Fréttatíminn safnar styrkjum í Bandaríkjadölum

Miðillinn Fréttatíminn, sem er skrifaður af huldumönnum og hefur engan ritstjóra né blaðamenn, hefur hafið söfnun á styrkjum fyrir starfsemina í gegnum Paypal. Styrkirnir eru greiddir í Bandaríkjadölum. Hingað til hafa engar tekjur verið af starfseminni.

fréttatíminn
Auglýsing

Frétta­tím­inn, mið­ill sem hefur hingað til ekki haft neinar tekj­ur, hefur hafið söfnun á styrkj­um. Styrkj­unum er safnað í gegnum Payp­al-­þjón­ust­una og eru því greiddir í Banda­ríkja­döl­um. Í aug­lýs­ingu sem birt­ist þegar farið er inn á vef­inn eru les­endur spurðir hvort þeir hafi áhuga á að hjálpa Frétta­tím­anum að vaxa og dafna? „Á síð­ustu mán­uðum hafa inn­lit á Frétta­tím­ann fjór­fald­ast og kostn­aður í takt við það. Með því að styrkja Frétta­tím­ann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöll­un.“

Sú full­yrð­ing, að kostn­aður hafi aukist, stang­ast á við það sem Guð­laugur Her­manns­son, eig­andi mið­ils­ins, sagði við Kjarn­ann í síð­ustu viku. Þá sagði hann að Frétta­tím­inn væri fjöl­mið­ill sem væri unn­inn í sjálf­boða­vinnu án eig­in­legra starfs­manna. Þar vinni hvorki rit­stjóri né blaða­menn þrátt fyrir að um skráðan fjöl­miðil sé að ræða. Eini kostn­að­ur­inn sem fylgdi rekstri mið­ils­ins væru árlegur kostn­aður vegna end­ur­nýj­unar á léni hans. Tekjur Frétta­tím­ans eru eng­ar. Guð­laugur sagði enn fremur að hann héldi úti vefnum í sam­starfi við kollega, sem hann vildi ekki segja hverjir væru, en allt efni sem birt­ist á vef Frétta­tím­ans er birt undir höf­und­inum „rit­stjórn Frétta­tímanns“. Fréttatíminn, sem er ekki með ritstjóra né blaðamenn skráða, hefur hafið söfnun á frjálsum framlögum. Mynd: Skjáskot

Hann sagði að vel hafi verið tekið í þetta fram­tak, að halda úti Frétta­tím­an­um, sér­stak­lega að und­an­förnu í tengslum við umræður um þriðja orku­pakk­ann.

Auglýsing
Guðlaugur keypti lén Frétta­tím­ans og Face­book-­síðu hans út úr þrota­búi Morg­un­dags, fyrr­ver­andi útgáfu­fé­lags þess, og end­ur­vakti starf­semi á lén­inu í jan­úar 2018. „Þetta er lít­ill fjöl­mið­ill bara í gamn­i,“ sagði Guð­laugur við Kjarn­ann.

Í umfjöllun Kjarn­ans kom fram síðan að hinn nýi Frétta­tími fór í loftið hafi verið birt mörg efni þar dag­lega, nú í á annað ár. Margt sem þar birt­ist er unnið með hætti sem stenst illa grund­vall­ar­reglur blaða­mennsku, t.d. hvað varðar heim­ildar­öflun og fram­setn­ingu. Auk þess er eng­inn blaða­maður skráður á vefnum og allt efni sem þar birt­ist skráð sem skrifað af „Rit­stjórn Frétta­tímanns“. 

Það efni sem Frétta­tím­inn birtir er margs­kon­ar. Margt af því er unnið upp úr frétta­til­kynn­ingum sem sent er á alla íslenska miðla dag­lega. Sumt snýst um veð­ur­far. En það efni sem tekur mest pláss, og vekur mesta athygli, snýst um stjórn­mál sam­tím­ans og er oft sett fram sem opnar spurn­ingar í tengslum við mál sem eru ofar­lega á baugi á hverjum tíma. Viðmótið sem birtist í Paypal þegar valið er að styrkja Fréttatímann í Bandaríkjadölum.

Mesta athygli hafa vakið fréttir sem tengj­ast þriðja orku­pakk­anum eða stjórn­mála­mönnum sem hafa tekið virkan þátt í umræðum um hann. Þannig birt­ist frétt á fimmtu­dag í síð­ustu viku undir fyr­ir­sögn­inni: „Skilar orku­pakki 3, 625 millj­ónum í vasa utan­rík­is­ráð­herra?“ Efn­is­lega snýst frétt­inn um að upp­reikna mögu­legar tekjur af virkjun sem hefur ekki verið byggð miðað við að raf­magns­verð hækki og hverju það gæti skilað Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra í vas­ann vegna eign­ar­halds hans og eig­in­konu hans á jörð sem er á áhrifa­svæði Búlands­virkj­unar og Hólmsár­virkj­un­ar. 

Í ummælum við færslu um frétt­ina á Face­book var Guð­laugi Þór meðal ann­ars hótað líf­láti vegna þess sem fram kom í henni og hefur verið gripið til sér­stakra örygg­is­ráð­staf­ana vegna máls­ins. Hót­unin er auk þess komin í far­veg hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Þá eru fréttir af fram­göngu Mið­flokks­ins, með jákvæðum for­merkj­um, mjög áber­andi á vef Frétta­tím­ans. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent