Óróleiki í grænlenskum stjórnmálum

Sjö þingmenn grænlenska þingsins hafa krafist þess að Kim Kielsen, formaður Siumut flokksins og grænlensku landstjórnarinnar, segi af sér. Þeir segja Kielsen ekki hafa staðið við kosningaloforð sín og lýsa yfir vantrausti sínu á honum.

Kim Kielsen
Kim Kielsen
Auglýsing

Frá gærmorgni fram eftir degi var krísufundur á meðal flokksmeðlima Siumut, stærsta þingflokks grænlenska þingsins og landstjórnar Grænlands. Fundirnir komu í kjölfar yfirlýsingar sjö meðlima flokksins af tíu á mánudag um vantraust á Kim Kielsen, formanni Siumut og formanni grænlensku landstjórnarinnar. Þetta kemur fram á vef Sermitsiaq.

Óánægja með Kim Kielsen hefur kraumað í einhvern tíma og sendu þingmennirnir sjö frá sér sameiginlega fréttatilkynningu að þeir bæru ekki lengur traust til formanns síns. Þingmennirnir hafa krafist þess að Kielsen segi af sér sem formaður Siumut og sem formaður landsstjórnarinnar. 

Auglýsing
Hinir sjö þingmenn eru Anders OIsen, Nikkulaat Jerimiassen, Henrik Fleischer, Erik Jensen, Laura Taunajik, Jens Danielsen og Hermann Berthelsen.

Segja Kielsen hafa svikið kosningaloforð

Þau skrifa í bréfinu að Siumut hafi svikið kosningaloforð sín, til að mynda hafi öllum aukakvóta grálúðu verið deilt til Royal Greenland í stað þess að deila því til ungra sjómanna sem vilja hefja eigin útgerð eða sjómanna á fámennum stöðum Grænlands. 

Formaðurinn hafi heldur ekki staðið við loforð um kvóta á veiðum náhvala. Það hafi verið kosningaloforð að deila út auka kvóta til fleiri hvalveiðimanna, en Kielsen hafi ekki staðið við það. 

Mun ekki segja af sér

Síðar í gær lýsti Kielsen því yfir að hann muni ekki segja af sér. „Við erum enn ósammála. En svona hefur þetta alltaf verið í Siumut flokknum, við erum góð í því. En við erum sammála um að bréfinu skuli vera vísað til svæðisnefnda. Það gerum við til að fylgja reglugerð flokksins,“ sagði Kielsen í samtali við Sermitsiaq. Hann gat hins vegar ekki sagt hver næstu skref væru eftir að nefndirnar hefðu tekið bréfið fyrir.

„Siumut hefur á síðustu misserum starfað við afar erfiðar aðstæður. Formaðurinn hefur verið uppvís að óvirðingu í hegðun sinni gagnvart meðlimum Inatsisartut [grænlenska þingsins] og ekki síst gagnvart kjósendum sem hann hefur ekki vilja til að hlusta á,“ stendur í yfirlýsingunni. Þá stendur jafnframt að ekki sé þörf á nýjum kosningum nái þingmenn samhljómi um nýjan formann.

Í gærkvöldi, eftir margra klukkutíma fund þingmanna Siumut, kom í ljós að ekki yrði efnt til nýrra kosninga. Síðar í gær gaf Kielsen út að hann myndi ekki gefa kost á sér á ný sem formaður flokksins á næsta landsfundi. 

Uppbygging flugvalla hluti af deilunni

Deilurnar hafa staðið yfir í nokkra mánuði en opinberuðust síðasta föstudag þegar formaður fjárlaganefndar, Hermann Berthelsen, tók undir kröfu stjórnarandstöðunnar um að frestað skyldi undirskrift verksamninga um stækkun flugvalla. Flugvellirnir eru í Ilulissat og Nuuk, að því er kemur fram í frétt RÚV. 

Málið hefur verið afar umdeilt í Grænlandi þar sem danska stjórnin og ríkið koma að stækkun flugvallanna, en Kielsen hefur ekki fallist á þær kröfur að fresta framkvæmdunum. Sumir telja að aðkoma danska ríkisins að uppbyggingunni geti stefnt sjálfstæði Grænlands í tvísýnu, að því er segir í fréttinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent