Raforkunotkun minni en spáð var

Raforkunotkun stórnotenda og almennra notenda var minni í fyrra en raforkuspá Orkustofnunar gerði ráð fyrir. Ný raforkuspá telur að orkunotkun á heimilum og í þjónustu aukist á árunum 2020 til 2030 vegna mun hraðari orkuskipta í samgöngum.

Möstur
Auglýsing

Stórnot­endur og almenn­ingur not­aði minna af raf­orku í fyrra en raf­orku­spá Orku­stofn­un­ar frá 2015 gerði ráð fyr­ir­. ­Mest munar þar um verk­smiðju United Sil­icon sem ekki var í rekstri 2018. Alls var raf­orku­vinnsla á land­inu 19.830 GWh sem er 283 GWH minni en spáin var. Auk þess voru flutn­ings­töp hlut­falls­lega minni en gert var ráð fyrir árið 2015 sem og heild­ar­á­lag á kerf­ið.

Þetta kemur fram í nýrri raf­orku­spá fyrir árin 2019 til 2050 sem unnin er af orku­spár­nefnd Orku­stofn­un­ar. Nefndin hefur nú end­ur­reiknað raf­orku­spánna frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum for­send­um. 

Frá­vik vegna breyttrar raf­orku­notk­unar gagna­vers Advania

United Silicon. Mynd:

Stórnot­endur not­uðu minna af raf­orku í fyrra en gert var ráð fyrir í raf­orku­spá 2015.  Notkun stórnot­enda var 15.260 GWh ­sem 129 GWh minna en spáin gerði ráð fyr­ir. Þar mun­aði mest um verk­smiðju United Sil­icon ­sem ekki var í rekstri 2018 en orku­notkun verk­smiðj­unn­ar og PCC Bakka var 534 GWh minni en gert var ráð fyrir í spánn­i. 

Í skýrslu nefnd­ar­innar segir að auk þess hafi það haft áhrif að gagna­ver Advani­a ­fór úr því að ver­a al­menn­ur not­andi orku yfir í stórnot­enda. Ef sú breyt­ing hefði ekki komið til þá hefði frá­vik ­spár­inn­ar um notkun stórnot­enda verið mun meira eða um 558 GWh. 

Afhend­ing frá dreifi­kerf­inu, sem eru al­menn­ir not­end­ur, var um 160 GWh minni en 2015 spáin gerði ráð fyr­ir. Ef ekki hefði komið til til­flutn­ingur gagna­ver­s A­dvania frá dreifi­kerf­inu yfir í flutn­ings­kerfið hefði almenn notk­unin verið rúm­lega 270 GWh ­meiri en 2015 spáin gerði ráð fyrir.

Auglýsing

Notkun gagna­vera meiri en spáð var

Nokkur upp­bygg­ing gagna­vera hefur átt sér stað hér á landi á und­an­förnum árum og eru fjögur þeirra nú það stór að þau telj­ast sem stórnot­end­ur. Því hefur notkun gagna­vera á orku auk­ist veru­lega frá 2015 spánni. Sú notkun er að stærstum hluta tekin frá flutn­ings­kerf­inu, sem er aðeins fyrir stórnot­end­ur, en hún var alls 500 GWh meiri í fyrra en raf­orku­spáin gerði ráð fyr­ir.

Mynd: Orkustofnun

Á árinu 2022 er gert ráð fyrir að þrjú gagna­ver tengd flutn­ings­kerf­inu noti um 1.200 GWh í orku og 140 MW í afli. Síðan eru önnur gagna­ver sem fá orku frá dreifi­kerf­inu. Vitað er um slíka notkun sem er að koma inn á kerfið á Suð­ur­nesjum og var tekið til­lit til þeirrar aukn­ingar í spánni.Orku­skipti í sam­göngum gengið hraðar fyrir sig 

Nýja raf­orku­spáin fjallar um raforku­notk­un hér á landi fram til árs­ins 2050 en spáin byggir meðal ann­ars á for­sendum um mann­fjölda, fjölda heim­ila, lands­fram­leiðslu og fram­leiðslu ein­stakra atvinnu­greina. Nokkrar breyt­ingar eru á nýju raf­orku­spánni en þar hefur ný mann­fjölda­spá frá 2018 veru­leg áhrif. 

Á árunum 2019 til 2038 er aukn­ing í fólks­fjölda meiri en í spánni frá 2015. Frá árinu 2029 til 2050 á fólks­fjöld­inn hins vegar að vera minni en spáð var og síðan mestur í lok tíma­bils­ins. Auk­inn fólks­fjöldi kallar á aukna raf­orku­notkun sér­stak­lega á heim­ilum og í þjón­ustu en áhrifin eru öfug við minni fólks­fjölda.

Jafn­framt hafa orku­skipti í sam­göngum gengið heldur hraðar fyrir sig að und­an­förnu en gert var ráð fyrir í raf­orku­spánni 2015. Því er reiknað með auk­inn­i raforku­notk­un heim­ila vegna raf­magns­bíla á tíma­bil­inu 2020 til 2030. Í nýju spánni er gert ráð fyrir aukn­ingu um 130 GWH við lok spá­tíma­bils­ins en raf­orku­notkun í sam­göngum verður alls rúm 1 TWh árið 2050

Mynd: Orkustofnun

Á árunum 2021 til 2030 er spáð aukn­ing í dreifi­kerf­inu (al­mennir not­end­ur) á bil­inu 2,0 til 2,8 pró­sent, sem stafar að hluta til að orku­skiptum í sam­göng­um. Þegar til lengri tíma er litið er búist við að notk­unin auk­ist minna og verði um 2 pró­sent á ári fram til árs­ins 2040 og aukn­ing minnki síðan og verði 1,1 pró­sent í lok spá­tíma­bils. 

Lesa má skýrsl­una í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís nýr ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
Ráðuneytisstjóraskipti verða í forsætisráðuneytinu frá með 1. janúar næstkomandi þegar Ragnhildur Arnljótsdóttir tekur við nýju embætti í utanríkisþjónustunni. Við embætti ráðuneytisstjóra tekur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Lögbrot og Klausturmálið
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent