Fjölmargir fengið blýeitrun í kjölfar bruna Notre Dame

Frönsk yfirvöld hafa tímabundið stöðvað vinnu við Notre Dame dómkirkjuna í París í kjölfar tilkynninga um blýeitrun. Talið er að fjölmargir verkamenn sem hafi unnið að viðgerðum kirkjunnar auk nokkurra íbúa í nágrenni hennar hafi fengið blýeitrun.

Frá bruna Notre Dame þann 15. apríl
Frá bruna Notre Dame þann 15. apríl
Auglýsing

Frönsk yfir­völd hafa tíma­bundið stöðvað vinnu við Notre Dame dóm­kirkj­una í París í kjöl­far til­kynn­inga um blý­eitrun þeirra sem unnu að við­gerðum henn­ar. Kirkjan brann að hluta í apríl síð­ast­liðnum og hafa frönsk yfir­völd unnið að við­gerðum við hana síð­an. Talið er að fjöl­margir verka­men sem unnið hafi að við­gerðum kirkj­unnar auk íbúa í nágrenni hennar hafi orðið fyrir blý­eitr­un. Le Monde greinir frá

Stétta­fé­lög verka­mann­anna sem vinna að við­gerð­un­um, auk ýmissa frjálsra félaga­sam­taka, kalla eftir því að kirkjan verði ein­angruð vegna heil­brigð­is­vá­ar. Frönsk yfir­völd ætla sér að fara í aðgerðir til að tryggja öryggi þeirra sem vinna að við­gerðum kirkj­unnar áður en sú vinna hefst að nýju og borg­ar­stjóri Par­ísar hefur lofað því að sporna gegn auk­inni mengun frá kirkj­unn­i. 

Auglýsing
400 tonn af blýi í þaki kirkj­unnar

Blý­eitr­unin stafar af þeim 400 tonnum af blýi sem voru í þaki kirkj­unnar og losn­uðu við brun­ann. Ýmis umhverf­is­vernd­ar­sam­tök krefj­ast þess að kirkjan verði ein­angruð í heild sinni þar sem núver­andi aðstæður ógni íbúum í nágrenni kirkj­unnar auk þeirra vinnu­manna sem vinni að við­gerðum kirkj­unn­ar. 

Verka­lýðs­sam­tök í Frakk­landi krefj­ast þess einnig að yfir­völd láti heilsu verka­manna og íbúa í for­gang þó það þýði að við­gerðum kirkj­unnar verði lokið síðar en áætlað var. Sam­tök­in, CGT, segja að svæðið umhverfis kirkj­una sé afar meng­að. Sér­fræð­ing­arnir sem sáu um að fjar­lægja gler kirkj­unnar eftir bruna hennar eru þeir sem mest urðu fyrir blý­eitr­un­inni og var hlut­fall blýs í blóði þeirra sér­stak­lega hátt. 

Við­gerðir hefj­ast að nýju um miðjan ágúst

Sér­fræð­ingar heil­brigð­is­yf­ir­valda í Frakk­landi hafa farið um fjórða, fimmta og sjötta hverfi Par­ísar til að taka sýni. Sýnin verða notuð til þess að greina hversu víð­tæk blý­meng­unin sé.

Við­gerðir kirkj­unnar munu hefj­ast að nýju um miðjan ágúst. Yfir­völd í Frakk­landi segja að þá muni vera búið að koma á nýjum örygg­is­bún­aði sem muni tryggja öryggi bæði þeirra sem vinna að við­gerðum kirkj­unnar og íbúum í nágrenni henn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent