Mikill meirihluti hlynntur frekari skorðum á jarðakaup erlendra aðila

Rúmlega 80 prósent landsmanna segist vera mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila hér á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðar frumvarp um jarðakaup í haust.

Mývatn
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lands­manna er hlynntur því að stjórn­völd setji frek­ari skorður við jarða­kaupum erlendra aðila á Íslandi. Alls sögð­ust 84 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könn­un Zenter ­fyrir Frétta­blaðið vera mjög eða frekar sam­mála því að setja þyrfti frek­ari skorður á jarða­kaup erlendra aðila. Þá sögð­ust aðeins fimm pró­sent lands­manna vera mjög eða frekar ósam­mála því.

Nýtt frum­varp um jarða­kaup í haust 

­Greint hefur verið frá því að um 60 jarðir á Íslandi eru í eigu erlendra fjár­­­festa og við­­skipta­­fé­laga þeirra. Þar af á James Arthur Ratclif­fe tugi jarða hér á landi og en félag Ratclif­fe, Dylan Hold­ing S.A., er móð­­ur­­fé­lag 20 ann­­arra félaga sem skráð eru eig­endur jarða á Íslandi. Eign­­ar­hlut­­ur­inn er breyt­i­­legur en oft er um 100 pró­­senta hlut að ræða í jörð­un­­um.

Í lok sept­­em­ber í fyrra var skip­aður starfs­hóp­­ur til að end­­ur­­skoða lög um eign­­ar­hald á bújörð­u­m. ­­Starfs­hóp­­ur­inn lagði meðal ann­­ars til að skil­yrði yrði sett um að eig­endur jarða byggju sjálfir á jörð­inni og að erlendir eig­end­­ur ­­þyrft­u að hafa þar lög­­heim­il­i. 

Auglýsing

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, ­­sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­harra, ­segir að nú sé vinna í gangi á vegum stjórn­­­valda í tengslum við til­­lögur starfs­hóps­ins en mál­efnið varðar marga laga­bálka undir ólíkum ráðu­­neyt­­um. Hann seg­ist jafn­­framt að von­­ast sé eftir því frum­varp um jarða­­kaup verði til­­­búið snemma í haust. 

„Við erum að skoða hvaða breyt­ingar þurfi að gera á ólíkum laga­bálk­um, því breyt­ing­­arnar sem gerðar voru upp úr alda­­mót­um, árin 2003 og 2004, tóku niður allar eðli­­legar girð­ingar hvað þetta varðar og þessu verðum við að breyta,“ segir hann og bætir við „Mín skoðun er sú að við þurfum að ganga eins langt og við komumst.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­is­­sjón­varps­ins fyrr í júní að það væri breiður póli­­­tísk­ur vilji til að tak­­­marka jarða­­kaup auð­­manna hér á land­i. 

Eldra fólk mjög hlynnt frek­ari hömlum

Í könnun Zenter sögð­ust 55,6 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu vera mjög sam­mála því að stjórn­völd eigi að setja eigi frekar skorður eða kröfur við jarða­kaup erlendra aðila. Þá sögð­ust 28 pró­sent vera frekar sam­mála því, 11,3 pró­sent hvorki né og aðeins 3,5 pró­sent frekar ósam­mála og 1,6 pró­sent mjög ósam­mála. 

Þá eru íbú­ar á lands­byggð­inni lík­legri en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að vera mjög sam­mála frekari skorðum við jarða­kaupum erlendra að­ila. Jafn­framt er eldra fólk mun lík­legra til að vera mjög sam­mála því að setja eigi frek­ari skorður en yngri fólk en þó er mik­ill meiri­hluti hlynntur hömlum á jarða­kaup í öllum ald­urs­hóp­um.

Könn­unin var fram­kvæmd 24. til 29. júlí síð­ast­lið­inn og var send á tvö þús­und ein­stak­linga í könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna. Svar­hlut­fallið var 51 pró­sent en gögnin vor­u vigtuð eftir kyni, aldri og búset­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent