Jón Pétur Zimsen, sem starfað hefur sem tímabundinn aðstoðarmaður Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, mun láta af því starfi í næstu viku, nánar tiltekið 15. ágúst. Jón Pétur, var ráðinn í starfið fyrir ári síðan, en tilkynnt var um ráðningu hans 18. ágúst 2018.
Hann hafði þá starfað að skólamálum um árabil og síðast sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kemur fram Jón Pétur muni hefða störf á ný í Réttarholtskóla. Hann mun áfram sinna verkefnum fyrir ráðuneytið sem tengjast endurskoðun aðalnámskrár og eflingu starfsumhverfis kennara.
Auglýsing
Hinn aðstoðarmaður Lilju er Hafþór Eide Hafþórsson.