Starfslok framkvæmdastjóra Heimavalla kostuðu 24,6 milljónir króna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri stærsta leigufélags landsins sem starfar á almennum markaði fékk á þriðja tug milljóna króna vegna starfsloka sinna. Skráning félagsins, Heimavalla, þykir hafa lukkast afar illa.

Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í fyrra. Innan við ári síðar var hann hættur störfum.
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í fyrra. Innan við ári síðar var hann hættur störfum.
Auglýsing

Heima­vell­ir, stærsta leigu­fé­lag lands­ins sem starfar á almennum mark­aði, gjald­færði alls 24,6 millj­ónir króna á öðrum árs­fjórð­ungi vegna greiðslna til Guð­brands Sig­urðs­son­ar, sem hætti störfum hjá félag­inu 31. mars, eða á síð­asta degi fyrsta árs­fjórð­ungs. 

Greiðsl­urn­ar, sem inni­halda einnig launa­tengd gjöld, voru í sam­ræmi við ráðn­ing­ar­samn­ing Guð­brands. Heima­vellir greiddu alls tæp­lega 40,8 millj­ónir króna í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð fyrir Guð­brand á árinu 2018, sem var síð­asta fulla árið sem hann starf­aði fyrir félag­ið. Laun hans voru rúm­lega 2,9 millj­ónir króna á mán­uði en auk þess greiddu Heima­vellir 5,7 millj­ónir króna í mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð í fyrra. Miðað við það hefur Guð­brandur fengið um 60 pró­sent af árs­greiðslum vegna starfs­loka sinna. 

Illa lukkuð skrán­ing

Heima­vellir voru skráðir á markað vorið 2018. Ári síðar reyndu lyk­il­hlut­hafar að afskrá félag­ið, en Kaup­höll Íslands kom í veg fyrir það. Þær skýr­ingar voru gefnar fyrir þeirri veg­­ferð að Heima­vellir hafi ekki fengið góðar mót­­tökur hjá stærstu fjár­­­festum lands­ins, sér­­stak­­lega líf­eyr­is­­sjóð­um, og að end­­ur­fjár­­­mögn­un­­ar­til­­burðir Heima­valla hafi ekki staðið undir vænt­ing­­um.

Auglýsing
Á þeim tíma lá þó fyrir verð­mat á eignum félags­ins sem sýndi að virði eigna þess væri mun hærra en opin­berar tölur gáfu til kynna. Sam­kvæmt verð­mat­inu, sem unnið var af Arct­ica Fin­ance, kom fram að fyr­ir­tækið telji að eigið fé Heima­valla miðað við sitt mat hafi átt að vera 27 millj­­arðar króna í vor. Því skeik­aði um 14 millj­­örðum króna á mats­verði Heima­valla og mark­aðsvirði félags­­ins á þeim tíma.

Marka­virði Heima­valla í dag er um 13,5 millj­­arðar króna. Eigið fé félags­­ins, mun­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 18,8 millj­­arðar króna. 

Eru að selja eignir hratt

Alls eru ríf­­lega 400 íbúðir í eigu Heima­valla skil­­greindar eða verða skil­­greindar til sölu í nán­­ustu fram­­tíð. Bók­­fært virði þeirra er um 14,5 millj­­arðar króna og áætlað er að sala þeirra muni losa allt að fjóra millj­­arða króna í umfram eigið fé. Því eigið fé verður skilað til hlut­hafa með end­­ur­­kaupum á hluta­bréfum í Heima­­völlum eða með arð­greiðsl­u­m. 

Þetta kom fram í fjár­­­festa­kynn­ingu vegna hálfs árs upp­­­gjörs Heima­valla sem birt var á föst­u­dag. Á hlut­hafa­fundi í Heima­­völlum sem hald­inn var á föst­u­dag var sam­­þykkt að upp­­­færa end­­ur­­kaupa­heim­ild félags­­ins þannig að því verði heim­ilt að kaupa allt að þrjú pró­­sent í sjálfu sér af hlut­höfum á næstu átta mán­uð­u­m. 

Heima­vellir munu eiga alls um 1.700 íbúðir í lok þessa árs en þeim á að fækka með eigna­­sölum í um 1.400 fyrir lok árs 2020.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent