Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram

Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, verði ekki dóms­mála­ráð­herra mikið leng­ur. Þór­dís Kol­brún hefur gegnt emb­ætt­inu sam­hliða öðrum ráð­herra­störfum frá því að Sig­ríður And­er­sen sagði af sér í vor en hún muni halda áfram sem ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra. Þetta kom fram í við­tali við Bjarna í Kast­ljósi kvölds­ins.

Þar sagð­ist hann muna gera til­lögu um næsta dóms­mála­ráð­herra við þing­flokk sinn áður en að þing verður sett í sept­em­ber. Hann vildi þó ekki greina frá því strax hver myndi setj­ast í stól­inn að öðru leyti en að við­kom­andi verði ekki sóttur utan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Bjarni end­ur­tók aðspurður það sem hann sagði nýverið á fundi í Val­höll að ekk­ert kæmi í veg fyrir að Sig­ríður And­er­sen gæti orðið ráð­herra aft­ur. 

Vill fá meira en 25 pró­sent fylgi

For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins ræddi einnig stöðu flokks­ins í könn­unum um þessar mundir og sagði að flokkur hans hafi metnað til að fá meira fylgi en þau 25,2 pró­sent sem hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Síð­ustu tvær kann­anir MMR hafa sýnt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í 19,1 pró­sent fylgi sem er það lægsta sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá hrun­i. 

Auglýsing
Bjarni sagð­ist ekki gefa mikið fyrir kann­anir á miðju kjör­tíma­bili. Það eina sem skipti máli er það sem verði eftir kosn­ing­ar. Stjórn­málin hafi breyst mikið á þeim tíma sem hann hafi verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og Bjarni minnti á að fylgi flokks­ins hafi verið meira í síð­ustu kosn­ingum en þeim fyrsta sem hann leiddi flokk­inn í gegnum árið 2009, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 23,7 pró­sent atkvæða og sína verstu útkomu í sög­unni. „Það er rétt við höfum ekki þann stuðn­ing sem við höfðum áður mestan og við höfum metnað til að hafa meira en þau 25 pró­sent sem við fengum í síð­ustu kosn­ing­um.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Bjarni sagði að fylgið væri að dreifast meira en áður og að eng­inn flokkur hafi tekið við af Sjálf­stæð­is­flokknum sem leið­andi afl í íslenskum stjórn­mál­u­m. 

Staða Íslands batnað mikið með hann í rík­is­stjórn

Bjarni var spurður að því hvort hann hefði enn gaman af stjórn­málum og hvort hann ætli að sitja áfram sem for­mað­ur. Hann sagð­ist ekki hlaupa frá því að hafa stofnað til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs við tvo flokka og að ekki væri langt síðan að hann hafi boðið sig fram sem for­mað­ur. 

Hef­urðu enn gaman á þessu, ætlarðu að sitja áfram? „Gleðin kemur úr því að sjá fram­gang mik­il­vægra mála,“ sagði Bjarni og bætti við að staðan á Íslandi hefði batnað mikið frá því að hann sett­ist í rík­is­stjórn 2013.

Auglýsing
Bjarni ræddi einnig orku­pakka­málið og þá ólgu sem það hefur skapað í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hann sagði frá­leitt að tala um klofn­ing innan flokks­ins vegna máls­ins og að á um 70 opnum fundum sem hann hefði haldið með gras­rót­inni víða um land á þessu ári hefði einnig komið fram ríkur stuðn­ingur við það hvernig orku­pakka­málið hefur verið unn­ið.

Þing­flokk­ur­inn hafi vandað sig við það en málið sé nú full­skoðað og full­rætt. Bjarna þykir sýnt að málið verði sam­þykkt á Alþingi í byrjun sept­em­ber. 

Hann upp­lifir ekki að verið sé að grafa undan honum per­sónu­lega vegna máls­ins þótt skiptar skoð­anir séu á því hvernig þing­flokk­ur­inn vinni það. Gagn­rýnin sé á breið­ari grunni og snú­ist meira að flokks­for­yst­unni í heild en sér ein­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent