Kona í El Salvador hefur verið ákærð fyrir morð vegna fósturláts. Konan, Evelyn Beatríz Hernández Cruz, hafði verið í fangelsi í 33 mánuði áður en henni tókst að áfrýja máli sínu. Evelyn var nauðgað sem unglingur og varð hún ólétt í kjölfarið. Hún segist ekki hafa vitað af því að hún væri ólétt þar sem hún hafi farið á blæðingar nokkrum sinnum á meðan meðgöngunni stóð. Mál hennar hefur varpað ljósi á ofsóknir yfirvalda í El Salvador gegn konum sem missa fóstur.
Yfirvöld í El Salvador saka Evelyn um að hafa vitað af óléttunni og að hún hafi rofið þungunina, en þungunarrof er ólöglegt í El Salvador. Evelyn er nú 21 árs en var 18 ára þegar hún varð ólétt. Kemur hún frá fátækri fjölskyldu og mætir nú í annað sinn fyrir rétt. The Guardian greinir frá.
Auglýsing
Dæmd til 30 ára fangelsisvistar
Dánardómstjórinn sem fór með mál Evelyn skráði dánarorsök barnsins sem lungnabólgu í kjölfar sýkingar vegna barnabiks. Þrátt fyrir það var Evelyn dæmd til 30 ára fangelsisvistar.
Evelyn fær nú að ganga frjáls leiða sinna eftir 33 mánaða fangelsisvist, þar sem áfrýjun á máli hennar tókst. Hins vegar hefur Evelyn verið kærð á ný og mun þurfa að dæma í máli hennar að nýju.
Nayib Bukele, forseti El Salvador, hefur lýst því yfir að engin kona ætti að vera dæmd í fangelsi vegna erfiðleika á meðgöngu. Hann er þó afar andvígur rétti kvenna til þungunarrofs.
Afar íhaldssamt samfélag
Í El Salvador búa sex milljónir íbúa og hefur kaþólska kirkjan mikil völd á stefnu stjórnvalda þar í landi og hefur þungunarrof hefur verið ólöglegt frá árinu 1998. Síðan þá hafa tugir kvenna verið ofsóttir fyrir morð eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn. Flestar þeirra eru fátækar konur úr sveitum.
Ofbeldi gegn konum er einnig afar algengt í El Salvador, þar sem ein kona er myrt á 15 klukkustunda fresti.