Mikill meirihluti hlynntur frekari skorðum á jarðakaup erlendra aðila

Rúmlega 80 prósent landsmanna segist vera mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila hér á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðar frumvarp um jarðakaup í haust.

Mývatn
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lands­manna er hlynntur því að stjórn­völd setji frek­ari skorður við jarða­kaupum erlendra aðila á Íslandi. Alls sögð­ust 84 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könn­un Zenter ­fyrir Frétta­blaðið vera mjög eða frekar sam­mála því að setja þyrfti frek­ari skorður á jarða­kaup erlendra aðila. Þá sögð­ust aðeins fimm pró­sent lands­manna vera mjög eða frekar ósam­mála því.

Nýtt frum­varp um jarða­kaup í haust 

­Greint hefur verið frá því að um 60 jarðir á Íslandi eru í eigu erlendra fjár­­­festa og við­­skipta­­fé­laga þeirra. Þar af á James Arthur Ratclif­fe tugi jarða hér á landi og en félag Ratclif­fe, Dylan Hold­ing S.A., er móð­­ur­­fé­lag 20 ann­­arra félaga sem skráð eru eig­endur jarða á Íslandi. Eign­­ar­hlut­­ur­inn er breyt­i­­legur en oft er um 100 pró­­senta hlut að ræða í jörð­un­­um.

Í lok sept­­em­ber í fyrra var skip­aður starfs­hóp­­ur til að end­­ur­­skoða lög um eign­­ar­hald á bújörð­u­m. ­­Starfs­hóp­­ur­inn lagði meðal ann­­ars til að skil­yrði yrði sett um að eig­endur jarða byggju sjálfir á jörð­inni og að erlendir eig­end­­ur ­­þyrft­u að hafa þar lög­­heim­il­i. 

Auglýsing

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, ­­sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­harra, ­segir að nú sé vinna í gangi á vegum stjórn­­­valda í tengslum við til­­lögur starfs­hóps­ins en mál­efnið varðar marga laga­bálka undir ólíkum ráðu­­neyt­­um. Hann seg­ist jafn­­framt að von­­ast sé eftir því frum­varp um jarða­­kaup verði til­­­búið snemma í haust. 

„Við erum að skoða hvaða breyt­ingar þurfi að gera á ólíkum laga­bálk­um, því breyt­ing­­arnar sem gerðar voru upp úr alda­­mót­um, árin 2003 og 2004, tóku niður allar eðli­­legar girð­ingar hvað þetta varðar og þessu verðum við að breyta,“ segir hann og bætir við „Mín skoðun er sú að við þurfum að ganga eins langt og við komumst.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­is­­sjón­varps­ins fyrr í júní að það væri breiður póli­­­tísk­ur vilji til að tak­­­marka jarða­­kaup auð­­manna hér á land­i. 

Eldra fólk mjög hlynnt frek­ari hömlum

Í könnun Zenter sögð­ust 55,6 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu vera mjög sam­mála því að stjórn­völd eigi að setja eigi frekar skorður eða kröfur við jarða­kaup erlendra aðila. Þá sögð­ust 28 pró­sent vera frekar sam­mála því, 11,3 pró­sent hvorki né og aðeins 3,5 pró­sent frekar ósam­mála og 1,6 pró­sent mjög ósam­mála. 

Þá eru íbú­ar á lands­byggð­inni lík­legri en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að vera mjög sam­mála frekari skorðum við jarða­kaupum erlendra að­ila. Jafn­framt er eldra fólk mun lík­legra til að vera mjög sam­mála því að setja eigi frek­ari skorður en yngri fólk en þó er mik­ill meiri­hluti hlynntur hömlum á jarða­kaup í öllum ald­urs­hóp­um.

Könn­unin var fram­kvæmd 24. til 29. júlí síð­ast­lið­inn og var send á tvö þús­und ein­stak­linga í könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna. Svar­hlut­fallið var 51 pró­sent en gögnin vor­u vigtuð eftir kyni, aldri og búset­u. 

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent