Ábendingar streyma inn til Neytendasamtakanna vegna smálána

Samkvæmt Neytendasamtökunum er lántakendum smálána enn neitað um sundurliðun á kröfum og heldur innheimta ólögmætra lána áfram.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Auglýsing

Nú sem fyrr streyma inn til Neytendasamtakanna ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem hefur tekið smálán sem eru í innheimtu hjá Almennri innheimtu ehf. þrátt fyrir yfirlýsingar fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendasamtökunum.

Þá segir í tilkynningunni að fólk sé krafið um greiðslur á ólögmætum vöxtum og himinháum vanskilakostnaði en hafi í mörgum tilfellum verið látið borga margfalt meira en því ber. „Almenn innheimta ehf. leikur enn þann ljóta leik að hóta fólki með skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, stilla því upp við vegg og innheimta himinháan vanskilakostnað ofan á kröfur sem fyrir liggur að eru ólögmætar,“ segir í tilkynningunni.

Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, hefur gefið það út að fyrirtækið sé hætt að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent. Hann hefur enn fremur sagt að Almenn innheimta hafi útvegað allar sundurliðanir sem þau hefðu verið beðin um. Neytendasamtökin halda því aftur á móti fram að fullyrðingar Gísla stangist á við reynslu skjólstæðinga þeirra.

Auglýsing

Standa ráðþrota gagnvart þessu framferði

„Athygli vekur að Almenn innheimta virðist gera allt til að flækja mál og tefja, meðal annars að áskilja sér 90 daga rétt til að afhenda sundurliðun yfir kröfurnar. Þá er fyrirtækið allt í einu farið að gera þá kröfu að fólk sendi mynd af persónuskilríki þrátt fyrir að hafa nægjanlega upplýsingar til að innheimta af því himinháar kröfur. Fengju lántakendur sundurliðun í hendur, kæmi líklegast í ljós að margar kröfurnar eru ólögmætar og hafi þegar verið greiddar margfaldlega til baka eins og mörg dæmi sanna,“ segir í frétt Neytendasamtakanna um málið.

Samtökin segjast standa ráðþrota gangvart þessu framferði og ekki muna eftir jafn svínslegum viðskiptaháttum og aðför að hópi neytanda sem oft sé veikur fyrir. Þá sé með öllu óskiljanlegt að lögmaður skuli komast upp með innheimtu á ólöglegum lánum og að halda mikilvægum gögnum frá lántakendum. Erindi Neytendasamtakanna til Lögmannafélags Íslands vegna starfshátta Gísla Kr. Björnssonar var vísað frá vegna aðildarskorts.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent