Siðanefnd telur Gunnar Braga og Bergþór hafa brotið siðareglur Alþingis

Bergþór Ólason og Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmenn Miðflokksins, brutu siðaregl­ur alþing­is­manna með um­mæl­um sín­um á barnum Klaustri samkvæmt áliti siðanefnd­ar. For­sæt­is­nefnd fund­ar um málið í dag.

Þingmenn - Klaustur bar
Auglýsing

Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í áliti Siðanefndar. 

Aðrir þing­menn sem tóku þátt í sam­tal­inu, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þingmenn Miðflokksins, og Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ísleifs­son, sem voru í Flokki fólks­ins þegar sam­talið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Miðflokk­inn, brutu ekki gegn siðaregl­um að mati nefndarinnar. Morgunblaðið greindi fyrst frá og hefur birt álit siðanefndar auk andsvara þingmanna.

Vanvirðing í garð umræddra kvenna 

Í áliti siðanefnd­ar segir að Bergþór og Gunn­ar Bragi hafi gerst brot­leg­ir við siðaregl­ur alþing­is­manna með um­mæl­um sem þeir létu falla á Klaustri bar. Siðanefnd fór yfir ummæli Bergþórs um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. 

Auglýsing

Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.

Nefndin fór einnig yfir ummæli Gunnars Braga um Albertínu og Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, fyrrverandi sundkonu. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis.

Anna Kolbrún fékk að njóta vafans 

Um­mæli Sig­mund­ar Davíðs og Önnu Kol­brún­ar voru einnig tek­in til skoðunar. Siðanefnd taldi rétt að Anna Kolbrún nyti vafans vegna ummæla sinna um Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmann Bjartrar framtíðar. Þótti siðanefnd­inni að um­mæli Önnu gætu skaðað ímynd Alþing­is en erfitt væri að slá því föstu. 

„Í ljósi af­mörk­un­ar for­sæt­is­nefnd­ar og hversu tak­markaðar upp­lýs­ing­ar liggja til grund­vall­ar þess­um um­mæl­um tel­ur siðanefnd rétt að Anna Kol­brún Árna­dótt­ir njóti vaf­ans að þessu leyti,“ segir í álit­inu.

Þá telur siðanefnd­in að um­mæli Sig­mund­ar Davíðs hafi ekki brotið gegn siðaregl­um. 

Forsætisnefnd fundar um málið í dag 

Siðanefndin tók einnig til umfjöllunar hvort að allir þingmennirnir á Klaustri hefðu brotið gegn siðareglum með því að sitja undir ummælum annarra þingmanna athugasemdalaust. Í áliti nefndarinnar segir að þingmennirnir hafi ekki gerst brotlegir vegna athafnaleysis.

For­sæt­is­nefnd fund­ar um málið í dag en siðanefnd skilaði áliti sínu um Klaustursmálið í júlí. Þingmennirnir fengu vikufrest til að bregðast við álitinu og skiluðu Bergþór, Gunnar Bragi, Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún inn andsvörum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent