Ratcliffe styrkir rannsóknaáætlun um verndun íslenska laxastofnsins um 80 milljónir

Jim Ratclif­fe, einn rík­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, gerði samkomulag við Hafrannsóknarstofnun um rannsóknaráætlun á íslenska laxastofninum.

Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe.
Auglýsing

Jim Ratclif­­fe, einn rík­­­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, ­sem hefur keypt upp tugi jarða á Íslandi á und­an­förnum miss­erum, hefur nú gert sam­komu­lag við Haf­rann­sókna­stofnun um rann­sókn­ar­á­ætlun í sam­vinnu við rann­sókna- og ráð­gjaf­ar­stofnun hafs og vatna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ratclif­fe. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin hluti af starfi Ratcliffe til verndar íslenska laxa­stofn­inum og sam­komu­lagið við Haf­rann­sókna­stofnun hluti af sjálf­bærri lang­tíma­vernd­ar­á­ætlun sem miði að því að lax­veiðar á Íslandi verði áfram „þær bestu og sjálf­bær­ustu í heim­i.“

Auglýsing
Rannsóknin, sem er að fullu fjár­mögnuð af Sir Jim, nær til nýrra sviða vist­fræði og hegð­unar lax­ins. Frið­jón Frið­jóns­son, tengiliður Ratcliffe við fjöl­miðla, segir sam­tali við Kjarn­ann að upp­hæðin sem renni til rann­sókn­ar­á­ætl­unnar nemi 80 millj­ónum króna. 

Seg­ist vilja vernda Atl­ants­haf­s­lax­inn

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin er hluti af fyr­ir­ætl­unum Ratcliffe um vernd Atl­ants­haf­s­lax­ins á Norð­aust­ur­landi. Rann­sókn­ar­á­ætlun Haf­rann­sókna­stofn­unar verður jafn­framt unnin í sam­starfi við líf­vís­inda­deild Imper­ial Col­lege í London. 

Dokt­or­snemar frá hvorri stofnun munu fram­kvæma rann­sóknir sem ná til núver­andi stærðar stofna lax­ins, gena­kort­lagn­ingar og hátækni­merk­inga fiska sem leiða á í ljós tengslin á milli umhverfis og hegð­unar laxa í ánum og end­ur­komu þeirra í árnar úr hafi.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verða birtar í vís­inda­ritum og styðja við vernd­ar­starfið í og í nágrenni lax­ánna. Þegar nið­ur­stöður liggja fyrir verður þeim einnig deilt með íslenskum stjórn­völdum og við­eig­andi sveit­ar­fé­lög­um, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Gröftur hrogna hefst í haust

Sam­hliða nýju rann­sókn­unum og end­ur­heimt gróð­ur­fars, verður í haust, með aðstoð og und­ir­ ­sér­fræði­hand­leiðslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, haf­inn árviss gröftur hrogna í ánum. Um einni milljón hrogna úr fiski af svæð­inu verður á hverju ári komið fyrir í efri svæðum ánna þar sem lax­inn hefur ekki kom­ist áður, og opn­aðar nýjar vaxt­ar­lendur til þess að bæta vöxt og líf­væn­leika fiskanna á mik­il­vægu fyrra skeiði lífs­hlaups þeirra, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Mynd: Aðsend. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Peter S. Williams, fulltrúi INEOS Group.

Þá segir að stækkun hrygn­ing­ar- og upp­vaxt­ar­svæða lax­ins með bygg­ingu nýrra laxa­stiga í Hafra­lónsá, Hofsá, og Mið­fjarð­ará í Vopna­firði, er jafn­framt hluti af lang­tíma­á­ætl­unum um að auka við­gang íslenska lax­ins. Fram­kvæmd­unum miðar áfram með aðstoð fjár­fest­ingar af hálfu Sir Jim og Strengs. Í Mið­fjarð­ará var í fyrra lokið við og opn­aður laxa­stigi. Þar hefur lax þegar náð ból­festu á nýjum svæðum í efri hluta árinn­ar, sem bætir við 4,5 kíló­metrum af nýju búsvæði fyrir ung­lax­inn.

Allur hagn­aður af starf­semi Strengs mun jafn­framt renna aftur til vernd­ar­starfs laxa á Norð­aust­ur­landi. Með verk­efn­unum er haldið áfram að vernda árnar og stækka upp­vaxt­ar­svæði þeirra, um leið og unnið er með bændum og sveit­ar­fé­lögum að vernd búsvæð­is­ins, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent