Starfslok framkvæmdastjóra Heimavalla kostuðu 24,6 milljónir króna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri stærsta leigufélags landsins sem starfar á almennum markaði fékk á þriðja tug milljóna króna vegna starfsloka sinna. Skráning félagsins, Heimavalla, þykir hafa lukkast afar illa.

Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í fyrra. Innan við ári síðar var hann hættur störfum.
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í fyrra. Innan við ári síðar var hann hættur störfum.
Auglýsing

Heima­vell­ir, stærsta leigu­fé­lag lands­ins sem starfar á almennum mark­aði, gjald­færði alls 24,6 millj­ónir króna á öðrum árs­fjórð­ungi vegna greiðslna til Guð­brands Sig­urðs­son­ar, sem hætti störfum hjá félag­inu 31. mars, eða á síð­asta degi fyrsta árs­fjórð­ungs. 

Greiðsl­urn­ar, sem inni­halda einnig launa­tengd gjöld, voru í sam­ræmi við ráðn­ing­ar­samn­ing Guð­brands. Heima­vellir greiddu alls tæp­lega 40,8 millj­ónir króna í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð fyrir Guð­brand á árinu 2018, sem var síð­asta fulla árið sem hann starf­aði fyrir félag­ið. Laun hans voru rúm­lega 2,9 millj­ónir króna á mán­uði en auk þess greiddu Heima­vellir 5,7 millj­ónir króna í mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð í fyrra. Miðað við það hefur Guð­brandur fengið um 60 pró­sent af árs­greiðslum vegna starfs­loka sinna. 

Illa lukkuð skrán­ing

Heima­vellir voru skráðir á markað vorið 2018. Ári síðar reyndu lyk­il­hlut­hafar að afskrá félag­ið, en Kaup­höll Íslands kom í veg fyrir það. Þær skýr­ingar voru gefnar fyrir þeirri veg­­ferð að Heima­vellir hafi ekki fengið góðar mót­­tökur hjá stærstu fjár­­­festum lands­ins, sér­­stak­­lega líf­eyr­is­­sjóð­um, og að end­­ur­fjár­­­mögn­un­­ar­til­­burðir Heima­valla hafi ekki staðið undir vænt­ing­­um.

Auglýsing
Á þeim tíma lá þó fyrir verð­mat á eignum félags­ins sem sýndi að virði eigna þess væri mun hærra en opin­berar tölur gáfu til kynna. Sam­kvæmt verð­mat­inu, sem unnið var af Arct­ica Fin­ance, kom fram að fyr­ir­tækið telji að eigið fé Heima­valla miðað við sitt mat hafi átt að vera 27 millj­­arðar króna í vor. Því skeik­aði um 14 millj­­örðum króna á mats­verði Heima­valla og mark­aðsvirði félags­­ins á þeim tíma.

Marka­virði Heima­valla í dag er um 13,5 millj­­arðar króna. Eigið fé félags­­ins, mun­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 18,8 millj­­arðar króna. 

Eru að selja eignir hratt

Alls eru ríf­­lega 400 íbúðir í eigu Heima­valla skil­­greindar eða verða skil­­greindar til sölu í nán­­ustu fram­­tíð. Bók­­fært virði þeirra er um 14,5 millj­­arðar króna og áætlað er að sala þeirra muni losa allt að fjóra millj­­arða króna í umfram eigið fé. Því eigið fé verður skilað til hlut­hafa með end­­ur­­kaupum á hluta­bréfum í Heima­­völlum eða með arð­greiðsl­u­m. 

Þetta kom fram í fjár­­­festa­kynn­ingu vegna hálfs árs upp­­­gjörs Heima­valla sem birt var á föst­u­dag. Á hlut­hafa­fundi í Heima­­völlum sem hald­inn var á föst­u­dag var sam­­þykkt að upp­­­færa end­­ur­­kaupa­heim­ild félags­­ins þannig að því verði heim­ilt að kaupa allt að þrjú pró­­sent í sjálfu sér af hlut­höfum á næstu átta mán­uð­u­m. 

Heima­vellir munu eiga alls um 1.700 íbúðir í lok þessa árs en þeim á að fækka með eigna­­sölum í um 1.400 fyrir lok árs 2020.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent