og var send á tvö þús­und ein­stak­linga í könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna. Svar­hlut­fallið var 51 pró­sent en gögnin vor­u vigtuð eftir kyni, aldri og búset­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í Nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent