Raforkunotkun minni en spáð var

Raforkunotkun stórnotenda og almennra notenda var minni í fyrra en raforkuspá Orkustofnunar gerði ráð fyrir. Ný raforkuspá telur að orkunotkun á heimilum og í þjónustu aukist á árunum 2020 til 2030 vegna mun hraðari orkuskipta í samgöngum.

Möstur
Auglýsing

Stórnot­endur og almenn­ingur not­aði minna af raf­orku í fyrra en raf­orku­spá Orku­stofn­un­ar frá 2015 gerði ráð fyr­ir­. ­Mest munar þar um verk­smiðju United Sil­icon sem ekki var í rekstri 2018. Alls var raf­orku­vinnsla á land­inu 19.830 GWh sem er 283 GWH minni en spáin var. Auk þess voru flutn­ings­töp hlut­falls­lega minni en gert var ráð fyrir árið 2015 sem og heild­ar­á­lag á kerf­ið.

Þetta kemur fram í nýrri raf­orku­spá fyrir árin 2019 til 2050 sem unnin er af orku­spár­nefnd Orku­stofn­un­ar. Nefndin hefur nú end­ur­reiknað raf­orku­spánna frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum for­send­um. 

Frá­vik vegna breyttrar raf­orku­notk­unar gagna­vers Advania

United Silicon. Mynd:

Stórnot­endur not­uðu minna af raf­orku í fyrra en gert var ráð fyrir í raf­orku­spá 2015.  Notkun stórnot­enda var 15.260 GWh ­sem 129 GWh minna en spáin gerði ráð fyr­ir. Þar mun­aði mest um verk­smiðju United Sil­icon ­sem ekki var í rekstri 2018 en orku­notkun verk­smiðj­unn­ar og PCC Bakka var 534 GWh minni en gert var ráð fyrir í spánn­i. 

Í skýrslu nefnd­ar­innar segir að auk þess hafi það haft áhrif að gagna­ver Advani­a ­fór úr því að ver­a al­menn­ur not­andi orku yfir í stórnot­enda. Ef sú breyt­ing hefði ekki komið til þá hefði frá­vik ­spár­inn­ar um notkun stórnot­enda verið mun meira eða um 558 GWh. 

Afhend­ing frá dreifi­kerf­inu, sem eru al­menn­ir not­end­ur, var um 160 GWh minni en 2015 spáin gerði ráð fyr­ir. Ef ekki hefði komið til til­flutn­ingur gagna­ver­s A­dvania frá dreifi­kerf­inu yfir í flutn­ings­kerfið hefði almenn notk­unin verið rúm­lega 270 GWh ­meiri en 2015 spáin gerði ráð fyrir.

Auglýsing

Notkun gagna­vera meiri en spáð var

Nokkur upp­bygg­ing gagna­vera hefur átt sér stað hér á landi á und­an­förnum árum og eru fjögur þeirra nú það stór að þau telj­ast sem stórnot­end­ur. Því hefur notkun gagna­vera á orku auk­ist veru­lega frá 2015 spánni. Sú notkun er að stærstum hluta tekin frá flutn­ings­kerf­inu, sem er aðeins fyrir stórnot­end­ur, en hún var alls 500 GWh meiri í fyrra en raf­orku­spáin gerði ráð fyr­ir.

Mynd: Orkustofnun

Á árinu 2022 er gert ráð fyrir að þrjú gagna­ver tengd flutn­ings­kerf­inu noti um 1.200 GWh í orku og 140 MW í afli. Síðan eru önnur gagna­ver sem fá orku frá dreifi­kerf­inu. Vitað er um slíka notkun sem er að koma inn á kerfið á Suð­ur­nesjum og var tekið til­lit til þeirrar aukn­ingar í spánni.Orku­skipti í sam­göngum gengið hraðar fyrir sig 

Nýja raf­orku­spáin fjallar um raforku­notk­un hér á landi fram til árs­ins 2050 en spáin byggir meðal ann­ars á for­sendum um mann­fjölda, fjölda heim­ila, lands­fram­leiðslu og fram­leiðslu ein­stakra atvinnu­greina. Nokkrar breyt­ingar eru á nýju raf­orku­spánni en þar hefur ný mann­fjölda­spá frá 2018 veru­leg áhrif. 

Á árunum 2019 til 2038 er aukn­ing í fólks­fjölda meiri en í spánni frá 2015. Frá árinu 2029 til 2050 á fólks­fjöld­inn hins vegar að vera minni en spáð var og síðan mestur í lok tíma­bils­ins. Auk­inn fólks­fjöldi kallar á aukna raf­orku­notkun sér­stak­lega á heim­ilum og í þjón­ustu en áhrifin eru öfug við minni fólks­fjölda.

Jafn­framt hafa orku­skipti í sam­göngum gengið heldur hraðar fyrir sig að und­an­förnu en gert var ráð fyrir í raf­orku­spánni 2015. Því er reiknað með auk­inn­i raforku­notk­un heim­ila vegna raf­magns­bíla á tíma­bil­inu 2020 til 2030. Í nýju spánni er gert ráð fyrir aukn­ingu um 130 GWH við lok spá­tíma­bils­ins en raf­orku­notkun í sam­göngum verður alls rúm 1 TWh árið 2050

Mynd: Orkustofnun

Á árunum 2021 til 2030 er spáð aukn­ing í dreifi­kerf­inu (al­mennir not­end­ur) á bil­inu 2,0 til 2,8 pró­sent, sem stafar að hluta til að orku­skiptum í sam­göng­um. Þegar til lengri tíma er litið er búist við að notk­unin auk­ist minna og verði um 2 pró­sent á ári fram til árs­ins 2040 og aukn­ing minnki síðan og verði 1,1 pró­sent í lok spá­tíma­bils. 

Lesa má skýrsl­una í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent