Kínversk stjórnvöld neita því að hafa fellt gjaldmiðil sinn

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað kínversk stjórnvöld um að halda uppi fölsku gegni á gjaldmiðli sínum. Kínversk stjórnvöld neita ásökuninni og segja slíkar ásakanir hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og núverandi heimsskipan.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd harð­neita að þau haldi uppi fölsku gengi á gjald­miðli sín­um, en virði kín­verska Yuans­ins gegn Banda­ríkja­dal náði tíu ára lág­punkti í gær. Kín­versk stjórn­völd segja í til­kynn­ingu að ásak­anir banda­rískra stjórn­valda um að Kína haldi uppi fölsku gengi beri vott af ein­hliða mál­efna­flutn­ingi og ein­angr­un­ar­hyggju, jafn­framt sem það skaði núver­andi heim­skipan gríð­ar­lega. 

Þá eru Banda­ríkin harð­lega gagn­rýnd fyrir að halda nokkru slíku fram og orð­ræða banda­rískra stjórn­valda sögð bæði sakað Banda­ríkin sjálf sem og önnur ríki.

Auglýsing
Ásakanirnar geti skaðað núver­andi heims­skipan

Kín­versk yfir­­völd segja veik­ing­una vera vegna mark­aðsafla, en sam­­kvæmt blaða­­mönnum New York Times er það póli­­tísk ákvörðun að rík­­is­­stjórnin hafi leyft gjald­miðli sínum að veikj­­ast svona mik­ið. Don­ald Trump Banda­­ríkja­­for­­seti gagn­rýndi veik­ing­una harð­­lega á Twitter í gær og ásak­aði Kína um að halda uppi fölsku gengi á gjald­mið­l­inum sín­­um.Alþýðu­banki Kína og kín­versk stjórn­völd hafa birt á vef Xin­hua, kín­verskum rík­is­miðli, til­kynn­ingu í kjöl­far­ið.  Í henni segir að kín­verskum stjórn­völdum þyki það mjög miður að vera stimplað sem ríki sem stjórni geng­is­breyt­ingum sínum eða haldi uppi fölsku geng­i. 

Ásak­an­irnar séu duttl­unga­fullar og beri vott af ein­hliða mál­efna­flutn­ingi og ein­angr­un­ar­hyggju, jafn­framt sem það skaði núver­andi heims­skipan gríð­ar­lega. Því er enn fremur haldið fram að ásak­an­irnar hafi afar slæm áhrif á heims­hag­kerfið og fjár­mála­kerfi heims­ins. 

Segj­ast fara eftir mark­aðslög­málum

Í til­kynn­ing­unni segir að kín­versk stjórn­völd fari eftir mark­aðslög­málum og að gengi Yuans­ins fari eftir lög­málum fram­boðs og eft­ir­spurnar en sé ekki stjórnað af kín­verskum stjórn­völd­um. Síð­ustu átta ár hafi gengi kín­verska Yuans­ins fallið vegna breyt­inga í heims­hag­kerf­inu. Frá árinu 2018 hafi Banda­ríkin stöðugt ýtt undir deilur hvað varðar við­skipti, segir í til­kynn­ing­unni. Kína hafi hins vegar reynt að forð­ast deilur eftir bestu get­u. 

„­Banda­ríkj­unum er sama um stað­reynd­ir, sama þótt þau klíni á Kína að það „stjórni geng­is­breyt­ing­um“ sín­um, þá skaðar sú hegðun Banda­ríkin sjálf sig og aðra, og Kína er afar mót­fallið því,“ segir í til­kynn­ing­unni. Þá segir einnig að Kína muni halda áfram að fara eftir reglum fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

„Þetta mun ekki ein­ungis skaða fjár­mála­stöð­ug­leika heims­ins alvar­lega, skapa óróa í fjár­mála­kerf­inu, heldur mun þetta einnig tefja fyrir um alþjóða­við­skiptum og bata efna­hags­kerfis heims­ins.“

Kín­verskar vörur sam­keppn­is­hæf­ari

Yuanið hefur sög­u­­lega verið undir ströngu eft­ir­liti kín­verskra stjórn­­­valda sem haldið hafa gengi gjald­mið­ils­ins stöð­ugu með tíðum rík­­is­inn­­grip­­um. Í gær veikt­ist gjald­mið­ill­inn hins vegar um eitt pró­­sent gagn­vart Banda­­ríkja­­dal og er því orð­inn veik­­ari en því sem nemur einum sjö­unda af doll­­ara í fyrsta skipti frá heimskrepp­unni árið 2008.

Með veik­ingu Yuans­ins verða kín­verskar útflutn­ings­­greinar sam­keppn­is­hæf­­ari, en það dregur úr áhrif vernd­­ar­­toll­ana sem Banda­­rík­­is­­stjórn hafa sett á þar­­lendar vör­­ur. Veik­ingin gæti því leitt til enn frek­­ari tolla­hækk­­ana af hálfu Banda­­ríkja­­stjórn­­­ar, sem myndi aftur leiða til meiri veik­ing­­ar. Slík dómínóá­­hrif myndu hafa víð­tæk áhrif meðal kín­versks almenn­ings og ann­­arra ríkja í Suð-Austur Asíu sem flytja einnig út vörur til Banda­­ríkj­anna, þar sem veik­­ara gengi myndi leiða til verð­­bólgu vegna verð­hækk­­ana á inn­­­fluttum vörum og þar af leið­andi minni kaup­mátt.

Fjár­­­festar virð­­ast við­­búnir harð­­ari átökum milli Kína og Banda­­ríkin eftir veik­ing­una í gær, en Stand­­ard og Poors  og FTSE vísi­­töl­­urnar lækk­­uðu báðar um tvö og hálft pró­­sent og Nikkei vísi­talan í Japan lækk­­aði um tæp tvö pró­­sent

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent