Ratcliffe styrkir rannsóknaáætlun um verndun íslenska laxastofnsins um 80 milljónir

Jim Ratclif­fe, einn rík­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, gerði samkomulag við Hafrannsóknarstofnun um rannsóknaráætlun á íslenska laxastofninum.

Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe.
Auglýsing

Jim Ratclif­­fe, einn rík­­­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, ­sem hefur keypt upp tugi jarða á Íslandi á und­an­förnum miss­erum, hefur nú gert sam­komu­lag við Haf­rann­sókna­stofnun um rann­sókn­ar­á­ætlun í sam­vinnu við rann­sókna- og ráð­gjaf­ar­stofnun hafs og vatna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ratclif­fe. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin hluti af starfi Ratcliffe til verndar íslenska laxa­stofn­inum og sam­komu­lagið við Haf­rann­sókna­stofnun hluti af sjálf­bærri lang­tíma­vernd­ar­á­ætlun sem miði að því að lax­veiðar á Íslandi verði áfram „þær bestu og sjálf­bær­ustu í heim­i.“

Auglýsing
Rannsóknin, sem er að fullu fjár­mögnuð af Sir Jim, nær til nýrra sviða vist­fræði og hegð­unar lax­ins. Frið­jón Frið­jóns­son, tengiliður Ratcliffe við fjöl­miðla, segir sam­tali við Kjarn­ann að upp­hæðin sem renni til rann­sókn­ar­á­ætl­unnar nemi 80 millj­ónum króna. 

Seg­ist vilja vernda Atl­ants­haf­s­lax­inn

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin er hluti af fyr­ir­ætl­unum Ratcliffe um vernd Atl­ants­haf­s­lax­ins á Norð­aust­ur­landi. Rann­sókn­ar­á­ætlun Haf­rann­sókna­stofn­unar verður jafn­framt unnin í sam­starfi við líf­vís­inda­deild Imper­ial Col­lege í London. 

Dokt­or­snemar frá hvorri stofnun munu fram­kvæma rann­sóknir sem ná til núver­andi stærðar stofna lax­ins, gena­kort­lagn­ingar og hátækni­merk­inga fiska sem leiða á í ljós tengslin á milli umhverfis og hegð­unar laxa í ánum og end­ur­komu þeirra í árnar úr hafi.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verða birtar í vís­inda­ritum og styðja við vernd­ar­starfið í og í nágrenni lax­ánna. Þegar nið­ur­stöður liggja fyrir verður þeim einnig deilt með íslenskum stjórn­völdum og við­eig­andi sveit­ar­fé­lög­um, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Gröftur hrogna hefst í haust

Sam­hliða nýju rann­sókn­unum og end­ur­heimt gróð­ur­fars, verður í haust, með aðstoð og und­ir­ ­sér­fræði­hand­leiðslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, haf­inn árviss gröftur hrogna í ánum. Um einni milljón hrogna úr fiski af svæð­inu verður á hverju ári komið fyrir í efri svæðum ánna þar sem lax­inn hefur ekki kom­ist áður, og opn­aðar nýjar vaxt­ar­lendur til þess að bæta vöxt og líf­væn­leika fiskanna á mik­il­vægu fyrra skeiði lífs­hlaups þeirra, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Mynd: Aðsend. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Peter S. Williams, fulltrúi INEOS Group.

Þá segir að stækkun hrygn­ing­ar- og upp­vaxt­ar­svæða lax­ins með bygg­ingu nýrra laxa­stiga í Hafra­lónsá, Hofsá, og Mið­fjarð­ará í Vopna­firði, er jafn­framt hluti af lang­tíma­á­ætl­unum um að auka við­gang íslenska lax­ins. Fram­kvæmd­unum miðar áfram með aðstoð fjár­fest­ingar af hálfu Sir Jim og Strengs. Í Mið­fjarð­ará var í fyrra lokið við og opn­aður laxa­stigi. Þar hefur lax þegar náð ból­festu á nýjum svæðum í efri hluta árinn­ar, sem bætir við 4,5 kíló­metrum af nýju búsvæði fyrir ung­lax­inn.

Allur hagn­aður af starf­semi Strengs mun jafn­framt renna aftur til vernd­ar­starfs laxa á Norð­aust­ur­landi. Með verk­efn­unum er haldið áfram að vernda árnar og stækka upp­vaxt­ar­svæði þeirra, um leið og unnið er með bændum og sveit­ar­fé­lögum að vernd búsvæð­is­ins, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent