Starfsgreinasambandið vísar deilu til Félagsdóms

SGS hefur samþykkt að höfða mál fyrir Félagsdómi þar sem látið verður reynt á túlkun samningsákvæðisins frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til þess að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda.

1. maí 2019
Auglýsing

Starfs­greina­sam­band Íslands hefur sam­þykkt að höfða mál fyrir Félags­dómi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá sam­band­in­u. 

Í henni segir að SGS harmi þá afstöðu Samn­inga­nefndar Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, að neita að ganga til kjara­samn­ings­við­ræðna um hvernig ná megi fram jöfn­uði milli almenna og opin­bera líf­eyr­is­kerf­is­ins, sér­stak­lega hvað félags­menn aðild­ar­fé­laga SGS og almennt verka­fólk í þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna varði, líkt og samið hafi verið um í kjara­samn­ingum 7. júlí 2009.

Auglýsing


„Nú þegar hefur stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins ákveðið að efna sam­komu­lag aðila fyrir sitt leiti en önnur þverskall­ast við og neita ein­fald­lega að ganga til við­ræðna um jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda starfs­manna sinna á þeirri for­sendu að þau hafi aldrei und­ir­geng­ist slíka skyld­u. 

SGS hafnar þeirri afstöðu alfarið enda ráð gert fyrir þess­ari óefndu jöfnun í öllum for­sendum og útreikn­ingum aðila eftir 2009,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

For­manna­fundur SGS sam­þykkir því að sam­bandið muni höfða mál fyrir Félags­dómi þar sem látið verður reynt á túlkun samn­ings­á­kvæð­is­ins frá 2009 um skyldu sveit­ar­fé­laga til þess að ganga til kjara­samn­ings­við­ræðna um jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent