Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða

Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, telur að æski­legt sé að opin­ber skrá um hags­muna­verði (e. lobby­ists) inni­haldi upp­lýs­ingar um verk­kaupa og vinnu­veit­endur þeirra. Hún segir að ekki sé hins vegar til skoð­unar að hags­muna­verðir skrái hags­muni sína í sama skiln­ingi og nú gildir um hags­muna­skrán­ingu ráð­herra og alþing­is­manna.

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi um skrán­ingu hags­muna almanna­tengla en unnið er að und­ir­bún­ingi laga­setn­ingar til varnar hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds í ráðu­neyt­inu um þess­ar ­mund­ir.

Opin­ber skrá um þá sem tala máli einka­að­ila gagn­vart stjórn­völdum

Í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ís­leifs­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um hvort að ráð­herra hyggst beita sér fyrir því að almanna­tenglum verði gert skylt að skrá hags­muni sína, kemur fram að í for­sæt­is­ráðu­neytið vinni nú að því að ­upp­fylla til­mæli GRECO, sam­taka ríkja innan Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu, sem fram komu í fimmtu úttekt sam­tak­anna á Íslandi. Meðal til­mæl­anna var að settar yrðu reglur um sam­skipti æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds við hags­muna­verði og aðra sem leit­ast við að hafa áhrif á störf stjórn­valda. 

Auglýsing

Í júlí síð­ast­liðnum birti for­sæt­is­ráðu­neytið áform um laga­setn­ingu þess efnis í sam­ráðs­gátt­inni. Þar kemur meðal ann­ars fram að fyr­ir­hugað sé að gera öllum aðilum sem sinna hags­muna­vörslu, þar að segja þá sem hafa það að aðal­starfi að tala máli einka­að­ila, eins eða fleiri, gagn­vart hand­höfum rík­is­valds, ­skylt að til­kynna sig til stjórn­valda svo unnt sé að birta opin­ber­lega skrá yfir þá. 

Gert er ráð ­fyrir því að skráin verði birt í B-deild Stjórn­ar­t­íð­inda og á vef Stjórn­arráðs Ís­lands. Jafn­framt segir að skoða þurfi hvort og þá hvaða við­ur­lög eigi að vera við því að van­rækja til­kynn­ing­ar­skyld­una. 

Auk þess er tekið fram að fram­an­greindar reglur muni einnig taka til þeirra aðila sem sinna hags­muna­vörslu fyrir til­tekna hópa án þess að ­falla undir almenna flokkun hags­muna­varða eins og hún verður skil­greind. Hér er átt við lög­menn eða almanna­tengla sem koma fram fyrir hönd til­tek­inna aðila sem eiga sam­eig­in­lega hags­mun­i. ­Sam­kvæmt laga­á­form­inu er með þessu reynt að tryggja að ekki verði hægt að kom­ast hjá því að birta upp­lýs­ingar um sam­skipti ráð­herra við til dæmis almanna­tengil sem vinnur fyrir nokkra aðila í ferða­þjónustu, vegna þess eins að almanna­teng­ill­inn er ekki skráður hags­muna­vörð­ur­.  

Tíma­mörk á færslu úr opin­beru starfi vegna hags­muna­á­rekstra

Enn fremur er fyr­ir­hugað að mælt verið í lögum að ráð­herr­ar, aðstoð­ar­menn, ráðu­neyt­is­stjór­ar, skrif­stofu­stjórar og sendi­herrar geti ekki í til­tek­inn tíma eftir að opin­beru starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hags­muna­verði. Gert er ráð fyrir þeirri meg­in­reglu að fram­an­greindir aðilar þurfi að bíða í átta mán­uði frá starfs­lokum en að þó verður gert ráð fyrir því að hægt verði að óska eftir und­an­þágu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu á bið­tíma eða stytt­ingu bið­tíma ef ljóst er að lítil eða engin hætta sé á hags­muna­á­rekstrum til dæmis vegna mis­mun­andi eðlis starfs innan Stjórn­arráðs Ís­lands ann­ars vegar og fyrir hags­muna­verði hins veg­ar.

Þá er einnig stefnt að því að ráðu­neytið geti tekið til skoð­unar mál að eigin frum­kvæði, til að mynda þau til­vik þar sem aðili hefur farið úr starfi innan Stjórn­arráðs Ís­lands í annað starf þar sem umtals­verð hætta er á hags­muna­á­rekstrum án þess að kanna afstöðu ráðu­neyt­is­ins fyr­ir­fram. Gert er ráð fyrir því að ráðu­neytið geti í þeim til­vikum ann­ars vegar lagt stjórn­valds­sektir á við­kom­andi fyrir athæfið og eftir atvikum einnig dag­sekt­ir.

SA mót­fallin opin­berri skrán­ingu hags­muna­varða 

Sam­tök Atvinnu­lífs­ins gagn­rýna þessi áform stjórn­valda í umsögn sinni í sam­ráðs­gátt­inni. Í umsögn sam­tak­anna segir að hér á landi tíðkast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterkir sér­hags­muna­að­ilar „nái tang­ar­haldi“ á ­stjórn­völdum og hafi áhrif á þau með við­brögðum sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og fjallað er um í fyrr­nefndri út­tekt­ar­skýrslu GRECO.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Mynd: Bára Huld BeckÞví telja sam­tökin að ekki sé þörf á því að taka upp skrán­ingu hags­muna­að­ila hér á landi. „Að­staðan hér er um flest frábrugðin því hvernig hún er í marg­falt stærri þjóð­félög­um. Í lang­flestum til­vikum er alveg ljóst hvaða hags­munum ein­stök sam­tök eða starfs­menn þeirra þjóna hvort sem það eru sam­tök fyr­ir­tækja, verka­fólks, umhverf­is­vernd­ar­fólks, neyt­enda, dýra­vina eða önn­ur,“ segir í umsögn­inni.

Sam­tökin eru einnig and­víg því að sett séu almenn yfir­grips­mikil ákvæði um „tak­mörkun á almenn­u at­vinnu­frelsi“ starfs­manna stjórn­arráðs­ins eða kjör­inna full­trúa. „Það er já­kvætt að einka­fyr­ir­tæki finn­i hæfa starfs­menn í þjón­ustu ríkis og sveit­ar­félaga og að yfir­sýn og þekk­ing þeirra sem af ein­hverj­u­m á­stæðum hætta í stjórn­málum nýt­ist sem víð­ast. Tak­mörkun á starfs­vali getur því ekki orðið til ann­ar­s en tjóns fyrir sam­félag­ið.“

Að lokum segir í umsögn sam­tak­anna að það sé mik­il­vægt að ís­lenskt atvinnu­líf búi við skýrar og góðar leik­reglur sem auka trúverð­ug­leika og verja gegn ólög­mætri hátt­semi. Aftur á móti telja sam­tökin að eft­ir­lit megi ekki vera of íþyngj­andi vegna þess að það auki kostn­að ­fyr­ir­tækja og veiki sam­keppn­is­hæfni ís­lensks atvinnu­lífs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent