Fréttatíminn safnar styrkjum í Bandaríkjadölum

Miðillinn Fréttatíminn, sem er skrifaður af huldumönnum og hefur engan ritstjóra né blaðamenn, hefur hafið söfnun á styrkjum fyrir starfsemina í gegnum Paypal. Styrkirnir eru greiddir í Bandaríkjadölum. Hingað til hafa engar tekjur verið af starfseminni.

fréttatíminn
Auglýsing

Frétta­tím­inn, mið­ill sem hefur hingað til ekki haft neinar tekj­ur, hefur hafið söfnun á styrkj­um. Styrkj­unum er safnað í gegnum Payp­al-­þjón­ust­una og eru því greiddir í Banda­ríkja­döl­um. Í aug­lýs­ingu sem birt­ist þegar farið er inn á vef­inn eru les­endur spurðir hvort þeir hafi áhuga á að hjálpa Frétta­tím­anum að vaxa og dafna? „Á síð­ustu mán­uðum hafa inn­lit á Frétta­tím­ann fjór­fald­ast og kostn­aður í takt við það. Með því að styrkja Frétta­tím­ann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöll­un.“

Sú full­yrð­ing, að kostn­aður hafi aukist, stang­ast á við það sem Guð­laugur Her­manns­son, eig­andi mið­ils­ins, sagði við Kjarn­ann í síð­ustu viku. Þá sagði hann að Frétta­tím­inn væri fjöl­mið­ill sem væri unn­inn í sjálf­boða­vinnu án eig­in­legra starfs­manna. Þar vinni hvorki rit­stjóri né blaða­menn þrátt fyrir að um skráðan fjöl­miðil sé að ræða. Eini kostn­að­ur­inn sem fylgdi rekstri mið­ils­ins væru árlegur kostn­aður vegna end­ur­nýj­unar á léni hans. Tekjur Frétta­tím­ans eru eng­ar. Guð­laugur sagði enn fremur að hann héldi úti vefnum í sam­starfi við kollega, sem hann vildi ekki segja hverjir væru, en allt efni sem birt­ist á vef Frétta­tím­ans er birt undir höf­und­inum „rit­stjórn Frétta­tímanns“. Fréttatíminn, sem er ekki með ritstjóra né blaðamenn skráða, hefur hafið söfnun á frjálsum framlögum. Mynd: Skjáskot

Hann sagði að vel hafi verið tekið í þetta fram­tak, að halda úti Frétta­tím­an­um, sér­stak­lega að und­an­förnu í tengslum við umræður um þriðja orku­pakk­ann.

Auglýsing
Guðlaugur keypti lén Frétta­tím­ans og Face­book-­síðu hans út úr þrota­búi Morg­un­dags, fyrr­ver­andi útgáfu­fé­lags þess, og end­ur­vakti starf­semi á lén­inu í jan­úar 2018. „Þetta er lít­ill fjöl­mið­ill bara í gamn­i,“ sagði Guð­laugur við Kjarn­ann.

Í umfjöllun Kjarn­ans kom fram síðan að hinn nýi Frétta­tími fór í loftið hafi verið birt mörg efni þar dag­lega, nú í á annað ár. Margt sem þar birt­ist er unnið með hætti sem stenst illa grund­vall­ar­reglur blaða­mennsku, t.d. hvað varðar heim­ildar­öflun og fram­setn­ingu. Auk þess er eng­inn blaða­maður skráður á vefnum og allt efni sem þar birt­ist skráð sem skrifað af „Rit­stjórn Frétta­tímanns“. 

Það efni sem Frétta­tím­inn birtir er margs­kon­ar. Margt af því er unnið upp úr frétta­til­kynn­ingum sem sent er á alla íslenska miðla dag­lega. Sumt snýst um veð­ur­far. En það efni sem tekur mest pláss, og vekur mesta athygli, snýst um stjórn­mál sam­tím­ans og er oft sett fram sem opnar spurn­ingar í tengslum við mál sem eru ofar­lega á baugi á hverjum tíma. Viðmótið sem birtist í Paypal þegar valið er að styrkja Fréttatímann í Bandaríkjadölum.

Mesta athygli hafa vakið fréttir sem tengj­ast þriðja orku­pakk­anum eða stjórn­mála­mönnum sem hafa tekið virkan þátt í umræðum um hann. Þannig birt­ist frétt á fimmtu­dag í síð­ustu viku undir fyr­ir­sögn­inni: „Skilar orku­pakki 3, 625 millj­ónum í vasa utan­rík­is­ráð­herra?“ Efn­is­lega snýst frétt­inn um að upp­reikna mögu­legar tekjur af virkjun sem hefur ekki verið byggð miðað við að raf­magns­verð hækki og hverju það gæti skilað Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra í vas­ann vegna eign­ar­halds hans og eig­in­konu hans á jörð sem er á áhrifa­svæði Búlands­virkj­unar og Hólmsár­virkj­un­ar. 

Í ummælum við færslu um frétt­ina á Face­book var Guð­laugi Þór meðal ann­ars hótað líf­láti vegna þess sem fram kom í henni og hefur verið gripið til sér­stakra örygg­is­ráð­staf­ana vegna máls­ins. Hót­unin er auk þess komin í far­veg hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Þá eru fréttir af fram­göngu Mið­flokks­ins, með jákvæðum for­merkj­um, mjög áber­andi á vef Frétta­tím­ans. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent