Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram

Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, verði ekki dóms­mála­ráð­herra mikið leng­ur. Þór­dís Kol­brún hefur gegnt emb­ætt­inu sam­hliða öðrum ráð­herra­störfum frá því að Sig­ríður And­er­sen sagði af sér í vor en hún muni halda áfram sem ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra. Þetta kom fram í við­tali við Bjarna í Kast­ljósi kvölds­ins.

Þar sagð­ist hann muna gera til­lögu um næsta dóms­mála­ráð­herra við þing­flokk sinn áður en að þing verður sett í sept­em­ber. Hann vildi þó ekki greina frá því strax hver myndi setj­ast í stól­inn að öðru leyti en að við­kom­andi verði ekki sóttur utan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Bjarni end­ur­tók aðspurður það sem hann sagði nýverið á fundi í Val­höll að ekk­ert kæmi í veg fyrir að Sig­ríður And­er­sen gæti orðið ráð­herra aft­ur. 

Vill fá meira en 25 pró­sent fylgi

For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins ræddi einnig stöðu flokks­ins í könn­unum um þessar mundir og sagði að flokkur hans hafi metnað til að fá meira fylgi en þau 25,2 pró­sent sem hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Síð­ustu tvær kann­anir MMR hafa sýnt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í 19,1 pró­sent fylgi sem er það lægsta sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá hrun­i. 

Auglýsing
Bjarni sagð­ist ekki gefa mikið fyrir kann­anir á miðju kjör­tíma­bili. Það eina sem skipti máli er það sem verði eftir kosn­ing­ar. Stjórn­málin hafi breyst mikið á þeim tíma sem hann hafi verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og Bjarni minnti á að fylgi flokks­ins hafi verið meira í síð­ustu kosn­ingum en þeim fyrsta sem hann leiddi flokk­inn í gegnum árið 2009, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 23,7 pró­sent atkvæða og sína verstu útkomu í sög­unni. „Það er rétt við höfum ekki þann stuðn­ing sem við höfðum áður mestan og við höfum metnað til að hafa meira en þau 25 pró­sent sem við fengum í síð­ustu kosn­ing­um.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Bjarni sagði að fylgið væri að dreifast meira en áður og að eng­inn flokkur hafi tekið við af Sjálf­stæð­is­flokknum sem leið­andi afl í íslenskum stjórn­mál­u­m. 

Staða Íslands batnað mikið með hann í rík­is­stjórn

Bjarni var spurður að því hvort hann hefði enn gaman af stjórn­málum og hvort hann ætli að sitja áfram sem for­mað­ur. Hann sagð­ist ekki hlaupa frá því að hafa stofnað til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs við tvo flokka og að ekki væri langt síðan að hann hafi boðið sig fram sem for­mað­ur. 

Hef­urðu enn gaman á þessu, ætlarðu að sitja áfram? „Gleðin kemur úr því að sjá fram­gang mik­il­vægra mála,“ sagði Bjarni og bætti við að staðan á Íslandi hefði batnað mikið frá því að hann sett­ist í rík­is­stjórn 2013.

Auglýsing
Bjarni ræddi einnig orku­pakka­málið og þá ólgu sem það hefur skapað í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hann sagði frá­leitt að tala um klofn­ing innan flokks­ins vegna máls­ins og að á um 70 opnum fundum sem hann hefði haldið með gras­rót­inni víða um land á þessu ári hefði einnig komið fram ríkur stuðn­ingur við það hvernig orku­pakka­málið hefur verið unn­ið.

Þing­flokk­ur­inn hafi vandað sig við það en málið sé nú full­skoðað og full­rætt. Bjarna þykir sýnt að málið verði sam­þykkt á Alþingi í byrjun sept­em­ber. 

Hann upp­lifir ekki að verið sé að grafa undan honum per­sónu­lega vegna máls­ins þótt skiptar skoð­anir séu á því hvernig þing­flokk­ur­inn vinni það. Gagn­rýnin sé á breið­ari grunni og snú­ist meira að flokks­for­yst­unni í heild en sér ein­um.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent