Raforkunotkun minni en spáð var

Raforkunotkun stórnotenda og almennra notenda var minni í fyrra en raforkuspá Orkustofnunar gerði ráð fyrir. Ný raforkuspá telur að orkunotkun á heimilum og í þjónustu aukist á árunum 2020 til 2030 vegna mun hraðari orkuskipta í samgöngum.

Möstur
Auglýsing

Stórnot­endur og almenn­ingur not­aði minna af raf­orku í fyrra en raf­orku­spá Orku­stofn­un­ar frá 2015 gerði ráð fyr­ir­. ­Mest munar þar um verk­smiðju United Sil­icon sem ekki var í rekstri 2018. Alls var raf­orku­vinnsla á land­inu 19.830 GWh sem er 283 GWH minni en spáin var. Auk þess voru flutn­ings­töp hlut­falls­lega minni en gert var ráð fyrir árið 2015 sem og heild­ar­á­lag á kerf­ið.

Þetta kemur fram í nýrri raf­orku­spá fyrir árin 2019 til 2050 sem unnin er af orku­spár­nefnd Orku­stofn­un­ar. Nefndin hefur nú end­ur­reiknað raf­orku­spánna frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum for­send­um. 

Frá­vik vegna breyttrar raf­orku­notk­unar gagna­vers Advania

United Silicon. Mynd:

Stórnot­endur not­uðu minna af raf­orku í fyrra en gert var ráð fyrir í raf­orku­spá 2015.  Notkun stórnot­enda var 15.260 GWh ­sem 129 GWh minna en spáin gerði ráð fyr­ir. Þar mun­aði mest um verk­smiðju United Sil­icon ­sem ekki var í rekstri 2018 en orku­notkun verk­smiðj­unn­ar og PCC Bakka var 534 GWh minni en gert var ráð fyrir í spánn­i. 

Í skýrslu nefnd­ar­innar segir að auk þess hafi það haft áhrif að gagna­ver Advani­a ­fór úr því að ver­a al­menn­ur not­andi orku yfir í stórnot­enda. Ef sú breyt­ing hefði ekki komið til þá hefði frá­vik ­spár­inn­ar um notkun stórnot­enda verið mun meira eða um 558 GWh. 

Afhend­ing frá dreifi­kerf­inu, sem eru al­menn­ir not­end­ur, var um 160 GWh minni en 2015 spáin gerði ráð fyr­ir. Ef ekki hefði komið til til­flutn­ingur gagna­ver­s A­dvania frá dreifi­kerf­inu yfir í flutn­ings­kerfið hefði almenn notk­unin verið rúm­lega 270 GWh ­meiri en 2015 spáin gerði ráð fyrir.

Auglýsing

Notkun gagna­vera meiri en spáð var

Nokkur upp­bygg­ing gagna­vera hefur átt sér stað hér á landi á und­an­förnum árum og eru fjögur þeirra nú það stór að þau telj­ast sem stórnot­end­ur. Því hefur notkun gagna­vera á orku auk­ist veru­lega frá 2015 spánni. Sú notkun er að stærstum hluta tekin frá flutn­ings­kerf­inu, sem er aðeins fyrir stórnot­end­ur, en hún var alls 500 GWh meiri í fyrra en raf­orku­spáin gerði ráð fyr­ir.

Mynd: Orkustofnun

Á árinu 2022 er gert ráð fyrir að þrjú gagna­ver tengd flutn­ings­kerf­inu noti um 1.200 GWh í orku og 140 MW í afli. Síðan eru önnur gagna­ver sem fá orku frá dreifi­kerf­inu. Vitað er um slíka notkun sem er að koma inn á kerfið á Suð­ur­nesjum og var tekið til­lit til þeirrar aukn­ingar í spánni.Orku­skipti í sam­göngum gengið hraðar fyrir sig 

Nýja raf­orku­spáin fjallar um raforku­notk­un hér á landi fram til árs­ins 2050 en spáin byggir meðal ann­ars á for­sendum um mann­fjölda, fjölda heim­ila, lands­fram­leiðslu og fram­leiðslu ein­stakra atvinnu­greina. Nokkrar breyt­ingar eru á nýju raf­orku­spánni en þar hefur ný mann­fjölda­spá frá 2018 veru­leg áhrif. 

Á árunum 2019 til 2038 er aukn­ing í fólks­fjölda meiri en í spánni frá 2015. Frá árinu 2029 til 2050 á fólks­fjöld­inn hins vegar að vera minni en spáð var og síðan mestur í lok tíma­bils­ins. Auk­inn fólks­fjöldi kallar á aukna raf­orku­notkun sér­stak­lega á heim­ilum og í þjón­ustu en áhrifin eru öfug við minni fólks­fjölda.

Jafn­framt hafa orku­skipti í sam­göngum gengið heldur hraðar fyrir sig að und­an­förnu en gert var ráð fyrir í raf­orku­spánni 2015. Því er reiknað með auk­inn­i raforku­notk­un heim­ila vegna raf­magns­bíla á tíma­bil­inu 2020 til 2030. Í nýju spánni er gert ráð fyrir aukn­ingu um 130 GWH við lok spá­tíma­bils­ins en raf­orku­notkun í sam­göngum verður alls rúm 1 TWh árið 2050

Mynd: Orkustofnun

Á árunum 2021 til 2030 er spáð aukn­ing í dreifi­kerf­inu (al­mennir not­end­ur) á bil­inu 2,0 til 2,8 pró­sent, sem stafar að hluta til að orku­skiptum í sam­göng­um. Þegar til lengri tíma er litið er búist við að notk­unin auk­ist minna og verði um 2 pró­sent á ári fram til árs­ins 2040 og aukn­ing minnki síðan og verði 1,1 pró­sent í lok spá­tíma­bils. 

Lesa má skýrsl­una í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent