Fjárfesting í innviðum hefur setið á hakanum

Heiðar Guðjónsson, formaður Efnahagsráðs norðurskautsins og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2, segir ýmsa kosti vera í þátttöku í kínverska innviða- og fjárfestingaverkefninu Belti og braut.

Heiðar Guðjónsson, formaður Efnahagsráðs norðurskautsins og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Heiðar Guðjónsson, formaður Efnahagsráðs norðurskautsins og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Auglýsing

Heiðar Guð­jóns­son, for­maður Efna­hags­ráðs norð­ur­skauts­ins og for­stjóri Voda­fone og Stöðvar 2, segir í sam­tali við Kjarn­ann ýmsa kosti vera fyrir Ísland við þátt­töku í Belti og braut, meðal ann­ars aðgangur að gríð­ar­legu fjár­magni til að byggja upp inn­viði. Þá séu kost­irnir sér­stak­lega miklir fyr­ir­ ­skipa­fé­lög, verk­taka og flug­fé­lög sem felist í flutn­inga­tengdum innviðum og gagna- og vöru­flutn­ing­um. 

Inn­viða- og fjár­vest­inga­verk­efnið Belti og braut (kínv. 一带一路, e. Belt and Road Ini­ti­ati­ve) er verk­efni sem ein­kennt hefur utan­rík­is­stefnu Kína frá árinu 2013 undir stjórn for­seta lands­ins, Xi Jin­p­ing. Með Belti og braut er vísað til hinnar fornu Silki­leiðar sem tengdi Kína við umheim­inn og vill Xi Jin­p­ing end­ur­vekja hana undir for­merkjum Beltis og braut­ar. Belti og braut – eða Silki­leið 21. ald­ar­innar – skipt­ist í stuttu máli í svo­kall­aðan silki­veg eða „belti“ á landi, til dæmis í formi lestar­teina og hrað­brauta. Hinn hlut­inn er silki­leið á sjó eða „braut“ – til dæmis í formi hafna sem þar að auki tengir Kína við umheim­inn. 

Auglýsing
Verkefnið er afar víð­feðmt og nær frá Kína til Evr­ópu og Aust­ur-Afr­íku, auk þess sem það nær til fjöl­margra Asíu­ríkja. Að minnsta kosti 68 ríki hafa skrifað undir þátt­töku í verk­efn­inu og saman mynda ríkin um 40 pró­sent lands­fram­leiðslu heims­ins. 

„Inn­viðir á Íslandi eru tak­mark­aðir og miðað við hvað landið er ríkt hefur fjár­fest­ing í innviðum setið á hak­an­um,“ segir Heið­ar. „Ís­land var í fyrnd­inni þjón­ustu­mið­stöð fyrir verslun á norð­ur­slóð­um. Hafnir á Íslandi eru íslausar árið um kring og er Ísland eina norð­ur­slóða­land­ið, auk Nor­egs, með slíkar hafn­ir,“ segir hann. Íslend­ingar ættu jafn­framt að nýta þau tæki­færi sem hljót­ast með auknum flutn­ingum á norð­ur­slóðum og ætti landið að vera þjón­ustu­mið­stöð í Atl­ants­hafi.

Heiðar segir mik­il­vægt að þátt­taka í Belti og braut sé á for­sendum heima­manna, þannig að lög­sagan sé skýr. „Að Kín­verjar séu að öðl­ast yfir­ráð í löndum sem þeir fjár­festa í er fjar­stæðu­kennt,“ segir hann. 

Með eða á móti ekki eina leiðin

Heiðar bendir á að Ísland hafi ekki ein­ungis þessa tvo kosti; að taka ann­að­hvort þátt eða ekki. Þriðji kost­ur­inn sé að fara að fyr­ir­mynd Finna, það er að skrifa ekki undir þátt­töku, heldur gera sér­samn­inga við kín­versk stjórn­völd um verk­efni sem rúm­ast til hliðar við Belti og braut. Þannig gangi Finnar ekki beint inn í heild­ar­verk­efni Beltis og brautar heldur geri sér­samn­inga um sér­stök verk­efni.

Hann segir að Norð­ur­löndin hafi enn ekki gerst form­legir aðilar að Belti og braut, en að Finn­land sé að fá gríð­ar­lega fjár­fest­ingu í sína inn­viði. „Finn­land er með verk­efni að byggja neð­an­sjáv­ar­göng frá Helsinki til Tallin að verð­mæti 15 millj­arða evra þar sem bæði Kín­verjar og Evr­ópu­sam­bandið eru fyr­ir­ferða­mikil innan þess verk­efn­is.“

„Annað verk­efni er fjár­fest­ing upp á 3 til 5 millj­arða evra fyrir járn­braut frá Rovaniemi til Kirkenes. Þar eru bæði kín­verskir aðilar og Evr­ópu­sam­bandið að fjár­festa,“ segir Heið­ar. „Þessi fjár­fest­ing, að búa til sam­gönguæð frá Kirkenes til Finn­lands og tengja beint við Evr­ópu, skiptir Finna gríð­ar­lega miklu máli. Það er dæmi um verk­efni sem Kín­verjar taka mik­inn þátt í,“ segir hann.

Heiðar bendir á að Finnar leggi nú jafn­framt sæstreng Norð-Aust­ur­leið­ina, þar sem streng­ur­inn fari norður fyrir Síberíu og niður til Japan og Kína. „Ef Kín­verjar byggja inn­viði í Finn­landi þá hafa þeir ekki lög­sögu þar. Þeir eru að taka áhættu með því að fjár­festa í land­inu. Þeir þurfa að haga sér í sam­ræmi við lög og reglur í við­kom­andi landi, ann­ars er hætta á að inn­viðir séu þjóð­nýtt­ir.“

Amer­ík­anar vilja ekki að Ísland skrifi undir samn­ing við Kína

„Am­er­ík­anar vilja alls ekki að við skrifum upp á svona samn­inga við Kína. Nú er kapp­hlaup hafið um upp­bygg­ingu inn­viða á norð­ur­slóð­u­m,“ segir Heið­ar. „Banda­ríkin reyna að stilla mönnum upp, segja „við eða þeir.“ Bretar hafa hins vegar sótt sér tæki­færi í því að semja bæði til aust­urs og vest­ur­s,“ segir hann og bætir því við að hann telji að Íslend­ingar ættu ekki að skipa sér í ákveðið lið. Far­sæl­ast væri að eiga við­skipti til bæði aust­urs og vest­urs.

Umdeilt fram­tak

Margir hafa þó gagn­rýnt verk­efnið og telja sumir að kín­versk stjórn­völd vilji nota það til þess að auka stjórn­mála­leg áhrif sín í heim­in­um. Banda­ríkin eru eflaust það ríki sem er opin­ber­lega hvað mest mót­fallið verk­efn­inu. Bæði vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, og utan­rík­is­ráð­herra, Mike Pompeo, hafa gagn­rýnt fram­takið og sagt það varpa ríkjum í skulda­gildru. Gagn­rýnendur vísa einnig oft til aðstæðna Srí Lanka í því sam­hengi.

Í suð­ur­hluta Srí Lanka hafa kín­versk fyr­ir­tæki einka­leigu­rétt til 99 ára á höfn sem kölluð er Hamban­tota höfn­in. Það er vegna þess að stjórn­völd í Srí Lanka gátu ekki greitt skuld sína við kín­versku fyr­ir­tækin sem byggðu höfn­ina.

Banda­ríkja­menn hafa jafn­framt gagn­rýnt skil­mála sem ýmsar þjóðir hafa geng­ist við þar sem kín­versk rík­is­fyr­ir­tæki standi að bygg­ing­unni eða lán undir for­merkjum Beltis og brautar með það að skil­yrði að kaupa vörur frá kín­verskum fyr­ir­tækj­um.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent