Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða

Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, telur að æski­legt sé að opin­ber skrá um hags­muna­verði (e. lobby­ists) inni­haldi upp­lýs­ingar um verk­kaupa og vinnu­veit­endur þeirra. Hún segir að ekki sé hins vegar til skoð­unar að hags­muna­verðir skrái hags­muni sína í sama skiln­ingi og nú gildir um hags­muna­skrán­ingu ráð­herra og alþing­is­manna.

Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi um skrán­ingu hags­muna almanna­tengla en unnið er að und­ir­bún­ingi laga­setn­ingar til varnar hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds í ráðu­neyt­inu um þess­ar ­mund­ir.

Opin­ber skrá um þá sem tala máli einka­að­ila gagn­vart stjórn­völdum

Í svari for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ís­leifs­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um hvort að ráð­herra hyggst beita sér fyrir því að almanna­tenglum verði gert skylt að skrá hags­muni sína, kemur fram að í for­sæt­is­ráðu­neytið vinni nú að því að ­upp­fylla til­mæli GRECO, sam­taka ríkja innan Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu, sem fram komu í fimmtu úttekt sam­tak­anna á Íslandi. Meðal til­mæl­anna var að settar yrðu reglur um sam­skipti æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds við hags­muna­verði og aðra sem leit­ast við að hafa áhrif á störf stjórn­valda. 

Auglýsing

Í júlí síð­ast­liðnum birti for­sæt­is­ráðu­neytið áform um laga­setn­ingu þess efnis í sam­ráðs­gátt­inni. Þar kemur meðal ann­ars fram að fyr­ir­hugað sé að gera öllum aðilum sem sinna hags­muna­vörslu, þar að segja þá sem hafa það að aðal­starfi að tala máli einka­að­ila, eins eða fleiri, gagn­vart hand­höfum rík­is­valds, ­skylt að til­kynna sig til stjórn­valda svo unnt sé að birta opin­ber­lega skrá yfir þá. 

Gert er ráð ­fyrir því að skráin verði birt í B-deild Stjórn­ar­t­íð­inda og á vef Stjórn­arráðs Ís­lands. Jafn­framt segir að skoða þurfi hvort og þá hvaða við­ur­lög eigi að vera við því að van­rækja til­kynn­ing­ar­skyld­una. 

Auk þess er tekið fram að fram­an­greindar reglur muni einnig taka til þeirra aðila sem sinna hags­muna­vörslu fyrir til­tekna hópa án þess að ­falla undir almenna flokkun hags­muna­varða eins og hún verður skil­greind. Hér er átt við lög­menn eða almanna­tengla sem koma fram fyrir hönd til­tek­inna aðila sem eiga sam­eig­in­lega hags­mun­i. ­Sam­kvæmt laga­á­form­inu er með þessu reynt að tryggja að ekki verði hægt að kom­ast hjá því að birta upp­lýs­ingar um sam­skipti ráð­herra við til dæmis almanna­tengil sem vinnur fyrir nokkra aðila í ferða­þjónustu, vegna þess eins að almanna­teng­ill­inn er ekki skráður hags­muna­vörð­ur­.  

Tíma­mörk á færslu úr opin­beru starfi vegna hags­muna­á­rekstra

Enn fremur er fyr­ir­hugað að mælt verið í lögum að ráð­herr­ar, aðstoð­ar­menn, ráðu­neyt­is­stjór­ar, skrif­stofu­stjórar og sendi­herrar geti ekki í til­tek­inn tíma eftir að opin­beru starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hags­muna­verði. Gert er ráð fyrir þeirri meg­in­reglu að fram­an­greindir aðilar þurfi að bíða í átta mán­uði frá starfs­lokum en að þó verður gert ráð fyrir því að hægt verði að óska eftir und­an­þágu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu á bið­tíma eða stytt­ingu bið­tíma ef ljóst er að lítil eða engin hætta sé á hags­muna­á­rekstrum til dæmis vegna mis­mun­andi eðlis starfs innan Stjórn­arráðs Ís­lands ann­ars vegar og fyrir hags­muna­verði hins veg­ar.

Þá er einnig stefnt að því að ráðu­neytið geti tekið til skoð­unar mál að eigin frum­kvæði, til að mynda þau til­vik þar sem aðili hefur farið úr starfi innan Stjórn­arráðs Ís­lands í annað starf þar sem umtals­verð hætta er á hags­muna­á­rekstrum án þess að kanna afstöðu ráðu­neyt­is­ins fyr­ir­fram. Gert er ráð fyrir því að ráðu­neytið geti í þeim til­vikum ann­ars vegar lagt stjórn­valds­sektir á við­kom­andi fyrir athæfið og eftir atvikum einnig dag­sekt­ir.

SA mót­fallin opin­berri skrán­ingu hags­muna­varða 

Sam­tök Atvinnu­lífs­ins gagn­rýna þessi áform stjórn­valda í umsögn sinni í sam­ráðs­gátt­inni. Í umsögn sam­tak­anna segir að hér á landi tíðkast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterkir sér­hags­muna­að­ilar „nái tang­ar­haldi“ á ­stjórn­völdum og hafi áhrif á þau með við­brögðum sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og fjallað er um í fyrr­nefndri út­tekt­ar­skýrslu GRECO.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Mynd: Bára Huld BeckÞví telja sam­tökin að ekki sé þörf á því að taka upp skrán­ingu hags­muna­að­ila hér á landi. „Að­staðan hér er um flest frábrugðin því hvernig hún er í marg­falt stærri þjóð­félög­um. Í lang­flestum til­vikum er alveg ljóst hvaða hags­munum ein­stök sam­tök eða starfs­menn þeirra þjóna hvort sem það eru sam­tök fyr­ir­tækja, verka­fólks, umhverf­is­vernd­ar­fólks, neyt­enda, dýra­vina eða önn­ur,“ segir í umsögn­inni.

Sam­tökin eru einnig and­víg því að sett séu almenn yfir­grips­mikil ákvæði um „tak­mörkun á almenn­u at­vinnu­frelsi“ starfs­manna stjórn­arráðs­ins eða kjör­inna full­trúa. „Það er já­kvætt að einka­fyr­ir­tæki finn­i hæfa starfs­menn í þjón­ustu ríkis og sveit­ar­félaga og að yfir­sýn og þekk­ing þeirra sem af ein­hverj­u­m á­stæðum hætta í stjórn­málum nýt­ist sem víð­ast. Tak­mörkun á starfs­vali getur því ekki orðið til ann­ar­s en tjóns fyrir sam­félag­ið.“

Að lokum segir í umsögn sam­tak­anna að það sé mik­il­vægt að ís­lenskt atvinnu­líf búi við skýrar og góðar leik­reglur sem auka trúverð­ug­leika og verja gegn ólög­mætri hátt­semi. Aftur á móti telja sam­tökin að eft­ir­lit megi ekki vera of íþyngj­andi vegna þess að það auki kostn­að ­fyr­ir­tækja og veiki sam­keppn­is­hæfni ís­lensks atvinnu­lífs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent