Icelandair aldrei flutt jafnmarga farþegar til landsins í júlí

Icelandair flutti alls 564 þúsund farþegar í júli. Farþegum sem flugu til Íslands fjölgaði um 32 prósent milli ára.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair flutti tæp­lega 251 þús­und far­þegar til Íslands í júlí­mán­uði. Það er ríf­lega 60 þús­und fleiri en félagið flutti til lands­ins í sama mán­uði í fyrra og far­þegum sem Icelandair flaug til Íslands fjölg­aði því  um 32 pró­sent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar um nýjar flutn­ings­tölur Icelanda­ir. WOW air, helsti sam­keppn­is­að­ili Icelanda­ir, fór í þrot í mars og því hefur dregið veru­lega úr sam­keppni á flugi til og frá Íslandi frá því í fyrra.

Þar segir einnig að heild­ar­fjöldi far­þega hjá Icelandair í mán­uð­inum hafi verið 564 þús­und og hafi auk­ist um níu pró­sent milli ára. Sæta­nýt­ing dróst hins vegar sam­an, var 82,9 pró­sent en hafði verið 85,3 pró­sent í júlí í fyrra. Ástæðan er sögð vera leiða­kerf­is­breyt­ingar sem gerðar voru vegna kyrr­setn­ingar MAX véla félags­ins skömmu fyrir ferða­tím­ann sem höfðu tals­verð nei­kvæð áhrif á sæta­nýt­ingu í júlí. 

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir einnig að „Atl­ants­hafs­mark­að­ur­inn var áfram stærsti mark­aður félags­ins í júlí með um 45 pró­sent af heild­ar­far­þega­fjölda þrátt fyrir að fjöldi skiptifar­þega hafi dreg­ist saman um 10 pró­sent á milli tíma­bila. Komu­stund­vísi í leiða­kerfi félags­ins í júlí var 71 pró­sent sam­an­borið við 51 pró­sent í júlí á síð­asta ári en góður árangur hefur náðst í að bæta stund­vísi þrátt fyrir minni sveigj­an­leika í flug­á­ætlun félags­ins vegna kyrr­setn­ingar MAX véla félags­ins.“

Far­þegar Air Iceland Conn­ect, sem flýgur inn­an­lands á Íslandi, voru um 28 þús­und í júlí og fækk­aði um tíu pró­sent frá því í fyrra.

Slakt upp­gjör á fyrri helm­ingi árs

Icelandair Group tap­aði alls 89,4 millj­ónum dala, um ell­efu millj­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálfs­árs­upp­gjöri félags­ins sem birt var í síð­ustu viku. Þar sagði að heild­ar­tekjur þess hefðu aukist, launa­kostn­aður lækkað en elds­neytis­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­véla­leigu hækk­að. 

Ástæðan fyrir slöku upp­fjöri var fyrst og síð­ast vegna kyrr­setn­ingar á MAX-­vélum Icelanda­ir, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­bót­ar. Vél­arnar voru kyrr­settar 12. mars en áætl­anir Icelandair gera ráð fyrir því að þær kom­ist aftur í gagnið í nóv­em­ber, þótt Boeing, fram­leið­andi vél­anna, hafi ekk­ert gefið út um það enn hvenær búast megi við því að vél­arnar geti flogið á ný. Eig­in­fjár­hlut­fall Icelandair lækk­aði úr 28 í 25 pró­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins þrátt fyrir hluta­fjár­aukn­ingu upp á 5,6 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Hand­bært fé félags­ins lækk­aði um 15,3 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­örðum króna í um 21,5 millj­arð króna.

Icelandair hyggst krefj­ast 17 millj­arða króna í skaða­bætur frá Boeing vegna kyrr­setn­ingar á MAX-­vél­un­um.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent