Vill vernda borgara sem skjóta glæpamenn

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu hefur sett fram nýja löggjöf sem mun vernda almenna borgara og öryggissveitir í Brasilíu gegn því að vera kærð hafi þau drepið glæpamenn. Hann vill jafnframt að almennir borgarar nýti sér lögin og skjóti glæpamenn.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Auglýsing

Jair Bol­son­aro, for­seti Bras­il­íu, segir að glæpa­menn muni „deyja eins og kakka­lakka“ þegar ný lög um örygg­is­mál taka gildi. Nýju lögin munu koma í veg fyrir að almennir borg­arar og örygg­is­sveitir Bras­ilíu verði ákærð fyrir morð skjóti þau glæpa­menn, að því er kemur fram í frétt the Guar­di­an. 

Bol­son­aro vill jafn­framt að almennir borg­arar nýti sér lögin og skjóti glæpa­menn. Orðin lét for­set­inn falla í beinni útsend­ingu í gær. Þar sagð­ist hann vona að brasil­íska þingið muni sam­þykkja nýju lög­gjöf hans sem breytir hegn­ing­ar­lög­gjöf Bras­il­íu. Með breyt­ing­unum munu ýmsar gjörðir sem telj­ast ólög­legar í dag verða lög­leg­ar, til að mynda að skjóta fólk til að verja eignir sín­ar. 

Auglýsing
Aktívistar í Bras­ilíu hafa gagn­rýnt lög­gjöf­ina og segja hana geta orsakað blóð­bað. Bol­son­aro segir lög­gjöf­ina hins vegar munu vernda lög­reglu­menn og að hún muni minnka ofbeldi á götum Bras­il­íu. Þá muni glæpa­menn deyja á göt­unum eins og kakka­lakkar „og þannig á það að ver­a,“ sagði for­set­inn í við­tal­inu. Hann sagði jafn­framt að „heið­virðir borg­ar­ar“ verði vernd­aðir með nýju lög­unum ef þeir þurfi að nota vopn til að verja líf sitt eða eign­ir. 

Rúm­lega sex þús­und manns lát­ist af völdum lög­regl­unnar

Bar­áttu­fólk fyrir mann­rétt­indum í land­inu segja að orð­ræða Bol­son­aro hafi þegar ýtt undir ofbeldi, sér­stak­lega gegn ung­um, fátækum og svörtum mönn­um. Þeir ótt­ast að nýja lög­gjöfin get ýtt undir enn frekara ofbeld­i. 

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 lét­ust 414 manns af völdum lög­reglu­manna í São Paulo og 434 lét­ust í Rio de Jan­eiro á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, sem er mesti fjöldi síð­ustu tveggja ára­tuga.  Á síð­asta ári drap brasil­íska lög­reglan 6.200 manns sam­kvæmt opin­berum tölum í Bras­il­íu. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent