Kínversk stjórnvöld neita því að hafa fellt gjaldmiðil sinn

Bandarísk stjórnvöld hafa sakað kínversk stjórnvöld um að halda uppi fölsku gegni á gjaldmiðli sínum. Kínversk stjórnvöld neita ásökuninni og segja slíkar ásakanir hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og núverandi heimsskipan.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína.
Auglýsing

Kín­versk stjórn­völd harð­neita að þau haldi uppi fölsku gengi á gjald­miðli sín­um, en virði kín­verska Yuans­ins gegn Banda­ríkja­dal náði tíu ára lág­punkti í gær. Kín­versk stjórn­völd segja í til­kynn­ingu að ásak­anir banda­rískra stjórn­valda um að Kína haldi uppi fölsku gengi beri vott af ein­hliða mál­efna­flutn­ingi og ein­angr­un­ar­hyggju, jafn­framt sem það skaði núver­andi heim­skipan gríð­ar­lega. 

Þá eru Banda­ríkin harð­lega gagn­rýnd fyrir að halda nokkru slíku fram og orð­ræða banda­rískra stjórn­valda sögð bæði sakað Banda­ríkin sjálf sem og önnur ríki.

Auglýsing
Ásakanirnar geti skaðað núver­andi heims­skipan

Kín­versk yfir­­völd segja veik­ing­una vera vegna mark­aðsafla, en sam­­kvæmt blaða­­mönnum New York Times er það póli­­tísk ákvörðun að rík­­is­­stjórnin hafi leyft gjald­miðli sínum að veikj­­ast svona mik­ið. Don­ald Trump Banda­­ríkja­­for­­seti gagn­rýndi veik­ing­una harð­­lega á Twitter í gær og ásak­aði Kína um að halda uppi fölsku gengi á gjald­mið­l­inum sín­­um.Alþýðu­banki Kína og kín­versk stjórn­völd hafa birt á vef Xin­hua, kín­verskum rík­is­miðli, til­kynn­ingu í kjöl­far­ið.  Í henni segir að kín­verskum stjórn­völdum þyki það mjög miður að vera stimplað sem ríki sem stjórni geng­is­breyt­ingum sínum eða haldi uppi fölsku geng­i. 

Ásak­an­irnar séu duttl­unga­fullar og beri vott af ein­hliða mál­efna­flutn­ingi og ein­angr­un­ar­hyggju, jafn­framt sem það skaði núver­andi heims­skipan gríð­ar­lega. Því er enn fremur haldið fram að ásak­an­irnar hafi afar slæm áhrif á heims­hag­kerfið og fjár­mála­kerfi heims­ins. 

Segj­ast fara eftir mark­aðslög­málum

Í til­kynn­ing­unni segir að kín­versk stjórn­völd fari eftir mark­aðslög­málum og að gengi Yuans­ins fari eftir lög­málum fram­boðs og eft­ir­spurnar en sé ekki stjórnað af kín­verskum stjórn­völd­um. Síð­ustu átta ár hafi gengi kín­verska Yuans­ins fallið vegna breyt­inga í heims­hag­kerf­inu. Frá árinu 2018 hafi Banda­ríkin stöðugt ýtt undir deilur hvað varðar við­skipti, segir í til­kynn­ing­unni. Kína hafi hins vegar reynt að forð­ast deilur eftir bestu get­u. 

„­Banda­ríkj­unum er sama um stað­reynd­ir, sama þótt þau klíni á Kína að það „stjórni geng­is­breyt­ing­um“ sín­um, þá skaðar sú hegðun Banda­ríkin sjálf sig og aðra, og Kína er afar mót­fallið því,“ segir í til­kynn­ing­unni. Þá segir einnig að Kína muni halda áfram að fara eftir reglum fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

„Þetta mun ekki ein­ungis skaða fjár­mála­stöð­ug­leika heims­ins alvar­lega, skapa óróa í fjár­mála­kerf­inu, heldur mun þetta einnig tefja fyrir um alþjóða­við­skiptum og bata efna­hags­kerfis heims­ins.“

Kín­verskar vörur sam­keppn­is­hæf­ari

Yuanið hefur sög­u­­lega verið undir ströngu eft­ir­liti kín­verskra stjórn­­­valda sem haldið hafa gengi gjald­mið­ils­ins stöð­ugu með tíðum rík­­is­inn­­grip­­um. Í gær veikt­ist gjald­mið­ill­inn hins vegar um eitt pró­­sent gagn­vart Banda­­ríkja­­dal og er því orð­inn veik­­ari en því sem nemur einum sjö­unda af doll­­ara í fyrsta skipti frá heimskrepp­unni árið 2008.

Með veik­ingu Yuans­ins verða kín­verskar útflutn­ings­­greinar sam­keppn­is­hæf­­ari, en það dregur úr áhrif vernd­­ar­­toll­ana sem Banda­­rík­­is­­stjórn hafa sett á þar­­lendar vör­­ur. Veik­ingin gæti því leitt til enn frek­­ari tolla­hækk­­ana af hálfu Banda­­ríkja­­stjórn­­­ar, sem myndi aftur leiða til meiri veik­ing­­ar. Slík dómínóá­­hrif myndu hafa víð­tæk áhrif meðal kín­versks almenn­ings og ann­­arra ríkja í Suð-Austur Asíu sem flytja einnig út vörur til Banda­­ríkj­anna, þar sem veik­­ara gengi myndi leiða til verð­­bólgu vegna verð­hækk­­ana á inn­­­fluttum vörum og þar af leið­andi minni kaup­mátt.

Fjár­­­festar virð­­ast við­­búnir harð­­ari átökum milli Kína og Banda­­ríkin eftir veik­ing­una í gær, en Stand­­ard og Poors  og FTSE vísi­­töl­­urnar lækk­­uðu báðar um tvö og hálft pró­­sent og Nikkei vísi­talan í Japan lækk­­aði um tæp tvö pró­­sent

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent