Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir að glæpamenn muni „deyja eins og kakkalakka“ þegar ný lög um öryggismál taka gildi. Nýju lögin munu koma í veg fyrir að almennir borgarar og öryggissveitir Brasilíu verði ákærð fyrir morð skjóti þau glæpamenn, að því er kemur fram í frétt the Guardian.
Bolsonaro vill jafnframt að almennir borgarar nýti sér lögin og skjóti glæpamenn. Orðin lét forsetinn falla í beinni útsendingu í gær. Þar sagðist hann vona að brasilíska þingið muni samþykkja nýju löggjöf hans sem breytir hegningarlöggjöf Brasilíu. Með breytingunum munu ýmsar gjörðir sem teljast ólöglegar í dag verða löglegar, til að mynda að skjóta fólk til að verja eignir sínar.
Rúmlega sex þúsund manns látist af völdum lögreglunnar
Baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu segja að orðræða Bolsonaro hafi þegar ýtt undir ofbeldi, sérstaklega gegn ungum, fátækum og svörtum mönnum. Þeir óttast að nýja löggjöfin get ýtt undir enn frekara ofbeldi.
Á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 létust 414 manns af völdum lögreglumanna í São Paulo og 434 létust í Rio de Janeiro á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er mesti fjöldi síðustu tveggja áratuga. Á síðasta ári drap brasilíska lögreglan 6.200 manns samkvæmt opinberum tölum í Brasilíu.