Icelandair aldrei flutt jafnmarga farþegar til landsins í júlí

Icelandair flutti alls 564 þúsund farþegar í júli. Farþegum sem flugu til Íslands fjölgaði um 32 prósent milli ára.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair flutti tæp­lega 251 þús­und far­þegar til Íslands í júlí­mán­uði. Það er ríf­lega 60 þús­und fleiri en félagið flutti til lands­ins í sama mán­uði í fyrra og far­þegum sem Icelandair flaug til Íslands fjölg­aði því  um 32 pró­sent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar um nýjar flutn­ings­tölur Icelanda­ir. WOW air, helsti sam­keppn­is­að­ili Icelanda­ir, fór í þrot í mars og því hefur dregið veru­lega úr sam­keppni á flugi til og frá Íslandi frá því í fyrra.

Þar segir einnig að heild­ar­fjöldi far­þega hjá Icelandair í mán­uð­inum hafi verið 564 þús­und og hafi auk­ist um níu pró­sent milli ára. Sæta­nýt­ing dróst hins vegar sam­an, var 82,9 pró­sent en hafði verið 85,3 pró­sent í júlí í fyrra. Ástæðan er sögð vera leiða­kerf­is­breyt­ingar sem gerðar voru vegna kyrr­setn­ingar MAX véla félags­ins skömmu fyrir ferða­tím­ann sem höfðu tals­verð nei­kvæð áhrif á sæta­nýt­ingu í júlí. 

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir einnig að „Atl­ants­hafs­mark­að­ur­inn var áfram stærsti mark­aður félags­ins í júlí með um 45 pró­sent af heild­ar­far­þega­fjölda þrátt fyrir að fjöldi skiptifar­þega hafi dreg­ist saman um 10 pró­sent á milli tíma­bila. Komu­stund­vísi í leiða­kerfi félags­ins í júlí var 71 pró­sent sam­an­borið við 51 pró­sent í júlí á síð­asta ári en góður árangur hefur náðst í að bæta stund­vísi þrátt fyrir minni sveigj­an­leika í flug­á­ætlun félags­ins vegna kyrr­setn­ingar MAX véla félags­ins.“

Far­þegar Air Iceland Conn­ect, sem flýgur inn­an­lands á Íslandi, voru um 28 þús­und í júlí og fækk­aði um tíu pró­sent frá því í fyrra.

Slakt upp­gjör á fyrri helm­ingi árs

Icelandair Group tap­aði alls 89,4 millj­ónum dala, um ell­efu millj­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálfs­árs­upp­gjöri félags­ins sem birt var í síð­ustu viku. Þar sagði að heild­ar­tekjur þess hefðu aukist, launa­kostn­aður lækkað en elds­neytis­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­véla­leigu hækk­að. 

Ástæðan fyrir slöku upp­fjöri var fyrst og síð­ast vegna kyrr­setn­ingar á MAX-­vélum Icelanda­ir, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­bót­ar. Vél­arnar voru kyrr­settar 12. mars en áætl­anir Icelandair gera ráð fyrir því að þær kom­ist aftur í gagnið í nóv­em­ber, þótt Boeing, fram­leið­andi vél­anna, hafi ekk­ert gefið út um það enn hvenær búast megi við því að vél­arnar geti flogið á ný. Eig­in­fjár­hlut­fall Icelandair lækk­aði úr 28 í 25 pró­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins þrátt fyrir hluta­fjár­aukn­ingu upp á 5,6 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Hand­bært fé félags­ins lækk­aði um 15,3 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­örðum króna í um 21,5 millj­arð króna.

Icelandair hyggst krefj­ast 17 millj­arða króna í skaða­bætur frá Boeing vegna kyrr­setn­ingar á MAX-­vél­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent