Icelandair aldrei flutt jafnmarga farþegar til landsins í júlí

Icelandair flutti alls 564 þúsund farþegar í júli. Farþegum sem flugu til Íslands fjölgaði um 32 prósent milli ára.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair flutti tæplega 251 þúsund farþegar til Íslands í júlímánuði. Það er ríflega 60 þúsund fleiri en félagið flutti til landsins í sama mánuði í fyrra og farþegum sem Icelandair flaug til Íslands fjölgaði því  um 32 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar um nýjar flutningstölur Icelandair. WOW air, helsti samkeppnisaðili Icelandair, fór í þrot í mars og því hefur dregið verulega úr samkeppni á flugi til og frá Íslandi frá því í fyrra.

Þar segir einnig að heildarfjöldi farþega hjá Icelandair í mánuðinum hafi verið 564 þúsund og hafi aukist um níu prósent milli ára. Sætanýting dróst hins vegar saman, var 82,9 prósent en hafði verið 85,3 prósent í júlí í fyrra. Ástæðan er sögð vera leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann sem höfðu talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí. 

Auglýsing
Í tilkynningunni segir einnig að „Atlantshafsmarkaðurinn var áfram stærsti markaður félagsins í júlí með um 45 prósent af heildarfarþegafjölda þrátt fyrir að fjöldi skiptifarþega hafi dregist saman um 10 prósent á milli tímabila. Komustundvísi í leiðakerfi félagsins í júlí var 71 prósent samanborið við 51 prósent í júlí á síðasta ári en góður árangur hefur náðst í að bæta stundvísi þrátt fyrir minni sveigjanleika í flugáætlun félagsins vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins.“

Farþegar Air Iceland Connect, sem flýgur innanlands á Íslandi, voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um tíu prósent frá því í fyrra.

Slakt uppgjör á fyrri helmingi árs

Icelandair Group tapaði alls 89,4 milljónum dala, um ellefu milljörðum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kom fram í hálfsársuppgjöri félagsins sem birt var í síðustu viku. Þar sagði að heildartekjur þess hefðu aukist, launakostnaður lækkað en eldsneytiskostnaður og kostnaður vegna flugvélaleigu hækkað. 

Ástæðan fyrir slöku uppfjöri var fyrst og síðast vegna kyrrsetningar á MAX-vélum Icelandair, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til viðbótar. Vélarnar voru kyrrsettar 12. mars en áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að þær komist aftur í gagnið í nóvember, þótt Boeing, framleiðandi vélanna, hafi ekkert gefið út um það enn hvenær búast megi við því að vélarnar geti flogið á ný. Eiginfjárhlutfall Icelandair lækkaði úr 28 í 25 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins þrátt fyrir hlutafjáraukningu upp á 5,6 milljarða króna á tímabilinu. Handbært fé félagsins lækkaði um 15,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins, úr um 36,9 milljörðum króna í um 21,5 milljarð króna.

Icelandair hyggst krefjast 17 milljarða króna í skaðabætur frá Boeing vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent