Icelandair aldrei flutt jafnmarga farþegar til landsins í júlí

Icelandair flutti alls 564 þúsund farþegar í júli. Farþegum sem flugu til Íslands fjölgaði um 32 prósent milli ára.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair flutti tæp­lega 251 þús­und far­þegar til Íslands í júlí­mán­uði. Það er ríf­lega 60 þús­und fleiri en félagið flutti til lands­ins í sama mán­uði í fyrra og far­þegum sem Icelandair flaug til Íslands fjölg­aði því  um 32 pró­sent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar um nýjar flutn­ings­tölur Icelanda­ir. WOW air, helsti sam­keppn­is­að­ili Icelanda­ir, fór í þrot í mars og því hefur dregið veru­lega úr sam­keppni á flugi til og frá Íslandi frá því í fyrra.

Þar segir einnig að heild­ar­fjöldi far­þega hjá Icelandair í mán­uð­inum hafi verið 564 þús­und og hafi auk­ist um níu pró­sent milli ára. Sæta­nýt­ing dróst hins vegar sam­an, var 82,9 pró­sent en hafði verið 85,3 pró­sent í júlí í fyrra. Ástæðan er sögð vera leiða­kerf­is­breyt­ingar sem gerðar voru vegna kyrr­setn­ingar MAX véla félags­ins skömmu fyrir ferða­tím­ann sem höfðu tals­verð nei­kvæð áhrif á sæta­nýt­ingu í júlí. 

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir einnig að „Atl­ants­hafs­mark­að­ur­inn var áfram stærsti mark­aður félags­ins í júlí með um 45 pró­sent af heild­ar­far­þega­fjölda þrátt fyrir að fjöldi skiptifar­þega hafi dreg­ist saman um 10 pró­sent á milli tíma­bila. Komu­stund­vísi í leiða­kerfi félags­ins í júlí var 71 pró­sent sam­an­borið við 51 pró­sent í júlí á síð­asta ári en góður árangur hefur náðst í að bæta stund­vísi þrátt fyrir minni sveigj­an­leika í flug­á­ætlun félags­ins vegna kyrr­setn­ingar MAX véla félags­ins.“

Far­þegar Air Iceland Conn­ect, sem flýgur inn­an­lands á Íslandi, voru um 28 þús­und í júlí og fækk­aði um tíu pró­sent frá því í fyrra.

Slakt upp­gjör á fyrri helm­ingi árs

Icelandair Group tap­aði alls 89,4 millj­ónum dala, um ell­efu millj­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálfs­árs­upp­gjöri félags­ins sem birt var í síð­ustu viku. Þar sagði að heild­ar­tekjur þess hefðu aukist, launa­kostn­aður lækkað en elds­neytis­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­véla­leigu hækk­að. 

Ástæðan fyrir slöku upp­fjöri var fyrst og síð­ast vegna kyrr­setn­ingar á MAX-­vélum Icelanda­ir, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­bót­ar. Vél­arnar voru kyrr­settar 12. mars en áætl­anir Icelandair gera ráð fyrir því að þær kom­ist aftur í gagnið í nóv­em­ber, þótt Boeing, fram­leið­andi vél­anna, hafi ekk­ert gefið út um það enn hvenær búast megi við því að vél­arnar geti flogið á ný. Eig­in­fjár­hlut­fall Icelandair lækk­aði úr 28 í 25 pró­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins þrátt fyrir hluta­fjár­aukn­ingu upp á 5,6 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Hand­bært fé félags­ins lækk­aði um 15,3 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­örðum króna í um 21,5 millj­arð króna.

Icelandair hyggst krefj­ast 17 millj­arða króna í skaða­bætur frá Boeing vegna kyrr­setn­ingar á MAX-­vél­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent