„Kunna stjórnmálamenn ekki grunnreglur formlegra samskipta milli þjóðríkja?“

Þingmaður Vinstri grænna veltir því fyrir sér hvar draga eigi mörkin þegar um heimsókn erlendra erindreka er að ræða.

Ari Trausti
Ari Trausti
Auglýsing

Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður VG, fjall­aði um opin­bera heim­sókn Mike Pence, vara­­­for­­­seta Banda­­­ríkj­anna, í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi en þar veltir hann því fyrir sér hvar mörkin séu dregin þegar hátt­settir menn í stjórn­skipan ann­arra landa sækja Ísland heim.

Tölu­vert hefur verið fjallað um heim­sókn Pence til Íslands en hann er vænt­an­legur þann 4. sept­­­em­ber næst­kom­andi. Meðal ann­ars hafa aðrir þing­menn gagn­rýnt komu hans.

Gildir ekki hvaða skoð­anir aðrir hátt­settir menn hafa

„Margt er ritað um ábyrgð VG á því að vara­for­seti Banda­ríkj­anna komi til lands­ins (ná­ungi með fullt af röngum skoð­unum að margra okkar mati og þar með mín) – eins og valið sé úr því hvaða hátt­sett­ustu menn í stjórn­skipan þeirra landa sem við höfum póli­tísk/efna­hags­leg/­menn­ing­ar­leg sam­skipti við, fái hefð­bundn­ar/diplómat­ískar við­tök­ur,“ skrifar Ari Trausti.

Þá gildi ekki einu hvaða skoð­anir for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands hafi, for­seti Pól­lands eða for­seti Kína og Pence eða Mike Pompeo. „Kannski líka Boris bless­aður John­son eða hinn róm­aði Pútín? Gildir ekki einu hvort frum­kvæðið að heim­sókn komi frá við­kom­andi aðila eða íslenskri rík­is­stjórn (hver sem hana skipar).“

Auglýsing

Ari Trausti spyr enn fremur hvort til sé lævís og lipur leið til þess að ýja að „svikum við mál­stað­inn“ þegar svona heim­sóknir eru á döf­inni. „Eða kunna stjórn­mála­menn ekki grunn­reglur form­legra sam­skipta milli þjóð­ríkja? Þær gildar oftast, a.m.k. af hálfu lands­stjórna í borg­ara­legum lýð­ræð­is­ríkj­um. Og jú, vissu­lega gæti komið til þess að íslensk stjórn­völd kæmu sér undan opin­berri heim­sókn til lands eða undan heim­sókn erlends valda­manns frá landi sem við höfum form­leg sam­skipti við; segjum t.d. Fil­ipps­eyjar nú um stundir þar sem Dut­arte gengur laus.“ 

Þing­mað­ur­inn spyr því hvar mörkin séu dreg­in.

„Ekki sjálf­sagt mál að slíku jað­ar­menni sé tekið opnum örm­um“

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi VG í stöðu­upp­færslu í gær sem Ari Trausti bregst við á síðu sinni. Þá sagði Guð­mundur Andri að Mike Pence væri krist­inn öfga­maður sem hefði beitt sér gegn rétt­indum kvenna og verið opin­skár í andúð sinni á hinsegin fólki, aðhyllt­ist mis­munun á grund­velli trúar og kyn­hneigðar og hefði gert sitt til að kynda undir því hatri sem orðið sé að meiri­háttar sam­fé­lags­meini í Banda­ríkj­unum og víð­ar.

„Það er ekki sjálf­sagt mál að slíku jað­ar­menni sé tekið opnum örmum þegar hann kemur hing­að, þó að auð­vitað þurfi að sýna emb­ætti hans vissa kurt­eisi. Afar óheppi­legt er að Banda­ríkja­menn og utan­rík­is­ráð­herra íslensku rík­is­stjórn­ar­innar skuli vera tví­saga um til­gang ferð­ar­innar og það sem stendur til að ræða. Banda­ríkja­menn segj­ast ætla að ræða hern­að­ar­mál en Guð­laugur Þór nefndi aðeins efna­hags­mál. Það er kannski feimn­is­mál í rík­is­stjórn undir for­ystu flokks sem seg­ist and­vígur varn­ar­sam­starfi vest­rænna þjóða en við þurfum nú samt að fá að vita af því ef amer­íski her­inn er að snúa hingað aftur undir stjórn slíkra manna sem Pence og Trumps,“ skrif­aði Guð­mundur Andri.

Ari Trausti segir að þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sé iðinn við að gagn­rýna VG og skrifi um til­tekna „kurt­eisi“ sem beri að sýna Mike Pence. Hann spyr hvað það merki í raun. „Líka er reynt að gera VG ábyrgt fyrir auknum fram­kvæmdum við Kefla­vík­ur­flug­völl.“

Til umhugs­un­ar: Margt er ritað um ábyrgð VG á því að vara­for­seti Banda­ríkj­anna komi til lands­ins (ná­ungi með fullt af...

Posted by Ari Trausti on Thurs­day, Aug­ust 15, 2019


Biður utan­rík­is­ráð­herra um nán­ari útskýr­ingar á heim­sókn Pence

­Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, sagði í gær á Face­­book að Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son, utan­­­rík­­is­ráð­herra, héldi því fram að til­­efni heim­­sóknar Mike Pence, vara­­for­­seta Banda­­ríkj­anna, til Íslands væri sam­­starf á sviði efna­hags- og við­­skipta­­mála. Guð­laugur Þór hefði þó sleppt því að nefna að ástæða heim­­sókn­­ar­innar væri að und­ir­­strika land­fræð­i­­legt mik­il­vægi Íslands á norð­­ur­slóðum og aðgerðir NATÓ til að bregð­­ast við auknum umsvifum Rús­s­lands.

„Mörgum brá eðli­­lega í brún snemm­sum­­­ars þegar rík­­is­­stjórnin færði 300 millj­­ónir af fyr­ir­hug­uðum fram­lögum til þró­un­­ar­að­­stoðar í við­hald mann­­virkja NATÓ á Kefla­vík­­­ur­flug­velli. Enn frekar þegar í ljós kom að umfang fram­­kvæmda virð­ist marg­falt það sem kynnt var,“ skrif­aði Logi í færsl­unni á Face­book.

Ari Trausti fjallar um þessi orð Loga í máli sínu. „Logi Ein­ars­son dregur fram 300 millj­ónir króna sem flutt er milli liða í ráðu­neyti en rík­is­stjórnin ábyrgst að skila til aftur þró­un­ar­starfs, þaðan sem þær eru tekn­ar, (nokkuð sem Logi gleymir að geta) og býsnast yfir því að mörgum brá brún að sjá að umfang fram­kvæmda virð­ist marg­falt meira en kynnt var,“ skrifar hann og bætir því við að Logi hafi fengið í hendur – og öll utan­rík­is­mála­nefnd – minn­is­blað þann 20. des­em­ber árið 2017 þar sem tíund­aðar séu þessar fram­kvæmdir banda­ríkja­hers og NATO, með verð­mið­um.

Ari Trausti líkur færslu sinni með því að spyrja: „Hvað skal segja?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent