Ratcliffe styrkir rannsóknaáætlun um verndun íslenska laxastofnsins um 80 milljónir

Jim Ratclif­fe, einn rík­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, gerði samkomulag við Hafrannsóknarstofnun um rannsóknaráætlun á íslenska laxastofninum.

Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe.
Auglýsing

Jim Ratclif­­fe, einn rík­­­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, ­sem hefur keypt upp tugi jarða á Íslandi á und­an­förnum miss­erum, hefur nú gert sam­komu­lag við Haf­rann­sókna­stofnun um rann­sókn­ar­á­ætlun í sam­vinnu við rann­sókna- og ráð­gjaf­ar­stofnun hafs og vatna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ratclif­fe. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin hluti af starfi Ratcliffe til verndar íslenska laxa­stofn­inum og sam­komu­lagið við Haf­rann­sókna­stofnun hluti af sjálf­bærri lang­tíma­vernd­ar­á­ætlun sem miði að því að lax­veiðar á Íslandi verði áfram „þær bestu og sjálf­bær­ustu í heim­i.“

Auglýsing
Rannsóknin, sem er að fullu fjár­mögnuð af Sir Jim, nær til nýrra sviða vist­fræði og hegð­unar lax­ins. Frið­jón Frið­jóns­son, tengiliður Ratcliffe við fjöl­miðla, segir sam­tali við Kjarn­ann að upp­hæðin sem renni til rann­sókn­ar­á­ætl­unnar nemi 80 millj­ónum króna. 

Seg­ist vilja vernda Atl­ants­haf­s­lax­inn

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin er hluti af fyr­ir­ætl­unum Ratcliffe um vernd Atl­ants­haf­s­lax­ins á Norð­aust­ur­landi. Rann­sókn­ar­á­ætlun Haf­rann­sókna­stofn­unar verður jafn­framt unnin í sam­starfi við líf­vís­inda­deild Imper­ial Col­lege í London. 

Dokt­or­snemar frá hvorri stofnun munu fram­kvæma rann­sóknir sem ná til núver­andi stærðar stofna lax­ins, gena­kort­lagn­ingar og hátækni­merk­inga fiska sem leiða á í ljós tengslin á milli umhverfis og hegð­unar laxa í ánum og end­ur­komu þeirra í árnar úr hafi.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verða birtar í vís­inda­ritum og styðja við vernd­ar­starfið í og í nágrenni lax­ánna. Þegar nið­ur­stöður liggja fyrir verður þeim einnig deilt með íslenskum stjórn­völdum og við­eig­andi sveit­ar­fé­lög­um, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Gröftur hrogna hefst í haust

Sam­hliða nýju rann­sókn­unum og end­ur­heimt gróð­ur­fars, verður í haust, með aðstoð og und­ir­ ­sér­fræði­hand­leiðslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, haf­inn árviss gröftur hrogna í ánum. Um einni milljón hrogna úr fiski af svæð­inu verður á hverju ári komið fyrir í efri svæðum ánna þar sem lax­inn hefur ekki kom­ist áður, og opn­aðar nýjar vaxt­ar­lendur til þess að bæta vöxt og líf­væn­leika fiskanna á mik­il­vægu fyrra skeiði lífs­hlaups þeirra, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Mynd: Aðsend. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Peter S. Williams, fulltrúi INEOS Group.

Þá segir að stækkun hrygn­ing­ar- og upp­vaxt­ar­svæða lax­ins með bygg­ingu nýrra laxa­stiga í Hafra­lónsá, Hofsá, og Mið­fjarð­ará í Vopna­firði, er jafn­framt hluti af lang­tíma­á­ætl­unum um að auka við­gang íslenska lax­ins. Fram­kvæmd­unum miðar áfram með aðstoð fjár­fest­ingar af hálfu Sir Jim og Strengs. Í Mið­fjarð­ará var í fyrra lokið við og opn­aður laxa­stigi. Þar hefur lax þegar náð ból­festu á nýjum svæðum í efri hluta árinn­ar, sem bætir við 4,5 kíló­metrum af nýju búsvæði fyrir ung­lax­inn.

Allur hagn­aður af starf­semi Strengs mun jafn­framt renna aftur til vernd­ar­starfs laxa á Norð­aust­ur­landi. Með verk­efn­unum er haldið áfram að vernda árnar og stækka upp­vaxt­ar­svæði þeirra, um leið og unnið er með bændum og sveit­ar­fé­lögum að vernd búsvæð­is­ins, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent