Kínversk stjórnvöld neita því að hafa fellt gjaldmiðil sinn

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað kínversk stjórnvöld um að halda uppi fölsku gegni á gjaldmiðli sínum. Kínversk stjórnvöld neita ásökuninni og segja slíkar ásakanir hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og núverandi heimsskipan.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd harð­neita að þau haldi uppi fölsku gengi á gjald­miðli sín­um, en virði kín­verska Yuans­ins gegn Banda­ríkja­dal náði tíu ára lág­punkti í gær. Kín­versk stjórn­völd segja í til­kynn­ingu að ásak­anir banda­rískra stjórn­valda um að Kína haldi uppi fölsku gengi beri vott af ein­hliða mál­efna­flutn­ingi og ein­angr­un­ar­hyggju, jafn­framt sem það skaði núver­andi heim­skipan gríð­ar­lega. 

Þá eru Banda­ríkin harð­lega gagn­rýnd fyrir að halda nokkru slíku fram og orð­ræða banda­rískra stjórn­valda sögð bæði sakað Banda­ríkin sjálf sem og önnur ríki.

Auglýsing
Ásakanirnar geti skaðað núver­andi heims­skipan

Kín­versk yfir­­völd segja veik­ing­una vera vegna mark­aðsafla, en sam­­kvæmt blaða­­mönnum New York Times er það póli­­tísk ákvörðun að rík­­is­­stjórnin hafi leyft gjald­miðli sínum að veikj­­ast svona mik­ið. Don­ald Trump Banda­­ríkja­­for­­seti gagn­rýndi veik­ing­una harð­­lega á Twitter í gær og ásak­aði Kína um að halda uppi fölsku gengi á gjald­mið­l­inum sín­­um.Alþýðu­banki Kína og kín­versk stjórn­völd hafa birt á vef Xin­hua, kín­verskum rík­is­miðli, til­kynn­ingu í kjöl­far­ið.  Í henni segir að kín­verskum stjórn­völdum þyki það mjög miður að vera stimplað sem ríki sem stjórni geng­is­breyt­ingum sínum eða haldi uppi fölsku geng­i. 

Ásak­an­irnar séu duttl­unga­fullar og beri vott af ein­hliða mál­efna­flutn­ingi og ein­angr­un­ar­hyggju, jafn­framt sem það skaði núver­andi heims­skipan gríð­ar­lega. Því er enn fremur haldið fram að ásak­an­irnar hafi afar slæm áhrif á heims­hag­kerfið og fjár­mála­kerfi heims­ins. 

Segj­ast fara eftir mark­aðslög­málum

Í til­kynn­ing­unni segir að kín­versk stjórn­völd fari eftir mark­aðslög­málum og að gengi Yuans­ins fari eftir lög­málum fram­boðs og eft­ir­spurnar en sé ekki stjórnað af kín­verskum stjórn­völd­um. Síð­ustu átta ár hafi gengi kín­verska Yuans­ins fallið vegna breyt­inga í heims­hag­kerf­inu. Frá árinu 2018 hafi Banda­ríkin stöðugt ýtt undir deilur hvað varðar við­skipti, segir í til­kynn­ing­unni. Kína hafi hins vegar reynt að forð­ast deilur eftir bestu get­u. 

„­Banda­ríkj­unum er sama um stað­reynd­ir, sama þótt þau klíni á Kína að það „stjórni geng­is­breyt­ing­um“ sín­um, þá skaðar sú hegðun Banda­ríkin sjálf sig og aðra, og Kína er afar mót­fallið því,“ segir í til­kynn­ing­unni. Þá segir einnig að Kína muni halda áfram að fara eftir reglum fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

„Þetta mun ekki ein­ungis skaða fjár­mála­stöð­ug­leika heims­ins alvar­lega, skapa óróa í fjár­mála­kerf­inu, heldur mun þetta einnig tefja fyrir um alþjóða­við­skiptum og bata efna­hags­kerfis heims­ins.“

Kín­verskar vörur sam­keppn­is­hæf­ari

Yuanið hefur sög­u­­lega verið undir ströngu eft­ir­liti kín­verskra stjórn­­­valda sem haldið hafa gengi gjald­mið­ils­ins stöð­ugu með tíðum rík­­is­inn­­grip­­um. Í gær veikt­ist gjald­mið­ill­inn hins vegar um eitt pró­­sent gagn­vart Banda­­ríkja­­dal og er því orð­inn veik­­ari en því sem nemur einum sjö­unda af doll­­ara í fyrsta skipti frá heimskrepp­unni árið 2008.

Með veik­ingu Yuans­ins verða kín­verskar útflutn­ings­­greinar sam­keppn­is­hæf­­ari, en það dregur úr áhrif vernd­­ar­­toll­ana sem Banda­­rík­­is­­stjórn hafa sett á þar­­lendar vör­­ur. Veik­ingin gæti því leitt til enn frek­­ari tolla­hækk­­ana af hálfu Banda­­ríkja­­stjórn­­­ar, sem myndi aftur leiða til meiri veik­ing­­ar. Slík dómínóá­­hrif myndu hafa víð­tæk áhrif meðal kín­versks almenn­ings og ann­­arra ríkja í Suð-Austur Asíu sem flytja einnig út vörur til Banda­­ríkj­anna, þar sem veik­­ara gengi myndi leiða til verð­­bólgu vegna verð­hækk­­ana á inn­­­fluttum vörum og þar af leið­andi minni kaup­mátt.

Fjár­­­festar virð­­ast við­­búnir harð­­ari átökum milli Kína og Banda­­ríkin eftir veik­ing­una í gær, en Stand­­ard og Poors  og FTSE vísi­­töl­­urnar lækk­­uðu báðar um tvö og hálft pró­­sent og Nikkei vísi­talan í Japan lækk­­aði um tæp tvö pró­­sent

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent