Ratcliffe styrkir rannsóknaáætlun um verndun íslenska laxastofnsins um 80 milljónir

Jim Ratclif­fe, einn rík­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, gerði samkomulag við Hafrannsóknarstofnun um rannsóknaráætlun á íslenska laxastofninum.

Jim Ratcliffe.
Jim Ratcliffe.
Auglýsing

Jim Ratclif­­fe, einn rík­­­asti maður Bret­lands og stofn­andi INEOS, ­sem hefur keypt upp tugi jarða á Íslandi á und­an­förnum miss­erum, hefur nú gert sam­komu­lag við Haf­rann­sókna­stofnun um rann­sókn­ar­á­ætlun í sam­vinnu við rann­sókna- og ráð­gjaf­ar­stofnun hafs og vatna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ratclif­fe. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin hluti af starfi Ratcliffe til verndar íslenska laxa­stofn­inum og sam­komu­lagið við Haf­rann­sókna­stofnun hluti af sjálf­bærri lang­tíma­vernd­ar­á­ætlun sem miði að því að lax­veiðar á Íslandi verði áfram „þær bestu og sjálf­bær­ustu í heim­i.“

Auglýsing
Rannsóknin, sem er að fullu fjár­mögnuð af Sir Jim, nær til nýrra sviða vist­fræði og hegð­unar lax­ins. Frið­jón Frið­jóns­son, tengiliður Ratcliffe við fjöl­miðla, segir sam­tali við Kjarn­ann að upp­hæðin sem renni til rann­sókn­ar­á­ætl­unnar nemi 80 millj­ónum króna. 

Seg­ist vilja vernda Atl­ants­haf­s­lax­inn

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er rann­sóknin er hluti af fyr­ir­ætl­unum Ratcliffe um vernd Atl­ants­haf­s­lax­ins á Norð­aust­ur­landi. Rann­sókn­ar­á­ætlun Haf­rann­sókna­stofn­unar verður jafn­framt unnin í sam­starfi við líf­vís­inda­deild Imper­ial Col­lege í London. 

Dokt­or­snemar frá hvorri stofnun munu fram­kvæma rann­sóknir sem ná til núver­andi stærðar stofna lax­ins, gena­kort­lagn­ingar og hátækni­merk­inga fiska sem leiða á í ljós tengslin á milli umhverfis og hegð­unar laxa í ánum og end­ur­komu þeirra í árnar úr hafi.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verða birtar í vís­inda­ritum og styðja við vernd­ar­starfið í og í nágrenni lax­ánna. Þegar nið­ur­stöður liggja fyrir verður þeim einnig deilt með íslenskum stjórn­völdum og við­eig­andi sveit­ar­fé­lög­um, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Gröftur hrogna hefst í haust

Sam­hliða nýju rann­sókn­unum og end­ur­heimt gróð­ur­fars, verður í haust, með aðstoð og und­ir­ ­sér­fræði­hand­leiðslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, haf­inn árviss gröftur hrogna í ánum. Um einni milljón hrogna úr fiski af svæð­inu verður á hverju ári komið fyrir í efri svæðum ánna þar sem lax­inn hefur ekki kom­ist áður, og opn­aðar nýjar vaxt­ar­lendur til þess að bæta vöxt og líf­væn­leika fiskanna á mik­il­vægu fyrra skeiði lífs­hlaups þeirra, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Mynd: Aðsend. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Peter S. Williams, fulltrúi INEOS Group.

Þá segir að stækkun hrygn­ing­ar- og upp­vaxt­ar­svæða lax­ins með bygg­ingu nýrra laxa­stiga í Hafra­lónsá, Hofsá, og Mið­fjarð­ará í Vopna­firði, er jafn­framt hluti af lang­tíma­á­ætl­unum um að auka við­gang íslenska lax­ins. Fram­kvæmd­unum miðar áfram með aðstoð fjár­fest­ingar af hálfu Sir Jim og Strengs. Í Mið­fjarð­ará var í fyrra lokið við og opn­aður laxa­stigi. Þar hefur lax þegar náð ból­festu á nýjum svæðum í efri hluta árinn­ar, sem bætir við 4,5 kíló­metrum af nýju búsvæði fyrir ung­lax­inn.

Allur hagn­aður af starf­semi Strengs mun jafn­framt renna aftur til vernd­ar­starfs laxa á Norð­aust­ur­landi. Með verk­efn­unum er haldið áfram að vernda árnar og stækka upp­vaxt­ar­svæði þeirra, um leið og unnið er með bændum og sveit­ar­fé­lögum að vernd búsvæð­is­ins, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent